Muninn - 01.02.1910, Qupperneq 6

Muninn - 01.02.1910, Qupperneq 6
2 MttNINN þá vertu drykkjumaður, og þú munt skjótt verða öreigi og ekki eiga einn skilding í vasanum. YiljirSu að skyldulið þitt líði sult og kulda, þá vertu drykkjumaður; þá fær þú fljótast fyrir- farið öllum möguleikum til þess að ala önn fyr- ir því. Viljirðu verða leiksoppur í höndum var- rnenna, þá vertu drykkjumaður, því með því gerir þú þeim hægra fyrir. Yiljirðu láta ræna þig, þá vertu drykkjumað- ur; þá gefur þú hús þitt og vasa þína á vald þjófurn. Viljirðu sljófga skilningarvit þín, þá vertu drykkjumaður, og þú munt skjótt verða heimsk- ari en asni. Viljirðu fyrirfara sáluhjálp þinni, þá vertu drykkjumaður; því vanhirt sál er áreiðanlega útilokuð frá himnaríki. Viljurðu fremja sjálfsmorð, þá vertu diykkju- maður, því að það er ráðið til að steypa sér í örvæntingu. Sértu gæddur miklum líkamsstyrk og góðri heilsu, og sé þér ami að þeim himnesku gjöfum, þá vertu drykkjumaður; því jafnvoldugur fjand- maður sem brennivínið mun skjótt yfirvinna þær.

x

Muninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/1285

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.