Fréttablaðið - 23.05.2018, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 23.05.2018, Blaðsíða 18
silkiprent.is Sími 5442025 silkiprent@silkiprent.is SETTU MERKIÐ HÁTT OG VERTU SJÁANLEGUR FYRSTIR OG FREMSTIR Í FÁNUM Í 46 ÁR Veljum íslenska framleiðslu Afgreiðum fána samdægurs Verði vanhöld á því að Fjármálaeftir- litið sinni eftirliti sínu með eiginfjár- stöðu Valitors gætu fyrirtækin Data- cell og Sunshine Press Productions, sem hafa krafið kortafyrirtækið um milljarða króna í skaðabætur vegna ólögmætrar riftunar Val- itors á greiðslugáttarsamningi fyrir Wikileaks, beint skaðabótakröfu að íslenska ríkinu. Í bréfi sem Sveinn Andri Sveins- son, lögmaður fyrirtækjanna tveggja, skrifaði Fjármálaeftirlitinu í gær og Markaðurinn hefur undir höndum eru leiddar að því líkur að aðgerða- leysi eftirlitsins í þessum efnum geti leitt til bótaábyrgðar ríkissjóðs. Er þess farið á leit að eftirlitið beiti úrræðum sínum til þess að knýja á um bætta eiginfjárstöðu Val- itors. Viðvörunarljós blikki þegar litið sé til stöðu kortafyrirtækisins. Afkomutölur fyrir síðasta ár og fyrstu þrjá mánuði ársins gefi til kynna að afkoma þessa árs verði að öllum lík- indum „gríðarlega slæm“. Tap Valitors hf., dótturfélags Val- itors Holding sem er alfarið í eigu Arion banka, nam ríflega 422 millj- ónum króna fyrir skatta á fyrsta fjórðungi ársins en til samanburðar tapaði félagið um 66 milljónum á sama tímabili í fyrra. Sem kunnugt er hafa Datacell og Sunshine Press Productions höfðað skaðabótamál á hendur kortafyrir- tækinu vegna þeirrar ákvörðunar fyrirtækisins að loka greiðslugáttinni einhliða og án fyrirvara árið 2011. Fyrirtækin tvö önnuðust rekstur gáttarinnar fyrir Wikileaks. Hæsti- réttur komst að þeirri niðurstöðu á árinu 2013 að Valitor hefði brostið heimild til þess að loka umræddri gátt. Deila fyrirtækjanna og Valitors hefur einkum snúist um þær for- sendur sem leggja eigi til grundvallar við mat á fjártjóni og þar með fjár- hæð skaðabóta. Sýslumaðurinn á höfuðborgar- svæðinu hafnaði í síðasta mánuði kröfu fyrirtækjanna um að kyrrsettar yrðu eignir Valitors fyrir ríflega 6,4 milljarða króna á þeirri forsendu að staða kortafyrirtækisins hefði ekki versnað og að lækkun eigin fjár þess væri til þess að gera lítil. Ákvörðun sýslumannsins hefur verið kærð til héraðsdóms. Í bréfi lögmannsins, sem var einn- ig sent til Arion banka, fjármála- og efnahagsráðuneytisins, ríkislög- manns og Kauphallarinnar, er sagt mikilvægt að Fjármálaeftirlitið skoði með nákvæmum hætti – með hlið- sjón af núverandi stöðu Valitors – hvað áætla megi að afkoma félagsins verði í lok þessa árs og auk þess hver geta félagsins sé til þess að greiða Datacell og Sunshine Press skaða- bætur, komi til þess. Útlánin lækkuðu Bent er á að samkvæmt árs- reikningi kortafyrirtækisins fyrir síðasta ár hafi útlánaáhætta fyrir- tækisins verið minni þá en árið 2016 þar sem útlán hafi lækkað á milli ára úr 3,7 milljörðum króna í 2,7 milljarða. Það skýri hvers vegna eiginfjárhlutfall Valitors hafi ekki lækkað á milli ára þrátt fyrir lægri eiginfjárstofn vegna eignafærsla á kostnaði og umtalsverðan tap- rekstur á árinu, en afkoma félags- ins var neikvæð um 446 milljónir á síðasta ári. Í bréfinu er minni útlánaáhætta á milli ára ekki sögð jákvæð þar sem greinilega sé um að ræða lækkun á VISA-raðgreiðslum sem séu arðbær lán og góð viðskipti. „Hér virðist Valitor hafa misst stóra markaðs- hlutdeild í neyslulánum til ein- hverra annarra,“ segir í bréfinu. Í bréfinu er auk þess vakin athygli Fjármálaeftirlitsins á því að á sama tíma og bókfærð eigin- fjárstaða Valitors hafi lækkað hafi hlutfall óefnislegra eigna sem hluti af eigin fé hækkað. Þannig hafi óefnislegar eignir numið um 168 milljónum árið 2012 en séu nú um 1.548 milljónir eða 21 prósent af heildareiginfé. Telur lögmaðurinn Valitor hafa gengið allt of langt í að eignfæra óefnislegar eignir. Í því samhengi minnir hann á að stór hluti þess þróunarkostnaður sem hefur verið eignfærður sé vegna viðskipta félagsins við hið bandaríska Stripe. Viðskiptum félagsins verði hins vegar hætt á þessu ári – en saman unnu félögin að því að innleiða greiðsluleiðina ApplePay í Bret- landi – og þar með verði ekki hægt að tengja þann þróunarkostnað við framtíðarávinning, eins og áskilið er í alþjóðlegum reikningsstöðlum. „Það er því ljóst að sú skylda hvílir á Valitor að færa aftur til gjalda stóran hluta þess þróunar- kostnaðar sem áður hefur verið eignfærður. Mun með þessari óhjá- kvæmilegu leiðréttingu verða um stórfellda lækkun eigin fjár að ræða og verri afkomu að sama skapi,“ segir í bréfinu. Blikur á lofti hjá móðurfélaginu Í bréfinu er bent á að staða móður- félagsins, Valitors Holding, sé vissu- lega sterkari en dótturfélagsins. Miklar blikur séu hins vegar á lofti í rekstri þess félags. Þannig er tekið fram að dótturfélagið AltaPay í Dan- mörku hafi tapað 77 milljónum króna árið 2016, eigið fé annars dótturfélags, Markadis, hafi verið neikvætt um hálfan milljarð í lok árs 2016 og þá hafi dótturfélagið Valitor Payment Services tapað níu milljónum 2016. Er það mat lögmannsins að mörg viðvörunarljós fari að blikka þegar litið sé til stöðu Valitors. Ljóst sé að kortafyrirtækið muni ekki á eigin spýtur geta greitt skaðabótakröfu Datacell og Sunshine Production án nýs utanaðkomandi fjármagns. „Það yrði ógjaldfært,“ segir í bréfi lögmannsins. Gætu krafið ríkið um skaðabætur Fyrirtækin Datacell og Sunshine Press Productions gætu krafið íslenska ríkið um skaðabætur verði vanhöld á eftirliti Fjármálaeftir- litsins með fjárhagsstöðu Valitors. Lögmaður fyrirtækjanna krefst þess að eftirlitið knýi á um bætta eiginfjárstöðu kortafyrirtækisins. Fyrirtækin Datacell og Sunshine Press Productions hafa höfðað skaðabótamál á hendur Valitor vegna ólögmætrar riftunar kortafyrirtækisins á greiðslugáttar- samningi fyrir Wikileaks. Deilt er um þær forsendur sem leggja á til grundvallar við mat á fjártjóni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Kristinn Ingi Jónsson kristinningi@frettabladid.is 422 milljóna króna tap varð á rekstri Valitors hf. fyrir skatta á fyrsta ársfjórðungi. Ætla má að árlegar tekjur sveitar- félaga af fasteignaskatti hafi aukist um 6,1 milljarð króna á milli áranna 2013 og 2017. Aukninguna má nær alfarið rekja til hækkunar fasteigna- verðs um land allt. Frá árinu 2014 hefur álagður fasteignaskattur hækkað um 17 prósent á hvern íbúa á föstu verðlagi. Þetta kemur fram í skoðun Viðskiptaráðs um sveitar- félög. Ísland var með hæstu fasteigna- gjöldin á Norðurlöndum í hlutfalli við landsframleiðslu árið 2016 eða 1,5 prósent af landsframleiðslu. Til samanburðar var hlutfallið 1,4 prósent í Danmörku, 0,8 prósent í Svíþjóð og Finnlandi og 0,4 pró- sent í Noregi, að því er fram kemur í skoðuninni. „Einnig var vægi þeirra af heildarskattheimtu meira en gerist á öðrum Norðurlöndum. Að þessu leyti stendur Ísland því verr að vígi í alþjóðlegri samkeppni um fólk og fyrirtæki heldur en hin Norðurlöndin,“ segir í skoðun Við- skiptaráðs. Viðskiptaráð segir að sterk rök hnígi að því að skilvirkara væri að afnema fasteignaskatta og láta gjald- töku af lóðum koma í stað þeirra. Skattlagning lóða sé hagkvæmari leið til gjaldtöku og geti stuðlað að betri nýtingu landsvæðis en skatt- lagning bygginga og mannvirkja. „Þannig ýtir skattur á lóðir í stað bygginga undir þéttingu byggðar með því að gera útþenslu kostn- aðarsamari en áður.“ Tekjur sveitarfélaga voru um 13 prósent af vergri landsframleiðslu í fyrra sem er hærra hlutfall en samanlagt framlag sjávarútvegs, stóriðju og veitna til landsfram- leiðslu. Tekjurnar samsvara 28 milljörðum króna á mánuði, sam- kvæmt skoðuninni. „Lækkun skatta og gjalda á íbúa er lítið uppi á pallborðinu þrátt fyrir að innheimta sveitarfélaganna hafi aldrei verið meiri,“ segir Viðskiptaráð. – hvj Fasteignaskattar jukust um 6,1 milljarð Ísland var með hæstu fasteignagjöldin á Norðurlöndum árið 2016. Ísland stendur því verr að vígi í alþjóðlegri sam- keppni um fólk og fyrirtæki en hin Norðurlöndin. 2 3 . M A Í 2 0 1 8 M I Ð V I K U D A G U R4 MARKAÐURINN 2 3 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :4 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F D E -7 8 A C 1 F D E -7 7 7 0 1 F D E -7 6 3 4 1 F D E -7 4 F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 2 2 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.