Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2014, Page 7

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2014, Page 7
7 Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitar- félaga. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lagt þunga áherslu á að frumvarpið væri lagt fram en efni þess er í anda virkrar velferðar- stefnu og snýr það að atvinnuleitendum sem hafa fullnýtt eða munu að óbreyttu fullnýta rétt sinn til atvinnuleysisbóta á komandi misserum. Meginmarkmið frumvarpsins er að virkja atvinnuleitendur til þátttöku að nýju á vinnumarkaði og koma í veg fyrir að langvar- andi atvinnuleysi leiði af sér óvinnufærni og aðra neikvæða félags- og heilsufarsþætti. Málið hefur verið til umfjöllunar á sveitar- stjórnarstiginu um nokkurra missera skeið auk þess sem sveitarfélög, þar á meðal Hafnarfjarðarbær, hafa ráðist í sérstök verk- efni. Í þessari umræðu hefur náðst breið samstaða um aðgerðir fyrir þá fjölmörgu atvinnuleitendur sem leita til sveitarfélaga þegar bótatímabil atvinnuleysistrygginga rennur út, en eins og kunnugt er hefur það tímabil verið að styttast. Fjárhagsaðstoð bundin skilyrðum um virka atvinnuleit Tillögum í frumvarpinu er ætlað að taka af öll tvímæli um inntak heimilda til að binda fjár- hagsaðstoð skilyrðum um virka atvinnuleit en nokkur óvissa hefur verið uppi um það efni, einkum þar sem núgildandi lagaákvæði eru komin til ára sinna. Þá mun frumvarpið skapa lagagrundvöll undir samstarf milli Vinnumálastofnunar og félagsþjónusta sveitarfélaganna um mat á vinnufærni og þjónustu við atvinnuleitendur sem njóta fjárhagsaðstoðar hjá sveitarfélög- um. Að mati sambandsins mun frumvarpið, verði það samþykkt, leiða til bættrar þjón- ustu og stuðla að því að einstaklingar fái í reynd þann stuðning sem þeir þurfa. OneSystems® sími: +354 660 8551 | fax: +354 588 1057 www.onesystems.is | one@onesystems.is OneSystems bjóða heildarlausn í skjalamálum sveitarfélaga og þjónustu við íbúa VELJU M ÍSLENST - VELJU M ÍS LE N SK T -V EL JUM ÍSLENSKT - Þróunarstefna OneSystems styður MoReq2, kröfur evrópulanda um gagnsæi, rekjaleika og öryggi. Hagkvæmar lausnir með áherslu á rekjanleika, auðveldan aðgang og gagnsæi. OneSystems hefur hannað og rekur yfir 40 gagnvirkar þjónustugáttir af ýmsum toga, víðsvegar um landið hjá sveitarfélögum og fyrirtækjum. Þar á meðal eru: Íbúagáttir, starfsmannagáttir, nefndarmanna- og gagnagáttir. Auktu aðgengi gagna og gagnsæi ákvarðanatöku með öruggu og rekjanlegum hætti. Stórauktu þjónustu án þess að auka yfirbyggingu og sparaðu með skilvirkari stjórnun mála. Gagnvirkar þjónustugáttir Upplýsingagátt Portal Information Vefgátt fyrir íbúa Citizen Nefndarmannagátt Committee Starfsmannagátt Employee Self-Service Portal Project Verkefnavefur Atvinnutorgi var komið á fót til þess að auðvelda vinnufæru fólki á aldrinum 16 til 25 ára, sem þáði fjárhagsað- stoð sér til framfærslu frá Reykjavíkurborg en átti minna en 12 mánuði eftir af bótarétti sínum og ungu fólk sem var atvinnulaust án bóta eða fjárhagslegrar aðstoðar, að komast í vinnu. Myndin er af starfsaðstöðu torgsins. Frumvarp um virka velferðarstefnu

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.