Feykir


Feykir - 07.03.2013, Blaðsíða 24

Feykir - 07.03.2013, Blaðsíða 24
24 Feykir 09/2013 AÐALRÉTTUR Gott lamb í ofni eða grillað 1 lambalæri, um 2.5 kg nýmalaður pipar salt 6 hvítlauksgeirar, skornir í flísar 2 msk ólífuolía 2-3 laukar, skornir í sneiðar 2 eggaldin, skorin í sneiðar 500 g tómatar, þroskaðir, skornir í sneiðar 2 tsk oregano Aðferð: Ofninn hitaður í 200°C. Lærið fitusnyrt og síðan er beittum hnífsoddi stungið í það á nokkrum stöðum og hvítlauksflísum stungið í rauf- arnar. Kryddað vel með pipar og salti. Stórt eldfast fat smurt með olíunni og grænmetinu raðað í það í lögum. Kryddað með oregano, pipar og salti á milli laga. Lærið er svo lagt ofan á, sett í ofninn og steikt í um 1,5 klst. (eða töluvert skemur, eftir smekk). Lærinu er snúið einu sinni á steikingartímanum og í lokin er það fjarlægt, hitinn hækkaður meira og grænmetið látið brúnast vel að ofan. Meðlæti: Bakaðar kartöflur og/ eða stappa úr sætri kartöflu með mangóbitum. Ferskt sumarsalat: 4-6 tómatar skornir í teninga 1 rauðlaukur Aðferð: Mosarellakúlur skornar í bita. Smá olía yfir og 1 snúningur af salti úr kvörn. EFTIRRÉTTUR Draumterta svamptertubotn niðursoðnar perur 2 pelar rjómi marengs Aðferð: Draumtertan er svo sett saman svona: Svamptertubotn, perur (skornar niður), rjómi, krem, marengs, rjómi, kremi hellt yfir þannig að leki útaf marengsnum. Best ef hún er búin að standa í ísskáp í sólahring áður en hún er borðuð. Draumtertukrem: 50 g súkkulaði 3 eggjarauður 4 msk flórsykur 1 peli rjómi Aðferð: Bræðið suðusúkkulaði og látið kólna svolítið. Þeytið saman eggjarauðum og flórsykri þar til blandan verður létt og ljós. Þeytið pela af rjóma. Hrærið saman suðusúkkulaðinu og eggjahrærunni (súkkulaðinu hellt í mjórri bunu og hrært stöðugt í á meðan). Blanda svo þeytta rjómanum saman við. Verði ykkur að góðu! Höfum hafið flug á ný Þökkum góðar móttökur EYJAFLUG Sauðárkrókur – Reykjavík Mánudaga . . . . . . . . kl . 09:00 Þriðjudaga . . . . . . . . kl . 09:00 og 18:15 Fimmtudaga . . . . . . kl . 09:00 og 18:15 Föstudaga . . . . . . . . kl . 18:15 Sunnudaga . . . . . . . . kl . 18:15 Reykjavík – Sauðárkrókur Mánudaga . . . . . . . . kl . 07:45 Þriðjudaga . . . . . . . . kl . 07:45 og 17:00 Fimmtudaga . . . . . . kl . 07:45 og 17:00 Föstudaga . . . . . . . . kl . 17:00 Sunnudaga . . . . . . . . kl . 17:00 ÁÆTLUNARFLUG EYJAFLUGS ER SEM HÉR SEGIR: Sími 662 4500 bookings@airarctic .is www .eyjaflug .is N Ý PR EN T eh f. / 28 02 20 13 Herdís og Árni Geir kokka Gott lamb og Draumterta MATGÆÐINGAR VIKUNNAR UMSJÓN berglindth@feykir.is Geir Ingvason frá Skagaströnd. Þau skora á Lilju Guðlaugu Ingólfsdóttur og Björn Hall- björnsson úr sama bæjarfélagi. Matgæðingar vikunnar að þessu sinni eru Herdís Þórunn Jakobsdóttir og Árni Herdís og Árni Geir við Grettislaug. Norðurland vestra Kuldi í spánum Eftir góðan og veðursælan þorra, heilsaði góan með látum er vika var liðin af þeim ágæta mánuði. Mikla kafaldshríð gerði aðfaranótt mánudags svo vegir urðu víða ófærir og engar samgöngur milli landsfjórðunga. Útlit er fyrir kalda norðanátt og gerir Veðurstofan ráð fyrir frosti, éljagangi og nokkru hvössu veðri fram yfir helgi. /PF Karfa og konukvöld Helga Braga með uppistand Næstkomandi laugardagskvöld ætla svellkaldar konur að skemmta sér á Mælifelli en þá verður haldið konukvöld til styrktar körfuknattleiksdeild Tindastóls. Húsið opnar klukkan 20:30 og dagskrá hefst klukkan 21:00 með glæsilegri dagskrá. Meðal þeirra sem stíga á stokk er leikkonan Helga Braga og verður hún með uppistand eins og henni er einni lagið. Kiddi K og félagar munu svo stjórna stuðinu um kvöldið sem stendur langt fram á nótt. /PF

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.