Fréttablaðið - 28.05.2018, Page 10

Fréttablaðið - 28.05.2018, Page 10
NORÐUR-KÓREA Það er eindreginn vilji Kim Jong-un, leiðtoga Norður- Kóreu, að hitta Donald Trump Bandaríkjaforseta í Singapúr þann 12. júní næstkomandi líkt og upp- haflega stóð til. Þetta kemur fram í frétt BBC um óvæntan fund sem leiðtoginn átti með forseta Suður- Kóreu, Moon Jea-in, á laugardag. Þeir voru sammála um mikilvægi fundar leiðtogans við Donald Trump. Haft er eftir Moon Jea-in að á fundinum hafi Kim Jong-un sagst vera algjörlega staðráðinn í því að fylgja algjörri útrýmingu kjarna- vopna á Kóreuskaganum. Hann sé hins vegar óviss um hvort hann geti treyst á að Bandaríkin hætti óvin- veittum samskiptum við Norður- Kóreu. Svo virðist sem undirbúningur af hálfu Bandaríkjanna sé einnig í fullum gangi. Sendinefnd frá Banda- rískum yfirvöldum flaug til Norður-Kóreu í gær til að undirbúa fundinn, að því er fram kemur í frétt á vef CNN. S í ð a s t l i ð i n n fimmtudag sendi Donald Trump bréf til Kim Jong-un þess efnis að hann þyrfti að aflýsa fundi þeirra. Í bréfinu sem Trump birti á Twitter sagði hann ákvörðunina hafa verið tekna vegna „þeirrar miklu reiði sem mætti greina í nýjustu yfirlýsingu“ ein- ræðisríkisins. Það var svo ekki nema degi síðar að Trump sagði í tísti að bandarísk yfirvöld ættu í uppbyggilegum sam- ræðum um fundinn við norðurkór- esk yfirvöld. Afstaða Trumps hefur því tekið einhverjum breytingum frá því á fimmtudag. – gþs Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is mánudaginn 28. maí, kl. 18 Listmunauppboð í Gallerí Fold Listmunauppboð nr. 110 Forsýning á verkunum mánudag kl. 10–17 Kristján Davíðsson Ekki er öll nótt úti enn með fund Donalds Trump og Kim Jong-un Trump og Kim Jong- un gætu hist þann 12. júní. ÍRLAND Meirihluti Íra kaus með afléttingu banns á fóstureyðingum í sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu á föstudag. Kosið var um hvort fella ætti úr gildi áttunda viðauka stjórn- arskrár landsins og voru tveir þriðju kjósenda fylgjandi því. Í viðaukanum sem verður felldur úr gildi er réttur ófædds barns til lífs staðfestur. Fóstureyðingar hafa því verið bannaðar með lögum í landinu frá því að viðaukinn kom til sögunnar eftir þjóðaratkvæða- greiðslu sem haldin var árið 1983. Fóstureyðingar hafa verið leyfðar með undantekningum, ef meðganga stefnir lífi móður alvarlega í hættu. Barry Ryan, formaður kjörstjórn- ar, kynnti úrslitin bæði á írsku og ensku í Dyflinnarkastala á laugar- dag. Mikill fjöldi safnaðist saman fyrir framan kastalann til að hlýða á niðurstöðuna og fagna úrslitunum í kjölfarið. Í mannmergðinni mátti meðal annars sjá spjöld þar sem kallað var eftir því að sambærilegar breyt- ingar yrðu gerðar á Norður-Írlandi, en hvergi á Bretlandseyjum eru settar strangari skorður við fóstur- eyðingum en þar. Þess má geta að Donegal-hérað sem liggur nyrst á eyjunni, samsíða Norður-Írlandi, var eina kjördæmið af 40 þar sem niðurstaðan var gegn afnámi bannsins. Forsætisráðherra Írlands, Leo Varadkar, sagði daginn sögulegan fyrir Írland og niðurstöðurnar sýna að írska þjóðin bæri virðingu fyrir ákvörðunarrétti kvenna. „Ég full- vissa ykkur um að Írland í dag er það sama og það var í síðustu viku nema hvað að það er umburðar- lyndara, opnara og virðingarfyllra,“ sagði forsætisráðherrann þegar hann ávarpaði mannfjöldann fyrir utan kastalann. Fyrir kosningarnar var her- ferðinni #HomeToVote hrundið af stað en tilgangur hennar var að fá brottflutta Íra heim til að kjósa. The Guardian metur það svo að alls hafi um 40 þúsund Írar búsettir erlendis skilað sér heim um lengri eða skemmri veg til að kjósa. Írar sem höfðu búið skemur en átján mánuði erlendis höfðu kosn- ingarétt í atkvæðagreiðslunni en til þess að kjósa þurftu brottfluttir einstaklingar að skrá sig sérstaklega fyrirfram. Þrátt fyrir að samþykkt hafi verið að fella viðaukann úr gildi munu fóstureyðingar ekki verða aðgengi- legar alveg strax. Stjórnvöld stefna að því að leggja fram frumvarp fyrir þingið sem heimilar fóstureyðingar fram að tólftu viku meðgöngu. Fram að 24. viku meðgöngu verða fóstureyð- ingar leyfilegar ef meðgangan ógnar heilsu móður eða ef líkur eru á að barn fæðist alvarlega vanskapað. Simon Harris, heilbrigðisráðherra Írlands, hefur sagt að vinna við gerð laganna geti hafist strax í þessari viku. Þá sér forsætisráðherrann fram á að lögin taki gildi fyrir lok ársins. gretarthor@frettabladid.is Banni á fóstureyðingum aflétt með þjóðaratkvæði á Írlandi Tveir af hverjum þremur kusu með því að fella stjórnarskrárviðauka úr gildi sem bannar fóstureyðingar. Fóstureyðingar hafa verið ólöglegar á Írlandi frá 1983. Mikill fjöldi kom saman til að fagna niðurstöðunni. Forsætisráðherra landsins gerir ráð fyrir að lög sem heimila fóstureyðingar verði komin í gildi fyrir áramót. Mikill fjöldi fólks fylgdist spenntur með fregnum af úrslitum kosninganna á Írlandi. NORDICPHOTOS/GETTY BRETLAND Seinkun varð á fjölda flug- ferða frá Stansted-flugvelli í gær eftir að eldingu laust niður í eldsneytis- dælu. Ekki var hægt að fylla vélar af eldsneyti. Flugi rúmlega 200 véla var seinkað, 31 brottför var aflýst og átján vélar gátu ekki lent. Mikið þrumuveður var í Bretlandi í gær og laust 60 þúsund eldingum niður á sólarhring, samkvæmt bresku veðurstofunni. Talsmaður Stanstead-flugvallar staðfesti frétt- irnar. Við biðjumst afsökunar á óþæg- indunum og ráðleggjum öllum far- þegum að hafa samband við flugfélag sitt til að fá upplýsingar um flugferð- ir, sagði í yfirlýsingu á Twitter. Flugvélum sem ekki var hægt að lenda á Stansted var lent á nálægum völlum, meðal annars Birmingham og East Midlands. – jhh Elding olli vandræðum Frá Stansted-flugvelli í Lundúnum. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA ÍTALÍA Forsætisráðherraefnið Giu- seppe Conte hefur skilað stjórnar- myndunarumboðinu á Ítalíu. Conte tók þessa ákvörðun eftir að Sergio Mattarella, foseti Ítalíu, hafnaði vali Conte á efnahagsráðherra. Conte vildi fá Paolo Savona í ráðherrastól- inn, en sá hefur miklar efasemdir um Evrópusambandið. Ákvörðun forsetans fór illa í for- ystu Bandalagsins og Fimmstjörnu- hreyfingarinnar sem hafa reynt að mynda ríkisstjórn en ellefu vikur eru nú frá kosningum. Þetta gæti kallað á nýjar kosningar í landinu en Mattarella segist ætli að bíða með þá ákvörðun. – gþs Enn er bið eftir stjórn á Ítalíu Giuseppe Conte verður að öllum líkindum ekki forsætisráðherra Ítalíu. KÓLUMBÍA Forsetakosningar fóru fram í Kólumbíu í gær. Kosningarnar gætu stefnt friðarsamningi þarlendra stjórnvalda við skæruliðasamtökin FARC í hættu, en sá sem mælist efstur í skoðanakönnunum vill breyta samningnum. Ivan Duque, frambjóðandi Lýð- ræðislega miðflokksins, ætlar sér að fangelsa skæruliða FARC fyrir stríðs- glæpi nái hann kjöri. Sá sem mælist næstur er vinstri maðurinn Gustavo Petro sem vill berjast gegn misskipt- ingu með því að útdeila auði ríkra til fátækra. Fjárfestar óttast að Petro nái kjöri en hann hefur sagst vilja snúa baki við olíuframleiðslu. – gþs Kólumbíumenn að kjörborðinu 2 8 . M A Í 2 0 1 8 M Á N U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 8 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :2 9 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F E C -0 F 2 4 1 F E C -0 D E 8 1 F E C -0 C A C 1 F E C -0 B 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 2 7 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.