Feykir


Feykir - 07.03.2013, Blaðsíða 6

Feykir - 07.03.2013, Blaðsíða 6
6 Feykir 09/2013 Aðalfundur Skotfélagsins Markviss var haldinn þann 9. febrúar sl. en skráðir félagar eru nú 70 talsins. Á fundinum var til umræðu aðstöðuleysi þeirra sem stunda kúlugreinar en töluverður þrýstingur hefur verið á stjórn félagsins á undanförnum árum varðandi úrbætur. „Áhugi á riffilskotfimi er gríðarlegur hérlendis auk þess sem nýtilkomin skotpróf hreindýraveiðimanna hafa aukið ásókn skotmanna og kvenna á riffilsvæði landsins,“ sagði Guðmann Jónasson stjórn-armaður félagsins í samtali við Feyki. Á fundinum var ákveðið að sækja um leyfi fyrir 300m riffilbraut á svæði félagins og að auki var sótt um leyfi fyrir 60m bogfimibraut en mikil vakning hefur orðið meðal bogfimi iðkenda að undanförnu. Til vara var sótt um leyfi fyrir 150m riffilbraut og 30m bogfimibraut. Málið var tekið fyrir á fundi skipulags-, byggingar og veitunefndar Blönduósbæjar þann 19. febrúar sl. og var synjað, þar sem nefndin taldi þessi áform ekki vera í samræmi við núgildandi aðalskipulag. „Nefndin treystir sér ekki til að samþykkja þessa framkvæmd fyrr en búið er að Félagsmenn vilja bætta aðstöðu Aðalfundur Skotfélagsins Markviss á Blönduósi Keppendur Skotfélagsins Markviss á Norðurlandsmótinu 2012. Frá vinstri: Brynjar Þór Guðmundsson, Snjólaug María Jónsdóttir og Guðmann Jónasson. taka stefnumótandi ákvörðun um notkun svæðisins,“ segir í fundargerð. Guðmann sagði stjórn félagsins muni halda áfram að vinna að málinu og vonast til þess að viðunandi lausn finnist á því fljótlega. Ný stjórn var kosin á fund- inum en formaður félagsins undanfarin ár Bergþór Pálsson gaf ekki kost á sér til áfram- haldandi setu í formanns- stólnum og tók Snjólaug M. Jónsdóttir við starfi formanns. Aðrir stjórnarmenn eru auk Snjólaugar, Guðmann Jónasson, Brynjar Þór Guðmundsson, Kristófer Kristjánsson og Berg- þór Pálsson. Skotíþróttamaður ársins 2012 var kjörinn Brynjar Þór Guðmundsson, en hann náði sínum besta árangri á Norðurlandsmóti á Húsavík þar sem hann hafnaði í 3. sæti á skorinu 106/125 og komst upp um flokk. Mótaskrá Skotíþróttasam- bandsins í haglagreinum segir Guðmann liggja fyrir og hefst keppnistímabilið í lok apríl. Landsmót verður haldið að venju á Blönduósi og verður það dagana 22.-23. júní. Alls eru tíu svokölluð „stímót“ á komandi tímabili, en auk þeirra er UMFÍ mót á Selfossi og Norður- landsmótið en það verður haldið af Markviss þetta árið og verður dagana 17.-18. ágúst. Keppnis- tímabilinu lýkur svo með Bikarmóti 7.-8. september. /BÞ Framfarir í mælingum á mið-Norðurlandi Stoð ehf. verkfræðistofa og Ísmar ehf. undirrituðu samstarfssamning um uppsetningu og rekstur GPS leiðréttingastöðvar í Skagafirði Á myndinni sjást allar stöðvar VRS kerfisins. Nýlega undirrituðu Stoð ehf. verkfræðistofa og Ísmar ehf. samstarfssamning um uppsetningu og rekstur GPS leiðréttingastöðvar í Skagafirði. Leiðréttingar- stöðin verður á landsvísu, hluti af VRS kerfi Ísmar, sem nú þegar hefur VRS-stöðvar í rekstri á Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum, Höfn í Hornafirði, Ísafirði, Borgarnesi, Selfossi, Keflavík og Reykjavík. Ísmar hefur um árabil verið leiðandi í sölu og þjónustu á búnaði til landmælinga og vélstýringa hérlendis. Verkfræðistofan Stoð, sem hefur starfað í heimahéraði á þriðja áratug, hefur lengi verið leiðandi í GPS mælingum á Norðurlandi vestra, bæði fyrir einstaklinga, verktaka, stofn- anir, veitufyrirtæki og sveitar- félög. Einnig hefur verkfræði- stofan unnið mælingar vegna skipulagsverkefna og afstöðu- myndagerðar ásamt hnitsetn- ingu jarða og landamerkja. Á liðnu misseri hefur Stoð einnig unnið mælingar og kortagerð þeim fylgjandi fyrir landeig- endur, hreppa og sveitarfélög vegna þjóðlendukröfu ríkis- sjóðs. Með tilkomu hins nýja búnaðar er brotið blað í mæl- ingaraðferðum á svæðinu. Mælingarmenn þurfa ekki lengur að stilla upp fastri stöð til að vinna út frá, heldur hringja inn í VRS kerfi í gegn um GPRS gátt. Við það sparast mikill tími við uppsetningu ásamt ferðatíma að og frá föstu stöðinni til vinnusvæðis. Tíma- munur við þetta verklag hefur verið mældur og sýna rann- sóknir að umtalsverður tíma- sparnaður náist við að tengjast VRS í stað þess að nota eigin stöð. Ávinningurinn er háður stærð verkefnis og mælingar- tíma. Í megin dráttum felst sam- starfið í því, að verkfræðistofan fyrir hönd heimaaðila fjárfesti í búnaðnum og setti hann upp með aðstoð tæknimanns Ísmar; en Ísmar sér um rekstur á búnaðnum, áskriftarsamninga og aðgangsstýringu að gögn- um. /Fréttatilkynning Getur verið að hlutirnir þurfi fyrst að versna til að geta byrjað að batna? Ekki er víst að það eigi við í Melstaðar- kirkju í Miðfirði, því nýlega var kirkjunni gefið vandað rafmagnsorgel. Gefendur voru söfnuðurinn sjálfur og nokkrir velunnarar, sem tóku svona vel við sér þegar kirkjukórinn efndi til almennrar söfnunar í vor. Á skömmum tíma voru komnar ein og hálf milljón í þessum fremur fámenna söfnuði, sem telur nú 135 sóknarbörn. Orgelið var svo keypt og vígt við messu hinn 3. febrúar. Það er þýskt rafmagnsorgel af gerðinni Ahlborn, tvö hljómborð og fótspil. Organistinn, Pálína F. Skúladóttir, lék ýmis orgelverk hálftíma fyrir messu, og í eftirspil var flutt tokkata og fúga í d-moll, Lokað vegna endurbóta Melstaðarkirkja í Húnavatnsprófastsdæmi Tillaga arkitektsins að staðsetningu orgelsins nýja eitt flottasta, en jafnframt erfiðasta, verk tónbókmenntanna. Bar þá svo við að í miðju verki þagnaði orgelið. Af óútskýran- legum ástæðum hafði rafmagnið slegið út. Því var auðvelt að kippa í liðinn og að því búnu gerði Pálína sér lítið fyrir og lék verkið að nýju frá upphafi. Var raf- magnsbilunin túlkuð sem liður í því að kirkjugestir fengu tvöfalda ánægju af flutningnum. Eftir messu var að vanda samvera í safnaðarheimilinu þar sem bornar voru fram sérstaklega veglegar veitingar í tilefni af vel heppnuðu verki. Í orgelnefnd voru auk organistans Ólöf Pálsdóttir og Guðrún Lára Magnúsdóttir. Nýja orgelið er staðsett niðri í kirkjuskipinu og næst þannig betra samband milli kórs og kirkjugesta, en einnig prests. Í framhaldinu var svo kynnt hugmynd um að auka rými niðri í kirkjunni með því að taka niður skilrúm beggja vegna altarisins, og þar með flytja skrúðhús og geymslurými í safnaðarheimilið. Gott pláss verður fyrir kór og organista, og meira rými fyrir ýmsar athafnir eins og fermingar og sérstakan tónlistarflutning. Eftir almennan safnaðarfund ákvað sóknarnefnd að hrinda framkvæmdum af stað og tók smíðafyrirtækið Tveir smiðir að sér framkvæmdina. Arkitekt er Stefán Örn Stefánsson hjá Argos arkitektastofu. Hann gerði einnig tillögu um að breyta svalarými, og er sú breyting áformuð síðar. Loka verður kirkjunni meðan á framkvæmdum stendur, en búist er við að ný og betri kirkja verði notuð við ferminguna, sem verður í kirkjunni 28. apríl. Þangað til fara athafnir fram í Staðarbakkakirkju. Sú kirkja er líka hlýleg og í góðu ásigkomulagi. En á meðan mun ásýnd Melstaðarkirkju versna til að hún geti batnað. Guðni á Melstað

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.