Fréttablaðið - 15.05.2018, Síða 4

Fréttablaðið - 15.05.2018, Síða 4
Gerir sláttinn auðveldari Garðsláttuvélar sem slá á þínum gönguhraða Það er leikur einn að slá með nýju garðsláttuvélunum frá CubCadet. Þær eru með MySpeed hraðastilli sem aðlagar keyrsluhraða vélanna að þínum gönguhraða. ÞÓR FH Akureyri: Baldursnes 8 603 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is DýrahalD Matvælastofnun hefur tekið hvolp úr vörslu eiganda á höfuðborgarsvæðinu. Ástæða vörslusviptingar er ofbeldi sem umráðamaður beitti hvolpinn og sinnuleysi. Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að vörslusviptingin hafi átt sér stað eftir að ábendingar bárust um illa meðferð á hvolpinum. Eftir skoðun á málsatvikum var það mat stofnunarinnar að málið þyldi ekki bið og var því gripið strax til vörslu- sviptingar. Í lögum um velferð dýra segir að skylt sé að fara vel með dýr og ber umráðamaður ábyrgð á að annast sé um þau í samræmi við lögin. – jhh Tóku hvolp af eigandanum BretlanD Jim Ratcliffe, meirihluta- eigandi í Grímsstöðum á Fjöllum og eigandi jarða í Vopnafirði, er ríkasti maður Bretlands samkvæmt nýbirtum lista Sunday Times. Eignir Ratcliffes eru metnar á rúmlega 21 milljarð punda, jafnvirði tæplega 3.000 milljarða króna. Ratcliffe, sem er aðaleigandi og forstjóri efnafyrirtækisins Ineos, stekkur hátt á listanum á milli ára, en í fyrra námu eignir hans 15 millj- örðum punda og þá var hann í 18. sæti listans. Árið 2016 keypti Ratcliffe meiri- hluta jarðarinnar Grímsstaða á Fjöllum en hann átti fyrir þrjár jarðir í Vopnafirði þar sem miklar laxveiðiár er að finna. Ratcliffe er mikill áhugamaður um verndun laxastofna. – dfb Eigandi Grímsstaða er ríkasti Bretinn Jim Ratcliffe NoRdicPhotos/AFP VísinDi Töluverð umræða fór af stað fyrir nokkrum árum um hvort rétt væri frá siðferðilegu og læknisfræði- legu sjónarhorni að gera fólki viðvart á grundvelli upplýsinga í íslenskum vísindagagnagrunnum um hvort það ber BRCA-stökkbreytingu eða hvort virða bæri rétt fólks til að vita ekki af verulega skertum lífslíkum sínum. Starfshópur heilbrigðisráðherra, sem skilaði fjórtán síðna skýrslu í gær, kemst að þeirri niðurstöðu að upplýst samþykki fólks þurfi til að veita megi því þessar upplýsingar. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem sæti átti í starfs- hópnum en sagði sig úr honum síðastliðið haust, hefur ávallt verið á öndverðum meiði og talið mikilvægt að nálgast það fólk sem ber stökk- breytinguna og gera því viðvart. „Það er mjög skrítin túlkun á lögum að halda því fram að rétturinn til frið- helgi um einkalíf sé svo sterkur réttur að hann taki af okkur leyfið til að bjarga lífi fólks þegar þannig stendur á,“ segir Kári og bætir við: „Kona sem erfir þessa stökkbreyt- ingu er með 86 prósent líkur á því að fá banvænt krabbamein, 72 prósent líkur eru á að það sé brjóstakrabba- mein. Lífslíkur hennar styttast um tólf ár og hún er þrisvar sinnum lík- legri til að deyja fyrir sjötugt en kona sem ekki er með stökkbreyting- una. Þannig að það steðjar gífurleg hætta að konunni sem er með þessa stökkbreytingu og okkur er sagt að stjórnarskrárákvæði og lagaákvæði sem byggja á því að vernda friðhelgi um líf fólks banni okkur að bjarga lífi þessa fólks og okkur er bókstaflega sagt að það megi ekki nálgast þetta fólk og segja því að það sé í lífshættu,“ segir Kári sem telur þetta fara í bága við allar hefðir í samfélagi sem flytur fólk nauðungarflutningi úr húsum þar sem er skilgreind snjóflóðahætta án þess að afla fyrst samþykkis þess og sendir hundruð manna á fjöll að leita þeirra sem þar týnast. Í niðurstöðu starfshópsins er lagt til að sett verði upp vefsíða, sambæri- leg þeirri sem Íslensk erfðagreining opnar í dag. Nefndin telur hins vegar ákjósanlegt að hið opinbera, til dæmis Embætti landlæknis, hafi yfirumsjón með ferlinu. „Landlæknir hefur engin yfirráð yfir því sem við gerum og hefur engan rétt á því og mun aldrei sjá um slíkt, það bara kemur ekki til greina,“ segir Kári, sem hefur orðið fyrri til með opnun vefsíðunnar arfgerd.is þar sem fólk getur óskað eftir upplýsingum um hvort það beri BRCA-stökkbreytingar. „Ég átti sjálfur hugmyndina að svona vefsíðu á meðan verið væri að koma vitinu fyrir stjórnvöld,“ segir Kári. Á hinni nýju vefsíðu Íslenskrar erfðagreiningar getur fólk skráð sig inn með rafrænum skilríkjum og óskað eftir því að fá upplýsingar um hvort það ber stökkbreytinguna, eftir að hafa veitt samþykki sitt með raf- rænni undirritun. Að lágmarki tvær vikur tekur að fá niðurstöðu. Þeim sem tilkynnt er að þeir séu með stökk- breytinguna er í kjölfarið beint í ráð- gjöf hjá Erfðaráðgjöf Landspítalans. adalheidur@frettabladid.is Íslensk erfðagreining fyrri til með vef um stökkbreytt gen Íslensk erfðagreining opnar í dag vefsíðu, arfgerd.is, þar sem fólk getur óskað eftir upplýsingum um hvort það beri BRCA-stökkbreytingar sem auka verulega líkur á banvænu krabbameini. Nefnd á vegum ráðherra telur æskilegt að opinberir aðilar reki slíka síðu. Forstjóri ÍE segir landlækni ekki ráða hvað fyrirtækið geri. Það er mjög skrítin túlkun á lögum að halda því fram að rétturinn til friðhelgi um einkalíf sé svo sterkur réttur að hann taki af okkur leyfið til að bjarga lífi fólks. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar Palestína Minnst 52 Palestínumenn létust og ríflega 2.400 eru særðir eftir að Ísraelar skutu á mótmæl- endur á norðurhluta Gasasvæðisins. Dagurinn í gær var sá blóðugasti frá Gasastríðinu árið 2014. Mótmæli hafa verið tíð á svæðinu undanfarnar vikur en mótmælend- um fjölgaði mjög í gær vegna þess að þá opnuðu Bandaríkin sendiráð sitt í Jerúsalem. Höfuðborg Ísraels er Tel Avív vegna deilna um skiptingu borgarinnar helgu. Flutningur sendi- ráðsins átti sér stað sléttum sjötíu árum eftir stofnun Ísrael. Í yfirlýsingu frá Ísraelsher segir að um 40 þúsund Palestínumenn hafi tekið þátt í ofbeldisfullu uppþoti við öryggisgirðinguna sem skilur Gasa- ströndina frá Ísrael. Mótmælend- urnir kveiktu í dekkjum og köstuðu steinum og litlum sprengjum. Því var svarað með skotum úr rifflum. Talið er að enn fleiri muni mót- mæla á morgun en 15. maí er þekktur í sögu Palestínu sem „Katastrófan“. Þann dag árið 1948 neyddust hundr- uð þúsunda Palestínumanna til að yfirgefa heimili sín þar sem þau voru nú innan landamæra Ísraels. – jóe Blóðugasti dagurinn á Gasa frá stríðinu árið 2014 sjúkraliðar sjást bera særðan mann af vettvangi. FRÉttABLAÐiÐ/EPA Konur hafa um árabil verið hvattar til að þreifa á brjóstum sínum í leit að krabbameini. Einkenni geta verið hnútur eða fyrirferð í brjósti, oft harður eða þéttur og sjaldan aumur. Á vef Krabbameinsfélagsins segir að flestir hnútar í konum á frjósemisaldri séu góðkynja en þeir afmarkast þá oft vel og eru hreyfanlegir undir fingrum. NoRdicPhotos/GEtty 1 5 . m a í 2 0 1 8 Þ r i Ð J U D a G U r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a Ð i Ð 1 5 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :2 3 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F C 4 -A 4 2 0 1 F C 4 -A 2 E 4 1 F C 4 -A 1 A 8 1 F C 4 -A 0 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 1 4 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.