Feykir


Feykir - 07.03.2013, Blaðsíða 2

Feykir - 07.03.2013, Blaðsíða 2
2 Feykir 09/2013 Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson – palli@feykir.is & 455 7176, 861 9842 Blaðamenn: Berglind Þorsteinsdóttir – berglindth@feykir.is & 694 9199 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Hrafnhildur Viðarsdóttir – hrafnhv@nyprent.is Áskriftarverð: 350 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 390 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Trú eða ekki trú Fermingarathafnir eru hafnar þetta árið með öllum þeim sjarma sem þeim fylgja. Fara þær fram á mismunandi tímum en flestar munu þær verða kringum páska eða hvítasunnu. Í kristinni trú hefur fermingin mikið gildi þar sem hún er staðfesting á skírnarathöfninni. Fermingarbarnið fer með trúarjátninguna, vinnur fermingarheit og þiggur fyrirbæn og blessun. Oft hefur það verið nefnt að börnin láti ferma sig eingöngu vegna gjafanna og trúin komi þar ekki nálægt. Ég held að það sé tæplegur sannleikur. Allt frá árinu 1989 hefur Siðmennt staðið fyrir borgaralegum fermingum, sem er valkostur þeirra sem ekki játast kristinni trú. Þau börn sem hana kjósa geta haldið skínandi veislur og þegið gjafir í tilefni tímamótanna og þurfa ekki að láta kristna trú trufla sig á þeim vettvangi. Þau fá góða fræðslu og undirbúning sem fylgir þeim til fullorðinsáranna. Almennt tel ég að Íslendingar séu trúaðir á einhvern hátt og halda kristnum gildum í heiðri þótt þeir beri það ekki endilega á torg og mættu kannski vera kirkjuræknari milli stórhátíða að mati sumra, en það er nú önnur saga. Allir sem hafa gengið í gegnum fermingarathöfn muna daginn þann, spenninginn, vandræðaganginn eða léttinn við hverja stund sem eitthvað gekk á. Dagur sem gjarnan er notaður sem tímaviðmið seinna meir - fyrir og eftir fermingu - rétt eins og aðrir stórir dagar í lífi hvers og eins. Feykir óskar öllum fermingarbörnum landsins til ham- ingju með sína athöfn, hvenær svo sem hún verður haldin og hvort sem trú eða trúleysi koma þar við sögu. Páll Friðriksson, ritstjóri Bjartsýnismaður í Langadal Hjólreiðamanni komið til aðstoðar Lögreglan á Blönduósi aðstoðaði hjólreiðamann í Langadal á mánudagsmorg- uninn en það var skólabílstjóri sem hafði komið auga á manninn á ferð sinni um dalinn og tilkynnt lögreglu. Að sögn Kristjáns Þorbjörnssonar yfirlögregluþjóns á Blönduósi var hjólreiðamaðurinn hinn slakasti þegar lögreglunni bar að garði og ekkert óttasleginn þrátt fyrir bylinn. Ferðamaðurinn, sem er frá Þýskalandi, hafði gist í tjaldi sínu í Langadal um nóttina og ætlaði að hjóla til Blönduóss. Hjólið hans sem var klyfjað af farangri fauk fljótlega langt út af veginum og þegar lögreglan kom honum til aðstoðar þá lá ferðamaðurinn á farangri sínum til að varna því að hann fyki burt. Eftir barninginn við að koma hjólinu og farangri hans í lögreglubifreiðina, í hálku og slæmu skyggni, var ferða- langnum ekið á Blönduós. /BÞ Björgunarsveitin Húnar fimm ára Fengu óveðurs- kistur að gjöf Slysavarnadeildin Káraborg færði björgunarsveitinni Húnum í Húnaþingi vestra afmælisgjöf nú á dögunum en það voru tvær vel búnar verkfærakistur með verkfærum og öðrum búnaði til að nota í óveðursútköllum. Á heimasíðu björgunar- sveitarinnar kemur fram að fimm ár voru þann 24. febrúar sl. frá sameiningu björgunar- sveitanna Káraborgar og Flugbjörgunarsveitar V-Hún. „Færum við Slysavarnadeildinni okkar bestu þakkir fyrir þessu glæsilegu gjöf,“ segir loks á heimasíðunni. /BÞ Umferðin Banaslys í Skagafirði 12 ára piltur lést í alvarlegu umferðarslysi sem varð þegar jeppa var ekið út af veginum skammt frá Kotá í Skagafirði sl. föstudag. Þrír aðrir voru í bílnum og voru þeir allir fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann. Drengurinn sem lést hét Blængur Mikael Bogason og var frá Akureyri. Þá varð umferðarslys á Þverárfjalli kvöldið áður. Samkvæmt heimildum Mbl.is var bifreið ekið á kerru sem önnur bifreið var með í eftirdragi. Bæði bifreiðin og kerran voru mikið skemmd og bifreiðin í óökufæru ástandi. Engin slys urðu á fólki. /BÞ Fullkomnar klippi- græjur á Hofsósi Lilja og Baltasar á Hofi færa Grunnskólanum góða gjöf Nemendur Grunnskólans austan Vatna fengu góða heimsókn í síðustu viku þegar þau Lilja Pálmadóttir og Baltasar Kormákur á Hofi færðu skólanum að gjöf Apple tölvu með „Final cut pro“ forriti sem gerir notendum kleift að vinna kvikmyndir með fullkominni myndvinnslu. Tölvan sú arna hefur m.a. verið notuð til að klippa og vinna kvikmyndir Baltasars og vildu þau hjón með gjöfinni leggja sitt af mörkum til að auka fjölbreytni í skólastarfinu ekki síst á sköpunarsviðinu. Með þeim í för var Elísabet Ronaldsdóttir klippari og kenndi hún nemendum á tækin en hún hefur klippt fjölda kvikmynda. /PF Ánægður hópur við tölvuna góðu. Mynd: Eiríkur Frímann Arnarson Síminn Kæri Sauð- kræklingur Sauðkrækingar hafa aldrei verið ánægðir með að vera kallaðir Sauðkræklingar með „elli“ og munu líklega ekki verða það í náinni framtíð og því hafa efalaust margir sopið hveljur sl. mánudagsmorgun þegar inn um bréfalúgu Króksara kom dreifibréf frá Símanum stílað: Kæri Sauðkræklingur. En spurningin er hvort þetta klaufalega ávarp hafi glatt mannskapinn, því mikið hefur gengið á hjá Facebook notendum sem vildu fá afsök- unarbeiðni frá Símanum. Hún kom svo daginn eftir á Feykir.is í bundnu máli. Afturkalla ávarpið, af iðrun rétt að springa. Afsökunar ykkur bið alla Sauðkrækinga. /PF Vel búin verkfærakista með verkfærum og öðrum búnaði til að nota í óveðursútköllum. Mynd: hunar.123.is Enn láta þjóðvegir landsins á sjá Miklar skemmdir á Þverárfjallsvegi Vegagerðin hefur varað við skemmdum á klæðningu (slitlagi) á Þverárfjallsvegi undanfarna daga en hluti vegarins er stórskemmdur og burðarlagið í honum að brotna niður. Samkvæmt heimildum Rúv. is var rangt efni notað í veginn þegar hann var lagður fyrir áratug, auk þess sem ekki hafa fengist fjármunir í eðlilegt viðhald. Um er að ræða 15 kílómetra kafla sem er mjög illa farinn en sá kafli var tekinn í notkun fyrir aðeins tíu árum. Efsta burðar- lagið í veginum er gefa sig og molnar smám saman niður undan umferð og tíðarfari. Áætlaður kostnaður á viðgerð er á bilinu 20 til 25 milljónir króna á kílómeter og þýðir það að viðgerð á 15 kílómetrum gæti kostað allt að 375 milljónum króna. Að sögn Rúnars Péturssonar, yfirverkstjóra Vegagerðarinnar á Sauðárkróki, væri vegurinn ekki orðinn svona illa farinn ef fengist hefðu fjármunir í eðlilegt við- hald þó svo að rangt efni hafi verið notað í efsta burðarlag vegarins á sínum tíma. Hann tekur sem dæmi að nær aldrei hafi verið lögð ný klæðning yfir slitlagið frá því að vegurinn var lagður. „Og ekki bara á þessum vegi, það er með flesta vegi sem við erum að fá í andlitið núna sem klæðningarnar eru að gefa sig, það er eingöngu út af fjárskorti í viðhald,“ sagði Pétur í samtali við Ríkisútvarpið. /BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.