Fréttablaðið - 23.05.2018, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 23.05.2018, Blaðsíða 45
Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Áróra Tryggvadóttir Þykkvabæ 7, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni mánudaginn 7. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Viljum við koma á framfæri innilegu þakklæti til starfsfólksins á öldrunardeild Sjúkrahúss Akraness og hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík fyrir yndislega umönnun og hlýju. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög. Elliði Norðdahl Ólafsson Auður Auðbergsdóttir Sigrún Guðlaug Ólafsdóttir Magnús Ólafsson Laufey Stefánsdóttir Sunna Ólafsdóttir Björn Ingi Rafnsson Kolbrún Ólafsdóttir Marinó Guðmundsson Ásgeir Norðdahl Ólafsson Kolbrún Karlsdóttir Sigurjón Ólafsson Matthildur Ernudóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Elskulegur mágur minn og föðurbróðir okkar, Sigurður Björgvin Björgvinsson Eyravegi 5, Selfossi, lést á Hrafnistu Hafnarfirði laugardaginn 19. maí. Friðsemd Eiríksdóttir Þórður Þórkelsson Sigurvin Þórkelsson Sveinbjörn Þórkelsson Eiríkur Þórkelsson Kristrún Þórkelsdóttir Helga Þórkelsdóttir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Grímur Benediktsson frá Kirkjubóli, Dalbraut 14, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli föstudaginn 18. maí. Útför hans fer fram frá Áskirkju föstudaginn 25. maí kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþökkuð en þeim sem vildu minnast hans er bent á hjúkrunarheimilið Skjól. Benedikt G. Grímsson Anna Inga Grímsdóttir Svanur Ingimundarson Gunnar Rúnar Grímsson Ragna Þóra Karlsdóttir Smári Gunnarsson Stephanie Thorpe Grímur Gunnarsson Þorbjörg Ásta Leifsdóttir Sara Benediktsdóttir Albert Valur Albertsson Lilja Karen Albertsdóttir Ástkær sambýliskona, stjúpmóðir, systir og mágkona, Helga Guðmundsdóttir Laugarnesvegi 67, Reykjavík, lést að heimili sínu 13. maí sl. eftir skammvinn en erfið veikindi. Útför hennar fer fram í Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 25. maí kl. 13.00. Ævar Rafn Kjartansson Friðrik Már Ævarsson Andrea Ösp Kristinsdóttir Elísabet Elma Guðrúnardóttir Björg Brjánsdóttir Lilja Guðmundsdóttir Guðmundur V. Hauksson Andrea Guðmundsdóttir Eysteinn Sigurðsson og aðrir aðstandendur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Soffía Kristín Þorkelsdóttir Hömrum, Mosfellsbæ, lést þann 20. maí að Hömrum í Mosfellsbæ. Útförin fer fram í Lágafellskirkju þann 25.05. kl. 13.00. Ólöf Högnadóttir Jón Þ. Ólafsson Þórkell G. Högnason Hafdís H. Ásgeirsdóttir Dorothea M. Högnadóttir Sigurður Sigurjónsson Björk Högnadóttir Jón R. Sigmundsson Högni U. Högnason Hrund Ævarr Sigurbjörnsd. Tryggvi Högnason Elísabet J. Jónsdóttir Heiðlindur Högnason Móðir okkar, amma og langamma, Ragnheiður Katrín Ólafsdóttir Skálanesi, Reykhólahreppi, lést þriðjudaginn 15. maí á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð, Reykhólum. Útför hennar fer fram frá Reykhólakirkju sunnudaginn 27. maí klukkan 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Parkinson samtökin. Ólafur Arnar Hallgrímsson Sigrún Halldóra Arngrímsdóttir Sveinn Berg Hallgrímsson Andrea Björnsdóttir Elías Már Hallgrímsson Arna Vala Róbertsdóttir Guðrún Þuríður Hallgrímsdóttir Oddur Hannes Magnússon Ingibjörg Jóna Hallgrímsdóttir Helgi Ingvarsson barnabörn og barnabarnabörn. Faðir minn, afi, bróðir og uppeldisbróðir, Eysteinn Jóhannesson frá Flóðatanga, Rudesövej 13, Holte, Kaupmannahöfn, lést í Kaupmannahöfn 8. maí, sl. Útför hans hefur farið fram. Christina Bøgh Blindbæk Thomas Emil, Ida Louise Guðrún Jóhannesdóttir Sveinn Jóhannesson Auður Fanney Jóhannesdóttir Marteinn Valdimarsson Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, Þormóður Sturluson bóndi Fljótshólum, lést á hjúkrunarheimilinu Fossheimum Selfossi 16. maí. Útförin verður gerð frá Gaulverjabæjarkirkju laugardaginn 2. júní kl. 14. Guðrún Jóhannesdóttir Sigríður Þormóðsdóttir Jóhannes Þormóðsson Pálmi Þormóðsson Sturla Þormóðsson og fjölskyldur. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, Oddný Magnúsdóttir Efstaleiti 67, Keflavík, sem lést fimmtudaginn 17. maí, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 25. maí kl. 13. Þórhallur Steinar Steinarsson Hildur Þóra Stefánsdóttir Sigurður Björgvinsson Hulda Rósa Stefánsdóttir Guðni Lárusson Gunnar Hafsteinn Stefánsson Guðrún Freyja Agnarsdóttir Magnús Margeir Stefánsson Karitas Heimisdóttir Halldóra Stefánsdóttir Magnús Ingi Oddsson barnabörn, barnabarnabarn og systkini. E ldgosið í Eyjafjallajökli lendir ekki í flokki stórgosa en það sem var óvenjulegt var að öskugosið stóð yfir í lengri tíma eða næstum sex vikur. Áhrifin af gosinu voru víðtæk og það var erfitt fyrir fólk sem bjó nærri jöklinum, bændur og aðra. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir þetta frægasta eldgos síðustu áratuga. „Eldgosið í Eyjafjallajökli olli fólki sem bjó í grennd við jökulinn, einkum undir Eyjafjöllum, í Mýrdalnum og víðar, miklum óþægindum og erfiðleikum. Þetta var ekki þægilegur tími og óvissa var um framhaldið á meðan á gosinu stóð og hversu miklar skemmdir yrðu í kjölfarið,“ segir Magnús. Eyjafjallajökull er sjötti stærsti jökull landsins. Undir jöklinum er eldkeila þar sem hefur gosið fjórum sinnum síðan land byggðist, eða árin 920, 1612, 1821 og svo 2010, og flokkast öll fremur lítil nema gosið 2010 sem var þeirra mest og telst í meðallagi. „Hvað varðar eldfjallafræði og áhrif á flugumferð og því um líkt, þá er þetta frægasta eldgos síðustu áratuga. Það var hægt að gera svo mikið og rannsaka mikið þar sem gosið stóð yfir svo lengi. Svo hafði það áhrif á ótrúlega marga og það muna flestir eftir þessum tíma. Þetta er eina eldgosið sem hefur haft bein áhrif sem um munar í Evrópu síðan í Skaftáreldunum.“ Farþegaflug lagðist niður að mestu í fimm heila sólarhringa og meira en 100.000 áætlunarferðum var aflýst. Erlendir fjölmiðlar fjölluðu mikið um eldgosið og var það heldur skoplegt að fylgjast með þeim reyna að bera fram nafn jökulsins, en það tók á sig ansi skrautlegar myndir. Viðmælendur í fjölmiðlum urðu ýmist öskuillir yfir því hversu mikið eldgosið raskaði ferðum þeirra á meðan öðrum fannst eldgosið og Ísland forvitnilegt. Óttast var að ferðamenn myndu ekki hætta sér til landsins vegna gossins sem hefði ekki komið sér vel. „Reyndin varð hins vegar þveröfug og það var upp úr því sem að ferðamannastraumurinn fór virkilega af stað. Áhrif af gosinu á Ísland eru mikil sem endaði með að vera stærri auglýsing fyrir landið en hægt væri að búa til og ferðamenn hófu að flykkjast til Íslands,“ segir Magnús. „Það er ekkert víst að þetta hefði orðið svona ef gosið hefði ekki orðið.“ gj@frettabladid.is Eldgosið í Eyfjallajökli hið frægasta síðustu áratuga Í dag eru átta ár liðin frá því að eldgosinu í Eyjafjallajökli lauk. Talið er að um sex prósent heimsbúa hafi orðið fyrir áhrifum eða óþægindum af einhverju tagi vegna gossins. Eld- gosið var sennilega meiri landkynning en nokkur auglýsingaherferð hefði skilað landinu. Gosið í Eyjafjallajökli hafði áhrif á um sex prósent heimsbyggðarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR t í m a m ó t ∙ F R É t t a B L a ð i ðT T T T 17m i ð V i K U D a G U R 2 3 . m a í 2 0 1 8 2 3 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :4 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F D E -7 D 9 C 1 F D E -7 C 6 0 1 F D E -7 B 2 4 1 F D E -7 9 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 5 6 s _ 2 2 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.