Fréttablaðið - 23.05.2018, Blaðsíða 25
Framhald á síðu 2 ➛
M I ÐV I KU DAG U R 2 3 . M A Í 2 0 1 8 Kynningar: Smáralind – Smáratívolí
óp v gur
Hekla Kollmar og Dagur Bjarnason hafa búið í Kópavogi frá blautu barnsbeini. Á myndina vantar Elvar Bjarnason. MYND/SIGTRYGGUR ARI
Frá Kópavogi til Kína
Hekla Martinsdóttir Kollmar, Elvar Bjarnason og Dagur Bjarnason eru Kópavogsbúar á sautjánda
ári sem eru á leið til Kína með þjóðlagasveitinni Þulu sem varð til í Tónlistarskóla Kópavogs.
Dagur og Elvar eru tvíburar og fæddir og uppaldir í Hvann-hólmanum. Þeir eru mjög
sammála um að það hafi verið
gaman að alast upp í Kópavogi. „Í
Hólmunum er stutt bæði í Elliðaár-
dalinn og svo niður í Fossvogsdal
þar sem var æðislegt að leika sér,“
segir Elvar og Dagur samsinnir því.
Hekla býr á Kársnesinu og man eftir
því þegar hún flutti þangað þriggja
ára gömul. „Ég man eftir því að
mér leist mjög vel á allt,“ segir hún.
„Kársnesið er mjög skemmtilegur
staður fyrir krakka, stutt í náttúru
og rétt við fjöruna og sjóinn.“ Hekla
býr í einu grónasta hverfi Kópavogs
ásamt foreldrum sínum og þremur
systkinum þar sem er stór garður
sem fjölskyldan nýtir vel. „Við erum
með þrjár hænur í garðinum,“ segir
hún en bætir við að hún skipti
sér ekkert mikið af þeim heldur
séu þær alfarið á ábyrgð pabba
hennar. „Það er enginn hani, það
voru hanar í upphaflega unga-
hópnum sem við fengum en þegar
þeir byrjuðu að gala sendum við þá
aftur í sveitina og fengum hænur í
staðinn.“
Fjölbreytt tómstundastarf í
boði
Öll hafa þau reynt sig við fjölbreytt
tómstundastarf í bænum. „Ég
prófaði mjög margt á sínum tíma,“
segir Hekla sem æfði um tíma bæði
sund og frjálsar með Breiðabliki.
„Ég prófaði líka sundið og var í skát-
unum en er hættur í hvoru tveggja,“
segir Elvar. Dagur segist hafa æft
körfubolta. „Og svo er ég í skátafé-
laginu Kópum,“ segir hann. „Skáta-
starfið er mjög virkt í Kópavogi og
mjög gaman að taka þátt í því.“
Dagur og Elvar eru eineggja
tvíburar og þaulvanir að vera
ruglað saman og að talað sé við þá
í fleirtölu. „Hárið á okkur er aðeins
öðruvísi núna svo við getum ekki
verið að rugla í fólki lengur,“ segir
Elvar hlæjandi. „Við ákváðum að
fara hvor í sinn framhaldsskólann,
meðal annars til að vera ekki lengur
alltaf tvíburarnir,“ segir Dagur og
bætir við að þeir segi ekki nýjum
skólafélögum endilega frá því að
þeir eigi nauðalíkan tvíburabróður.
KYNNINGARBLAÐ
2
3
-0
5
-2
0
1
8
0
4
:4
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
F
D
E
-8
C
6
C
1
F
D
E
-8
B
3
0
1
F
D
E
-8
9
F
4
1
F
D
E
-8
8
B
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
5
6
s
_
2
2
_
5
_
2
0
1
8
C
M
Y
K