Fréttablaðið - 15.05.2018, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 15.05.2018, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —1 1 3 . t ö l u b l a ð 1 8 . á r g a n g u r Þ r i ð J u d a g u r 1 5 . M a Í 2 0 1 8 • Sex 30 milljóna króna vinningar á tvöfaldan miða eða 15 milljónir króna á einfaldan miða • Drögum út meira en 51 þúsund vinninga á árinu Kauptu miða á das.is eða í síma 561 77 57 Nýtt happdrættisár hefst í maí Mestu vinningslíkurnar - skynsamlegasti kosturinn Vikulegir útdrættir Vinningar í hverri viku - Happdrætti DAS Sigurður Sigurðsson er skynsamur og spil ar í H app dræ tti DA S Fréttablaðið í dag sKOðun Er fólk með fíknsjúk­ dóm afgangsstærð? spyr Val­ gerður Rúnarsdóttir læknir. 9 spOrt Berglind Björg og Blikar hafa byrjað tímabilið af krafti. 10 tÍMaMót Tuttugu ár eru í dag liðin frá því að Jóhanna Sigurðardóttir flutti lengstu ræðuna á Alþingi. 12 lÍfið María Thelma Smáradóttir var flott í Cannes með stór­ stjörnunni Mads Mikkelsen. 22 plús 2 sérblöð l fólK l  hafnarfJörður *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 Bæjarlistinn Hafnarfirði skoðanakönnunin var gerð 14. maí 2018 3, 1% 11,6% 9,7% 9,7% 19,2% 32,0% 5,8% 8,3% KOsningar Sjálfstæðismenn í Hafnar­ firði fengju 32 prósent atkvæða ef kosið væri í sveitarstjórn núna, sam­ kvæmt nýrri skoðanakönnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is gerðu í gær. Samfylkingin fengi rúmlega 19 prósent, Framsókn og óháðir fengju tæplega 12 prósent og Miðflokkurinn og Píratar fengju tæplega 10 prósent hvor flokkur. Þá fengi VG rúm átta prósent, Viðreisn tæplega sex pró­ sent og Bæjarlistinn rétt rúmlega þrjú prósent. Í síðustu kosningum fékk Sjálf­ stæðisflokkurinn 35,8 prósent og fimm bæjarfulltrúa kjörna af ellefu, Samfylkingin fékk 20,2 prósent og þrjá fulltrúa, Björt framtíð fékk 19 prósent og tvo fulltrúa, VG 11,7 pró­ sent og einn fulltrúa, Píratar 6,7 pró­ sent og Framsókn 6,5 prósent. Píratar og Framsókn fengu ekki fulltrúa. Yrðu niðurstöður kosninga þann 26. maí í takti við könnunina myndi annaðhvort Sjálfstæðisflokkurinn eða Samfylkingin missa einn fulltrúa. Ekki liggur fyrir samkvæmt tölunum hvort Sjálfstæðismenn myndu missa fimmta manninn eða Samfylkingin sinn þriðja. Þar stendur á jöfnu. Sex flokkar næðu inn fulltrúum Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin í Hafnar- firði halda fylgi sínu að mestu, samkvæmt skoð- anakönnun sem Frétta- blaðið og frettabladid. is hafa gert. Annar flokk- anna gæti misst fulltrúa. Hitt er skýrara að miðað við þessar niðurstöður fengju Miðflokkurinn, Framsókn og óháðir, Píratar og VG einn mann kjörinn hver listi, en hvorki Viðreisn né Bæjarlistinn næðu inn fulltrúa. Bæjarstjórnin í Hafnarfirði yrði þá skipuð fólki úr sex flokkum en ekki fjórum eins og núna. Hringt var í 1.089 manns með lög­ heimili í Hafnarfirði þar til náðist í 803 hinn 14.  maí. Svarhlutfallið var 73,7 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Alls tóku 50,6 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Þá sögðust 13,1 prósent ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu, 21,3 prósent sögðust óákveðin og 14,9 prósent vildu ekki svara spurningunni. – jhh / sjá síðu 6 Halldór Ættingjar hins 23 ára Yazen Traboulsi syrgja hann í líkhúsi al-Shifa sjúkrahússins í Gasaborg. Minnst 52 palestínskir mótmælendur týndu lífi í mótmælum við landamæri Ísraels í gær eftir að ísraelskir hermenn skutu á þá. Ríflega tvö þúsund særðust. Gærdagurinn var sá blóðugasti á svæðinu frá því í Gasastríðinu árið 2014. Sjá síðu 4 NORDIC PHOTOS/GETTY 1 5 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :2 3 F B 0 4 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F C 4 -8 B 7 0 1 F C 4 -8 A 3 4 1 F C 4 -8 8 F 8 1 F C 4 -8 7 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 0 s _ 1 4 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.