Feykir - 06.06.2013, Qupperneq 4
4 Feykir 22/2013
Hér er ennþá heldur kalt,
hlýnar ekki mikið.
Sýnir gengi vorsins valt
veðurfarið svikið.
Köld er jörð og kaldur mar,
kulda plágar vítið.
Þó að sjáist sólarfar
sumar nálgast lítið.
Dumbs frá hafi dregin ský
dreifa þoku grárri.
Finnst í engu fró í því
fárs í stöðu sárri.
Skaflar þurfa að þiðna hér,
þá mun batinn séður.
Foldin græna fjarri er,
fátt sem augað gleður.
En enn virtist langt í hlýindi og vorsælu
og 6. maí orti ég þessar vísur:
Kreppa að lýðum kulda skór,
kvelur stríðið skæða.
Enn er hríð og enn er snjór,
enn er tíðin mæða.
Vonum granda þrautir þrátt,
þreytir brandur nepju.
Slyddufjandi úr Frosta átt
fyllir landið krepju.
Hvenær vorar vengi á
vaknar þor í grösum,
léttast spor og lifnar brá,
losnar hor úr nösum?
Og enn hlýnar lítið og maður spyr:
Hver stjórnar þessu eiginlega?
Fyrir skömmu lést hér garpur einn
sem fór sínar leiðir og var ekki allra.
Hafði hann sett nokkurn svip á
bæjarlífið, enda stór að vexti og að
jafnaði nokkuð fasmikill í framgöngu.
Ég orti er ég heyrði að hann væri
farinn yfir landamærin:
Það éljaði um hann oft og lengi
og einatt var viðmótið býsna hrjúft.
Samt átti hann þekka og þýða strengi
en þeir lágu hinsvegar nokkuð djúpt!
Listakona ein frá Ástralíu sem hér
hefur verið, lét mikil hrifningarorð
falla í áheyrn nokkurra bæjarbúa yfir
öllu fannferginu. Ekki voru viðstaddir
jafn hrifnir og varð mér það að
yrkisefni:
Listakona áströlsk ein hér
ofsa hrifin varð af snjónum,
þó hann geri í mörgu mein hér,
marga spenni beittum klónum.
Ekki gat hún orða bundist,
öll á hvítu sælubandi.
Öðrum hefur annað fundist
oftastnær í þessu landi.
Svar hún fékk frá svanna góðum,
síst með hugann vetrargróinn:
„Þegar ferðu af þessum slóðum,
þú mátt taka með þér snjóinn!“
Í gamalkunnugri vísu er tekið svo til
orða - pólitík og tíðarfar /töluvert er
svipað.
Og vissulega hafa verið sviptingar
bæði í veðurfarinu og á stjórnmála-
sviðinu. Hvort og hvenær það vorar í
því náttúrulega er sjálfsagt einhver
spurning, en það er líklega meiri
spurning hvort það sé að vora eitthvað
í pólitíkinni og hvers sé að vænta úr
þeirri áttinni? Um það mætti hafa
þessi vísuorð:
Mega spá í málin fast
menn sem ná til valda.
Sagan skráir lof og last,
loforð á að halda!
Með von um sumar – í sumar!
Rúnar Kristjánsson
Um vorið sem ekki kom!
FRÁ LESENDUM RÚNAR KRISTJÁNSSON SKRIFAR
Ekki hefur vorað vel að þessu sinni og ég held að þrisvar sinnum hafi ég talið
snjóalög um garð gengin á minni lóð þegar allt fylltist aftur. Orti ég í byrjun
apríl eftirfarandi vísur og lýsa þær þáverandi stöðu tíðarfarsins:
Helga Sigurbjörns-
dóttir, oftar en ekki
kölluð Helga Sig,
útskrifaðist sem
rafvirki frá FNV 25.
maí sl. en hún er fyrsta
stelpan til að útskrifast
sem rafvirki frá
skólanum. Helga er
fædd og uppalin á
Sauðárkróki, dóttir Báru
Jónsdóttur, hárgreiðslu-
meistara, og Sigur-
björns Björnssonar
kennara við FNV.
Helga sagðist hafa valið
þetta nám því henni
hafi þótt það spennandi
og næga vinnu væri að
fá eftir að námi lyki.
„Einnig er þetta mjög
góður grunnur fyrir
ýmsar aðrar vinnur og
nám,“ segir Helga.
Aðspurð hvernig það
hafi verið að vera eina
stelpan í náminu segir
Helga það hafa verið að
mestu leyti skemmtilegt,
en gat stundum verið
frekar þreytandi. „Strák-
arnir höfðu ekki alveg
sömu áhugamál og ég,
en við áttum nokkur
sem við gátum spjallað
öll saman um. Stundum
voru strákarnir svolítið
háværir og erfiðir, sér-
staklega þegar við áttum
að vera að læra og
einbeita okkur, þá var
Fyrsta stelpan til að útskrifast sem rafvirki frá FNV
Rafvirkjun jafn mikið
fyrir stelpur og stráka
UMSJÓN
Guðrún Sif Gísladóttir
það ekki gaman“, segir
Helga.
Helga sagði sig alltaf
hafa langað að prófa
eitthvað nýtt og þótt
rafmagnið spennandi.
Áhuginn á rafvirkjun hafi
svo kviknað þegar hún
var að skoða verkámið
og séð strákana fikta með
alls konar tæki og tól.
Helga segist jafnvel
ætla að stefna á frekara
nám tengt rafvirkjun.
„Ég ætla að að byrja á
því að klára sveinsprófið
og sjá svo til. Hef ekki
ákveðið neitt frekar
hvað framhaldið verður.
En það er eitthvað sem
kemur með tímanum
og áhuganum á þessum
sviðum sem eru í boði”.
Helga segist alveg
hiklaust hvetja aðrar
stelpur til að fara í þetta
nám. „Þetta er fjölbreytt
og krefjandi nám sem er
jafn mikið fyrir stelpur
og stráka“. /GSG
Kal í túnum
Of snemmt að segja til um hvort
þetta kosti niðurskurð í haust
Að sögn Eiríks Loftssonar
ráðunautar hjá RML er
heilmikið kal víða í
Skagafirði. Í Austur-Fljótum
eru túnin ekki komin undan
snjó og því ekki hægt að
meta ástandið þar strax, en
þegar blaðamaður ræddi við
Eirík var landbúnaðar-
ráðherra á ferð um Fljótin og
Norðurland eystra til að
kynna sér ástand mála.
„Það verður að koma í ljós
hvernig ástandið er í Fljótum,
ég er ekki búinn að skoða
það, maður er svo sem ekkert
svartsýnn, alla vega best að
segja sem minnst um það
strax. En af því sem ég hef
skoðað eru túnin mest kalin í
Óslandshlíð og Hjaltadal og
svo er slæmt kal að finna í
Sléttuhlíðinni, Hegranesi og
víðar. Það má finna kalbletti
fram um allan fjörð og býsna
mikið á stöku bæjum.“
Eiríkur segir það ekki
algilt að þau tún þar sem sáð
var í fyrra verði verst úti.
„Maður sér alveg tún sem sáð
var í í fyrra líta ágætlega út, en
almennt má þó segja að
gömul tún sem eru búin að
ganga í gegnum ýmislegt séu
skárri.“ Eiríkur segir erfitt að
meta hlutfall túna sem eru
ónýt þar sem ástandið er verst
en getur sér til að það geti
verið um þrír fjórðu í verstu
tilvikunum. Hann segir
ótímabært að meta kostn-
aðinn, þar sem misjafnt sé
hversu mikið þurfi að gera.
Það megi þó reikna með 100-
200 þúsund krónum á hvern
hektara og verið sé að athuga
aðkomu bjargráðasjóðs að
þessum hamförum.
Varðandi uppskeruhorfur
í haust, þá gefi ný tún blautari
og minni uppskeru en síðan
séu aðrar aðstæður, eins og
óvenjumiklar vorrigningar
sem geti hjálpað til í þessu
ástandi og því sé of snemmt
að spá fyrir um hvort bændur
þurfi að skera niður í haust.
Varaforðinn sé þó lítið sem
enginn, enda margir heylitlir
eftir tvö þurrkasumur í röð
og mikla innigjöf vegna
tíðarfarsins í vetur. /KSE