Fréttablaðið - 23.05.2018, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 23.05.2018, Blaðsíða 24
Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is Blaðburður er frábær og allra besta vinnan fyrir unglinga. Maður er laus áður en dagur- inn hefst og það er gott að vakna snemma og mæta í skólann vel vakandi og ferskur eftir hressandi hreyfingu og útivist,“ segir Daníel Alex, sem hefur borið út Frétta- blaðið með móður sinni Zdenku í hálft þriðja ár. Þau mæðgin bera út í fjórar götur í Kópavogi og taka daginn snemma. „Við vöknum klukkan fjögur, hálf fimm á morgnana og erum búin um sexleytið, en tökum líka aukagötur ef með þarf. Fyrstu tvær vikurnar fannst mér erfitt að vakna svona snemma en ég vandist því fljótt að sofna um áttaleytið og vakna hálffimm. Svefn er að sjálfsögðu mikilvægur fyrir blað- burðarfólk en það á vel við mig að vakna snemma. Ég er bæði kvöld- svæfur og morgunhani og finnst gott að hafa daginn fyrir mér áður en ég mæti í skólann, auk þess sem morgunstund gefur gull í mund,“ segir Daníel sem gengur upp og niður brekkurnar í Álfatúni, Brekku túni og Daltúni, ásamt því að bera út Fréttablaðið í Bæjartún. „Til að byrja með var erfitt að labba upp brattar brekkurnar með 200 blöð en núna eru sömu brekkur orðnar léttar. Maður kemst fljótt í gott form við að bera út blöð, finnur þolið og þrekið aukast og fæturnir styrkjast mikið við að labba nokkra kílómetra á dag. Við mamma njótum þess að vera úti og hreyfa okkur og þegar maður fer í fjallgöngu með skól- anum eru það blaðburðarbörnin sem fara oft hraðast upp á meðan hinir þurfa að hvíla sig á leiðinni.“ Flugmannsdraumur rætist Daníel var á fjórtánda ári þegar hann byrjaði í blaðburðinum og er farinn að kannast við marga í hverf- inu eftir að hafa borið út Frétta- blaðið í hálft þriðja ár. „Við köstum kveðju á nokkra sem við mætum á hverjum morgni og köttur í Daltúni hefur fylgt okkur eftir í tvö ár. Hann er fyrir löngu farinn að þekkja hljóðið í bílnum og bíður okkar þolinmóður þegar við mætum, sem er mjög vinalegt. Eldsnemma einn morguninn virtist hann hafa lokast inni í stigagangi blokkar sem við berum út dag- blöð í, heldur ósáttur við að missa af blaðburðinum svo mamma þurfti að dingla bjöllu hjá einhverri manneskju til að hleypa kettinum út og sá varð glaður!“ segir Daníel og hlær að minningunni. Hann er nú í lokaprófum við Álfhólsskóla og stefnir á flugnám í Tækniskólanum í haust. „Mig hefur dreymt um að verða atvinnuflugmaður síðan ég var lítill strákur og ætla nú að láta drauminn rætast. Ég er þegar byrjaður í einkaflugmannsnámi og nota blað- burðarlaunin til að borga fyrir flug- tímana,“ segir Daníel sem vinnur einnig í Bónus með skólanum ásamt því að bera út Morgunblaðið í sömu götur. „Mér finnst gaman að vinna og safna skipulega fyrir flugnáminu, utanlandsferðum, skemmtunum og ég er auðvitað byrjaður að safna mér fyrir bíl. Við mamma förum á hverju sumri í heimsókn til ömmu og afa í Tékklandi en höfum líka farið tvö saman til Búlgaríu, Mar- okkó, Egyptalands og víðar. Okkur þykir gaman að skoða heiminn saman en gætum það ekki né keypt okkur alls kyns hluti ef við bærum ekki út Fréttablaðið.“ Daníel sér fyrir sér að halda blað- burðinum áfram eins lengi og hann getur. „Það er gaman að vinna sér inn fyrir launum en maður þarf að gæta þess að fara ekki daglega í Smára- lind eða Kringluna til að borða úti og kaupa sér óþarfa. Ég skammta mér tíu þúsund krónur á mánuði til skemmtana og þegar það er búið þá er það bara búið og ég bíð til næstu mánaðamóta. Það finnst mér ekkert mál því það er svo gaman að geta eytt í það sem mann langar til yfir sumartímann.“ Besta vinnan fyrir unglinga Daníel Alex Davíðsson var á fjórtánda ári þegar hann hóf að bera út Fréttablaðið. Fyrir launin kostar hann flugnám, safnar sér fyrir bíl, ferðast um heiminn og skemmtir sér. Daníel Alex segir blaðburðinn vera frábært starf en hann ber út Fréttablaðið með móður sinni, Zdenku. Fyrir launin geti þau leyft sér að ferðast og njóta lífsins sem væri erfiðara ella. MYND/SIGTRYGGUR ARI Ertu í lEit að draumastarfinu? Finndu þitt starf á atvinna.frettabladid.is NÝJAR VÖRUR Á ÍSLANDI Sjá sölustaði á birkiaska.is 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 3 . M A Í 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U R 2 3 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :4 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F D E -9 B 3 C 1 F D E -9 A 0 0 1 F D E -9 8 C 4 1 F D E -9 7 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 2 2 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.