Fréttablaðið - 23.05.2018, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 23.05.2018, Blaðsíða 37
Suðurhrauni 1 | 210 Garðabæ | Sími: 59 50 300 | www.isafold.is Ingibjörg „Bagga“ Jóhannsdóttir, bókbindari og göngugarpur Ísafold er ein stærsta prentsmiðja landsins og þjónustar daglega stóran hóp viðskiptavina. Verkefni okkar eru jafn fjölbreytt og viðskiptavinir okkar eru margir. Allt frá einföldum nafnspjöldum til bæklinga sem dreift er í öll heimili landsins. Bækur, tímarit, bæklingar og umbúðir. Við komum hugmyndum þínum í framkvæmd. Hafðu samband og við klárum þetta saman. Ísafoldarprentsmiðja er umhverfisvottuð prentsmiðja af Svaninum, norræna umhverfismerkinu. Við erum aðilar að Rammasamningi Ríkiskaupa og Rammasamningi Reykjavíkurborgar. Við framleiðum dagblöð, bækur, tímarit, bæklinga, umbúðir, veggspjöld, bréfsefni, umslög, nafnspjöld, fjölpóst og margt fleira. Það eru raunar ekki bankarnir sem greiða skattinn í reynd, heldur þeir sem taka lán hjá bönkunum, bæði fólk og fyrirtæki. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands Engin þjóð gerir sér að leik að veikja eigið fjármálakerfi Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskipta- nefndar, segir nauðsynlegt að afnema bankaskattinn til þess að búa til eðlilegt samkeppnisumhverfi á fjármálamarkaði. Skatturinn hafi alltaf átt að vera tímabundinn til þess að fjármagna skuldaleið- réttinguna. „Skatturinn skerðir sam keppni íslensku bankanna jafnt í samkeppni við innlenda aðila sem ekki þurfa að standa undir svipuðum skatt- greiðslum en einnig gagnvart erlendum bönkum sem eru umsvifamiklir í útlánum til stærstu fyrirtækjanna hér á landi. Almenn- ingur og fyrirtæki þurfa að standa undir þessum skatti með einum eða öðrum hætti því bankarnir geta ekki boðið jafn hagstæð kjör og þeir annars gætu. Útlánavextir eru hærri en ella og það dregur úr samkeppni á íbúðalánamarkaði,“ nefnir Óli Björn. Hann segir að á undanförnum árum hafi öllu regluverki fjármálamarkaðarins verið gjörbreytt. „Það hefur verið keppikefli að öll íslensk fjármálafyrirtæki starfi eftir sömu ströngu reglum og fjármálafyrirtæki í Evrópu og lúti sama eftirliti. Þetta hefur verið talið mikilvægt. En við getum ekki um leið dregið úr samkeppnishæfni íslensku bankanna með sérstakri skatt- lagningu sem hvergi þekkist. Það eitt mun til lengri tíma veikja stöðu bankanna og grafa undan möguleikum þeirra til að bjóða hér þá þjónustu sem almenningur og fyrirtæki þurfa á að halda. Engin þjóð gerir sér að leik að veikja eigið fjármálakerfi. Þvert á móti er það keppikefli þeirra þjóða þar sem velmegun er mest að virkja samkeppni á fjármálamarkaði og stuðla að fjárhagslegu heilbrigði hans.“ Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis skattsins og hárra eiginfjárkrafna – boðið öflugustu útflutningsfyrir- tækjum landsins sambærileg kjör við það sem þau geta fengið hjá erlendum bönkum. Útlán innlendra banka og spari- sjóða til fyrirtækja námu um 1.150 milljónum króna um síðustu ára- mót en lán erlendra banka til fyrir- tækja voru á sama tíma um 550 milljónir. Er hlutur þeirra síðar- nefndu því um þriðjungur af heild- arlánum til hérlendra fyrirtækja. Ólíklegt að kjörin batni Þrátt fyrir að því hafi verið haldið fram að bankaskatturinn sé til þess fallinn að hækka útlánavexti verður þó að teljast ólíklegt, að mati sumra viðmælenda Markaðarins, að vaxtakjör bankanna batni ef banka- skatturinn verður lækkaður eða afnuminn. Ástæðan er einkum sögð sú að bankarnir hafa forðast að velta kostnaðinum út í verðlagið. „Þeir sem hafa borgað banka- skattinn eru því fyrst og fremst hlut- hafar,“ segir einn viðmælandi. Jón Guðni Ómarsson, fjármála- stjóri Íslandsbanka, segir að þegar bankaskatturinn hafi verið hækk- aður á sínum tíma til þess að fjár- magna skuldaleiðréttinguna hafi skatturinn verið sagður tímabundin aðgerð. „Við veltum þess vegna kostnaðinum ekki yfir í verðlagið því við töldum að skatturinn væri á útleið. En ef við förum ekki að sjá til lands með það þurfum við á ein- hverjum tímapunkti að reyna að koma kostnaðinum inn í verðlagn- inguna.“ Ekki sé þó sjálfgefið að það sé hægt enda ríki mikil samkeppni á markaðinum, til dæmis við lífeyris- sjóði og erlenda banka. Jón Guðni bendir á að arðsemi eigin fjár bankans af reglulegri starf- semi, leiðrétt fyrir bankaskatti, hafi verið 8,2 prósent á fyrsta ársfjórð- ungi. Arðsemin væri um þremur prósentustigum lægri ef tekið væri tillit til skattsins. „Við höfum sett okkur markmið um að arðsemi grunnrekstrar bank- ans sé á bilinu 8 til 10 prósent sem er reyndar í lægri kantinum miðað við norræna banka sem vilja flestir hafa hlutfallið á bilinu 10 til 12 prósent. Ef bankaskatturinn verður áfram við lýði til lengri tíma verður hins vegar erfitt fyrir okkur að ná fram viðunandi arðsemi á eigið fé með sama hætti og bankar í nágranna- ríkjum okkar,“ segir hann. Skattar á fjármálafyrirtæki hér á landi séu umtalsvert hærri en þekk- ist annars staðar. Í því sambandi bendir hann á að skattheimtan hér hafi áhrif til fjögurra prósenta lækk- unar á arðsemi eigin fjár bankans á meðan áhrifin séu um eitt prósent í öllum helstu nágrannaríkjunum. Skattbyrðin sé því allt að því fjórföld miðað við þau ríki. Fram kom í greiningu Yngva Arnar Kristinssonar, hagfræðings SFF, frá því á síðasta ári að banka- skatturinn væri um tíu sinnum hærri hér á landi en almennt tíðkað- ist í þeim Evrópuríkjum sem leggja á slíkan skatt. Í ríkjunum væri hlut- fall bankaskatts að jafnaði um 0,02 til 0,03 prósent af landsframleiðslu en hér á landi væri hlutfallið 0,35 prósent. Ríkið rýrir eigin hlut Samkvæmt eigendastefnu fyrir fjár- málafyrirtæki í eigu ríkisins, sem samþykkt var síðasta sumar, stendur til, þegar hagfelld og æskileg skilyrði eru fyrir hendi, að selja allt hlutafé í Íslandsbanka en halda eftir 34 til 40 prósenta hlut í Landsbankanum. Fyrirséð er að endurheimtur ríkis- sjóðs verða umtalsvert minni en ella við fyrirhugaða sölu á bönkunum vegna sértæku skattanna sem þeir greiða enda hafa skattarnir þau áhrif að minnka verulega arðsemi af rekstri. Þó svo að ríkið hafi selt allan 13 prósenta hlut sinn í Arion banka í febrúar hefur það ríka hagsmuni af því að vel takist til við boðað hluta- fjárútboð bankans og að sem hæst verð fáist fyrir þann hlut sem Kaup- þing hyggst selja. Mikill meirihluti þeirrar fjárhæðar mun enda renna í skaut ríkisins vegna afkomuskipta- samningsins sem gerður var við kröfuhafa Kaupþings. Einn viðmælandi Markaðarins, sem þekkir vel til mála, segir að „eitt það vitlausasta“ sem stjórnvöld gætu gert væri að halda bankaskattinum óbreyttum fram að skráningu Arion banka en aflétta honum að skrán- ingu lokinni. Bréfin í bankanum myndu þá enda rjúka upp í verði. Jón Guðni bendir á að jafnan sé talið að sterkt samband sé á milli arðsemi eigin fjár og verðmæti banka. Bankaskatturinn lækki arð- semi Íslandsbanka um þrjú pró- sentustig sem þýði að verðmæti hlutafjár bankans sé um 40 millj- örðum króna minna en annars. Skattlagningin hafi því mikil áhrif á það verð sem ríkið, sem eigandi bankans, geti fengið fyrir hann. Stefán segir afar líklegt að banka- skatturinn, sem og aðrir sértækir skattar, hafi bein áhrif á virði bank- ans enda lækki hann arðsemi eigin fjár bankans og almennt séð ráðist verðlagning banka að miklu leyti af væntri arðsemi. „Við höfum sagt að sértæku skattarnir, það eru banka- skatturinn, sex prósenta viðbótar- tekjuskattur og fjársýsluskattur af launatekjum, lækki arðsemi eigin fjár bankans um ríflega eitt og hálft prósentustig.“ markaðurinn 7M I Ð V I K U D A G U R 2 3 . M A í 2 0 1 8 2 3 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :4 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F D E -8 C 6 C 1 F D E -8 B 3 0 1 F D E -8 9 F 4 1 F D E -8 8 B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 2 2 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.