Morgunblaðið - 14.10.2017, Page 35

Morgunblaðið - 14.10.2017, Page 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2017 ✝ Guðni fæddist íBaldurshaga í Vestmannaeyjum 13. nóvember 1934. Hann lést á HSV 28. september 2017. Foreldrar hans voru Guðbjörg Magnúsdóttir, f. 11.8. 1901, d. 5.5. 1982, og Grímur Gíslason, f. 20.4. 1898, d. 31.3. 1980. Systkini Guðna: Magnús, f. 10.9. 1921, d. 10.12. 2008, Anton, f. 14.10. 1924, d. 11.6. 2014, Anna, f. 14.7. 1928, og Gísli, f. 16.1. 1931, d. 29.3. 2016. Á jóladag 1956 kvæntist Guðni eftirlifandi eiginkonu sinni, Esther Valdimarsdóttur frá Varmadal í Vestmanna- eyjum. Foreldrar hennar voru Margrét Pétursdóttir, f. 3.5. 1911, d. 24.8. 2002, og Valdimar Sveinsson, f. 18.6. 1905, d. 26.1. 1947. Guðni og Esther eignuðust fjóra syni. 1) Valdimar, f 4.5. 1957, kvæntur Þóreyju Ein- arsdóttur, f. 1.1. 1954. Sonur þeirra er Valþór, f. 1977, kvænt- ur Jacqueline Magdalenu Mant- ouw, f. 1985. Þeirra börn eru Matthías Valdimar, Sandra Magdalena og Jóhanna Þórey. 2) Guðna Sigurði Guðjónssyni. b) Andvana fæddur drengur, f. 1987, c) Ingvar Örn, f. 1989, d) Þórir, f. 1992, e) Inga Jóhanna, f. 1999. Þegar Guðni var þriggja ára flutti fjölskyldan frá Baldurs- haga að Haukabergi við Vest- mannabraut. Guðni lærði bæði vélstjórn og skipstjórn og starfaði við það til sjós þar til hann kom í land og hóf störf hjá Rafveitu Vestmannaeyja, síðar HS- veitur. Þar starfaði hann í 45 ár þar til hann lét af störfum sök- um aldurs. Guðni og Esther hófu búskap á Haukabergi 1957 en fluttu svo á Bakkastíg 5. Guðni var einn af þeim Eyjamönnum sem stóðu vaktina allan tímann í Heima- eyjargosinu 1973. Í október 1973 flytur fjölskyldan aftur til Vestmannaeyja en þá hafði heimili þeirra farið undir hraun. Þau byggðu sér hús við Dverg- hamar og bjuggu þar lengst af, þar til þau fluttu í Sólhlíð 19 þar sem Guðni bjó til dánardags. Guðni var virkur meðlimur Golfklúbbs Vestmannaeyja frá 1961. Eins var hann félagi í kiw- anisklúbbnum Helgafelli og var gerður að heiðursfélaga þar ár- ið 2014. Útför Guðna fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag, 14. október 2017, og hefst athöfnin kl. 14. Grímur, f. 29.6. 1960, kvæntur Eygló Kristins- dóttur, f. 9.7. 1959. Börn þeirra eru a) Guðni, f. 1982, sam- býliskona Kristín Hartmannsdóttir, f. 1983, þeirra dætur eru Edda Björk og Hólmfríður Eldey. b) Kristín, f. 1986, gift Núma Sigurðs- syni, f. 1987. Sonur þeirra er Kári. 3) Guðni Ingvar, f. 23.10. 1961, kvæntur Þórdísi Úlfars- dóttur, f. 12.6. 1962. Börn Guðna og Fanneyjar Gísladóttur eru a) Halldór Ingi, f. 1986, kvæntur Sigrúnu Örnu Gunnarsdóttur, f. 1985. Þeirra synir eru Guðni Þór og Breki Þór. b) Hafdís, f. 1990, sambýlismaður Guðmundur Geir Jónsson, f. 1987. Dóttir Þór- dísar er Sigrún Lína Sigurðar- dóttir, f. 1986, gift Kolbeini Karli Kristinssyni, f. 1987. Börn þeirra eru Sóley María og Bene- dikt Kári. 4) Bergur, f. 24.12. 1964, kvæntur Jónínu Björk Hjörleifsdóttur, f. 24.5. 1966. Börn þeirra eru a) Esther, f. 1985, gift Guðgeiri Jónssyni, f. 1981. Þeirra dætur eru Katla Margrét og Þórhildur Helga. Fyrir á Esther Berg Óla með Komin er kveðjustund. Það er erfitt að kveðja þig, elsku pabbi og tengdapabbi. Bóngóður, úr- ræðagóður og hjálpsamur eru orð sem lýstu þér vel. Á lífsleið- inni áorkaðir þú miklu, bæði til sjós og lands, og lést verkin tala. Við erum þér ævinlega þakklát fyrir alla þá hjálp sem þú veittir okkur. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (HJH) Minningar um þig eiga eftir að hlýja okkur um ókomna tíð og allar þínar heimsóknir til okkar á verkstæðið eru ómetanlegar minningar sem aldrei gleymast. Þar áttir þú þitt sæti og voru heimsmálin rædd. Þótt þú værir oft mikið veikur léstu þig ekki vanta í kaffi, en það var stundum meira af vilja en mætti. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, – hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við Guð um þúsund ár. (Halldór Kiljan Laxness) Elsku pabbi og tengdapabbi. Með kveðju og hjartans þökk, Grímur og Eygló. Þegar horft er um öxl rifjast upp brot af minningum. Pabbi var vélstjóri hjá Raf- veitu Vestmannaeyja í 45 ár. Hann var ein af hetjunum sem stóðu vaktina í gosinu 1973. Gló- andi hraunið var á mikilli ferð og eirði engu. Gamla rafveituhúsið var komið að hluta til undir hraun þegar vélstjórarnir stopp- uðu vélarnar og forðuðu sér. Ég sé pabba fyrir mér brasa við Caterpillar-vélar Rafveitunn- ar sem komu eftir gosið og stað- settar voru víðsvegar um Vest- mannaeyjabæ. Ég fylgdi honum oft í þessum ferðum og dáðist að því hversu laginn hann var við vélarnar. Ég er ekki frá því að þarna hafi áhugi minn á að feta í fótspor hans vaknað. Um tíma rak pabbi dekkja- verkstæði og þar unnum við bræðurnir með skóla. Sú vinna varð til þess að ég náði að safna mér fyrir draumahjólinu mínu. Ég hafði reyndar ekki aldur til en keypti það samt, reyndar að foreldrum mínum forspurðum. Þarna var komið í hús Suzuki GT 750. Pabbi áttaði sig fljótt á því hve skemmtilegt var að ferðast um á hjólinu og fór að nota það. Ég sá mér leik á borði og fór í úlpuna hans og rúntaði um lengi vel í rólegheitum þar til kvöld eitt að löggunni þótti Guðni Gríms fara heldur greitt um göt- ur bæjarins á hjólinu. Þeir náðu mér og bundu þar með enda á ferðir 15 ára unglingsins í úlpu pabba síns. Hjá pabba var ekkert kyn- slóðabil, hann náði vel til allra, glettinn, skemmtilegur og fróð- leiksfús. Þegar hann ákvað að gera eitthvað þá var það gert. Hann áttaði sig fljótt á því að við lifðum á tækniöld og lærði á tölv- ur og var fljótur að því. Vildi ávallt eiga nýjustu og bestu græjurnar. Mér er það minnis- stætt þegar pabbi og mamma voru erlendis eitt sinn að það tóku að berast reglulega sms frá þeim. Þetta var í árdaga farsím- anna og hvarflaði ekki að mér að hann kynni á þessa tækni. Þegar hann var inntur eftir því sagði hann Halldór Inga hafa kennt sér þetta svo þau gætu látið vita af ferðum sínum. Pabbi hafði mikinn áhuga á öllu sem ég var að fást við í vinnunni og spurði margs. Sér- lega var hann áhugasamur um nýsmíðina á Breka VE í Kína og allt sem henni tengdist. Hann gladdist mjög þegar Bergur bróðir var ráðinn stýrimaður á skipið. Pabbi ræddi það oft hversu mikið hann hlakkaði til að koma um borð þegar Breki kæmi heim til Eyja. Hann mun fylgjast með áfram, það er ég sannfærður um. Vertu sæll að sinni pabbi minn. Þinn sonur, Guðni Ingvar. Elsku besti Guðni afi minn. Nú skilja leiðir. Afi minn var einstakur maður, það vita allir sem hann þekktu. Þó að afi hafi verið mjög virkur í öllum þeim félagsskap sem hann var hluti af, hvort sem það var kiwanis, golfið, pólitík eða hvað það var sem hann tók sér fyrir hendur, þá var alltaf tími fyrir barnabörnin. Alltaf gat maður stólað á afa, alveg sama hvert til- efnið var. Svo var líka svo gaman að fá far hjá afa, því maður fékk alltaf að sitja frammí og alltaf var „brenni“ eða sterkur moli, eins og afi kallaði þá, í hólfinu milli sætanna. Oft kíkti maður til afa í raf- veitunni í spjall, þar var mikið að skoða fyrir ungan mann. Og afa leiddist það ekki að rölta um vél- arrúmið í rafveitunni og útskýra fyrir manni hvernig allt virkaði og að hverju þyrfti að huga þeg- ar svona vélarúm er keyrt. Þegar ég var orðinn unglingur sátum við oft tímunum saman í hægindastólunum á Vesturveg- inum og spjölluðum saman, þá var umræðuefnið yfirleitt bílar, ferðalög, sjómennska og Cater- pillar. Afi hafði einstakan áhuga á vinnunni sinni og vélunum sín- um sjö. Við töluðum mikið um þessar vélar og hvernig þær vinna saman og það var svo gaman að hlusta á hann tala um vinnuna sína því að áhuginn var svo mikill. Hann ljómaði allur og lifði sig inn í sögurnar þegar hann talaði um köturnar í raf- veitunni. Afi hafði líka mikinn áhuga á ömmu, þau voru mjög ástfangin hjón. Mér er og verður alltaf minnisstætt að hann þakkaði fyrir matinn sinn með þessum orðum: „Ástar þakkir fyrir mat- inn, elskan mín.“ Þetta hlýjaði manni og ættu allir að taka til fyrirmyndar. Afi og amma ferðuðust mikið í gegnum árin. Afi hafði mjög gaman af því að tala um ferða- lögin sín, hann sýndi manni í kortabók alla þá vegi sem þau höfðu keyrt og sagði manni frá skemmtilegum minningum sín- um frá hverjum stað fyrir sig. Ég naut þess mikið að sitja með afa og hlusta á sögur af þessum ferðalögum og er það í raun upp- hafið og fyrirmyndin að þeim ferðalögum sem ég hef farið í með mína fjölskyldu eftir að ég varð fullorðinn. Ég hef alla tíð litið upp til afa míns og ég mun gera það áfram, hans ráðlegg- ingar og hugmyndir um lífið er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma. Minning hans lifir í huga mínum og hjarta. Elsku afi minn, góða ferð, við sjáumst þegar minn tími kemur. Þinn Halldór Ingi. Elsku afi Guðni. Ég og strák- arnir mínir unnum svo sannar- lega stóra vinninginn í afa- lottóinu að hafa þig í lífi okkar. Við eigum ógleymanlegar og dýrmætar minningar um þig. Öll ferðalögin okkar saman í hjól- hýsinu og þá sérstaklega þegar við komum ykkur Esther ömmu á óvart og hittum ykkur í Dan- mörku. Við eyddum saman jól- um, áramótum og mörgum sunnudögum núna síðustu árin. Þú varst afinn sem stjanaðir við peyjana og vildir allt fyrir þá gera. Sama hvort það var að skutla þeim, þótt það væri í næstu götu, leyfa þeim að gista eða bara eiga með þeim sam- verustund. Þegar Halldór var á sjó heyrðir þú oft í mér og spurðir frétta því þú hafðir svo mikinn áhuga á sjónum og hvernig gengi hjá þeim. Oft viss- irðu það á undan mér hvort þeir væru búnir að veiða því þú fylgd- ist alltaf með í tölvunni. Elsku amma Esther, missir þinn er mikill en við vitum að afi Guðni vakir yfir þér. Elsku afi Guðni, takk fyrir alla góðu tímana saman. Núna ertu kominn á stað sem þér líður vel á. Þú verður alltaf í hjarta okkar. Við vorum heppin að hafa þig í lífi okkar. Minning þín mun lifa að eilífu. Góða ferð. Sigrún Arna, Guðni Þór og Breki Þór. Góður vinur okkar, Guðni Grímsson vélstjóri í Vestmanna- eyjum, hefur kvatt þessa tilveru. Við söknum hans eftir áratuga vináttu. Það sem einkenndi Guðna var glaðværð og bjartsýni og hann gat látið ævintýrin ger- ast. Hjá honum var hver stund nýtt og alltaf biðu einhver ný áhugamál. Hann fylgdist vel með hvers konar tækni og lét þar fátt fram hjá sér fara. Efst á áhuga- málalistanum var golfið en fjöl- skyldan átti sinn heiðurssess í lífi hans og henni sinnti hann vel. Guðni var alltaf með allt á hreinu og þegar hann „tók rúntinn“ með okkur í heimabæ sínum vissi hann nákvæmlega hvað hver bátur hafði fiskað síðustu mánuðina, hvernig atvinnulífið gekk, sýndi okkur nýjustu fram- kvæmdir og hvað var um að vera í bænum. Fyrstu kynni okkar við Guðna og fjölskyldu voru nokkuð óvænt. Við fengum upphringingu nokkrum dögum eftir að gos varð á Heimaey. Í símanum var Guðni Grímsson frá Vestmanna- eyjum, sem Hörður hafði kynnst lítillega tíu árum fyrr. Erindi hans var að biðja um aðstoð við að útvega konu hans vinnu og húsnæði, en þau höfðu þá komið börnunum fyrir á góðum stað í sveitinni hjá frænku þeirra. Við höfðum eins og flestir Íslending- ar fylgst með gífurlegum erfið- leikum Vestmannaeyinga sem flýja þurftu heimkynni sín og við vorum mjög svo tilbúin að leggja einhverjum þeirra lið. Þennan vetur bjó því Esther hans Guðna hjá okkur í Keflavík og stundaði þar vinnu á meðan hann vann áfram í Vestmannaeyjum. Þrátt fyrir áhyggjur þeirra og erfið- leika áttum við margar góðar stundir með þeim þennan vetur og okkur varð vel til vina. Þegar fjölskyldan sameinaðist um vorið í leiguhúsnæði í Keflavík kynnt- umst við fyrst þeirri samheldni og sérstöku glaðværð sem ein- kennir fjölskylduna. En leið þeirra lá aftur heim, því auðvitað var Guðni í framvarðasveit þeirra sem ákveðnir voru að byggja Eyjarnar sem fyrst upp aftur; Eyjamaður alveg fram í fingurgóma. Með afburða dugn- aði og harðfylgi komu þau sér ótrúlega fljótt fyrir í nýju og fal- legu raðhúsi á Vesturbergi, með útsýni yfir Atlantshafið. Þangað var gaman að koma og heim- sóknir okkar til þeirra urðu margar. Gestrisni fjölskyldu Guðna og Estherar bregst aldrei og nú hefur þriðja kynslóð frá okkur notið hennar líka. Að eign- ast slíka vini er þakkarvert. Samskiptin byggðust alltaf á glaðværð og grunar okkur að slíkt sé mjög algengt í menningu Vestmannaeyinga. Við minn- umst líka allra ferðalaganna með þeim og skemmtilegra atburða, eins og þegar erfitt var að slíta símtalinu um pólitíkina á kosn- ingakvöldið eitt árið, sem endaði með að þau hjónin skelltu sér með „kjörkössunum“ upp á land og voru komin í heimsókn um nóttina til að klára samtalið. Mikið var hlegið þann sólar- hringinn og oft síðar. Allt hefur sinn tíma og nú er Guðni horfinn á braut. Hann naut afburða umhyggju Esther- ar í veikindum sínum enda varla hægt að hugsa sér samheldnari hjón. Við sendum elsku vinkonu okkar Esther, sonum hennar og þeirra fjölskyldum innilegar samúðarkveðjur. Minningin um góðan vin mun lifa með okkur. Ragnhildur og Hörður. Guðni Grímsson HINSTA KVEÐJA Nú ganga menn hljóðir um götur og torg, geislandi sólin ei stoðar. Íslenzku þjóðinni söknuð og sorg, sortinn í norðrinu boðar. Við munum það allir, hver merki vort bar, og margoft á flughálu svelli. En nú er hann fallinn, sem fræknastur var og fríðastur kappinn á velli. Og hér var ei nokkur, sem hjá sér ei fann hvöt til að gera eins og bauð hann. Hann átti okkur, – eins áttum við hann, og eigum hann lifandi og dauðan. (K.N. Júlíus) Takk fyrir allt, elsku afi. Kristín Grímsdóttir. ✝ Steinar Bald-ursson fæddist á Ólafsfirði 4. nóv- ember 1943. Hann andaðist á Siglu- firði 7. október 2017. Faðir hans var Baldur Stein- grímsson, f. á Þverá í Öxnadal, Eyj., 8. apríl 1911, d. 16. febrúar 1972. Móðir hans var Oddrún Ásdís Ólafsdóttir Reykdal, f. á Siglufirði 5. sept- ember 1917, d. 31. júlí 1995. Systkini Steinars voru Sævar, f. 1942, d. 2013, og Guðný, f. 1945, d. 2014. Útför hans fer fram frá Siglu- fjarðarkirkju í dag, 14. október 2017, klukkan 11. Við Steinar Baldursson vorum systrasynir. Mæður okkar voru mjög samrýndar og mikill sam- gangur var á milli heimilanna á uppvaxtarárunum á Siglufirði. Foreldrar Steinars og systkini hans bjuggu fyrst við Eyrar- götu, síðan við Suðurgötu og loks á Hólavegi, næstu götu við okkur. Að loknu gagnfræðaprófi fór Steinar í Verslunarskólann og tók þar verslunarpróf sem kom að góðum notum þegar hann sneri aftur heim til Siglufjarðar. Þar vann hann fyrst á skrif- stofum Síldarverksmiðja ríkisins og síðan opnaði hann bókhalds- skrifstofu sem hann rak í marga áratugi. Öll sín verk vann hann af alúð og samviskusemi. Traust- ari maður var vandfundinn. Eftir að við systkinin hleypt- um heimdraganum var það mik- ill styrkur fyrir móður okkar og föður að eiga Steinar að. Hann heimsótti þau í hverri viku og oftar ef með þurfti og aðstoðaði þau á ýmsan hátt. Þegar for- eldrar okkar féllu frá gætti Steinar að húsinu okkar. Steinar bar hag Siglufjarðar fyrir brjósti og fylgdist vel með öllu sem var að gerast í bænum. Það var því gaman að ræða við hann þegar við komum norður og fá nýjustu fréttir af mönnum og málefnum. Síðast hitti ég hann á Siglufirði í byrjun júní, hressan og kátan. Það er skarð fyrir skildi. Öll þrjú börn Oddrúnar Reykdal og Baldurs Steingrímssonar eru látin, Sævar í mars 2013, 70 ára, Guðný í febrúar 2014, 68 ára, og Steinar nú í október, tæplega 74 ára. Blessuð sé minning þeirra allra. Jónas Ragnarsson. Steinar Baldursson Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.