Morgunblaðið - 14.10.2017, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.10.2017, Blaðsíða 38
Ástkær móðir okkar, ÞORBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, Snorrabraut 56b, Reykjavík, er látin. Gunnar Ingvarsson Kristbjörg Ásta Ingvarsdóttir Bjarnveig Ingvarsdóttir Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2017 ✝ Hilmar Guð-mundsson fæddist á Kol- beinsá í Hrútafirði 2. apríl 1938. Hann lést við smalamennsku á Kolbeinsá 29. sept- ember 2017. Hilmar var son- ur hjónanna Guð- mundar Sigfússon- ar, f. 5.11. 1912, d. 5.11. 2004, og Hönnu Guðnýjar Hannesdóttur, f. 17.9. 1916, d. 6.1. 2011. Mundi og Hanna eignuðust fimm börn og var Hilmar elstur. Þann 11. júní 1962 kvæntist Hilmar Sigurrósu Magneu Jónsdóttur frá Skálholtsvík, f. 5.9. 1939. Foreldrar hennar dóttir, eiga þau fjögur börn. Hilmar og Rósa hófu bú- skap á Kolbeinsá árið 1960, þegar þau kaupa hluta Kol- beinsár af Lárusi, föðurbróð- ur Hilmars. Þar stunduðu þau búskap allt til ársins 2008, þegar fjárstofninn var seldur til Hannesar og Guggu og héldu þau áfram heimili í húsinu sínu á Kolbeinsá. Hilmar vann mikið utan bústarfa, hann var á ýtum, átti vörubíla, var í fjárflutn- ingum á haustin ásamt öðru sem féll til við akstur, vann við rúning á fé í mörg ár og var á grenjum frá unga aldri. Hann hafði mikinn áhuga á hestum og átti oft góða hesta. Hann hafði líka mikinn áhuga á æðarrækt og byggði upp æðarvarp á Kolbeinsá, eftir að hann hætti fjárbú- skap. Útför Hilmars fer fram frá Prestbakkakirkju í Hrútafirði í dag, 14. október 2017, og hefst athöfnin kl. 14. voru Jón Jóhann- esson frá Skálholtsvík og Sigríður Svein- björnsdóttir frá Snorrastöðum í Laugardal. Hilmar og Rósa eignuðust fjögur börn. 1) Ómar, f. 27.4. 1961, d. 25.6. 1978. Hann eign- aðist einn dreng, sem á fjögur börn. 2) Erna, f. 15.4. 1963, maki Már Gunn- arsson og eiga þau fjögur börn og fjögur barnabörn. 3) Sigurjón, f. 16.12. 1967, maki Rut Einarsdóttir, eiga þau fimm börn og fjögur barna- börn. Hannes, f. 5.4. 1969, maki Kristín Guðbjörg Jóns- Við vitum ekki hvar okkur er valinn staður til að fæðast á eða hvernig okkur er ætlað að velja samferðafólk í þessu lífi, en við vorum heppin að fá samfylgd þína og fengum þar með gott veganesti. Ég á eina minning, sem mér er kær: Í morgundýrð vafinn okkar bær og á stéttinni stendur hann hljóður, hann horfir til austurs þar ársól rís, nú er mín sveit eins og Paradís. Ó, hvað þú, Guð, ert góður. Ég á þessa minning, hún er mér kær. Og ennþá er vor og þekjan grær og ilmar á leiðinu lága. Ég veit að hjá honum er blítt og bjart og bærinn hans færður í vorsins skart í eilífðar himninum bláa. (Oddný Kristjánsdóttir) Við erum þakklát og kveðjum þig með virðingu. Frá eiginkonu og börnum, Sigurrós M. Jónsdóttir. Elsku afi minn. Enn og aftur minnir lífið á sig. Ekkert er sjálfsagt og aldrei er víst hvenær kallið kemur. Þú varst mér alltaf svo ynd- islegur afi, þú varst fyrirmynd mín og besti vinur. Sem lítil stelpa í sveitinni hjá ömmu og afa þá elti ég þig eins og skugginn. Aumingja afi fékk sjaldan frið frá afastelpunni sem hafði takmark- aðan áhuga á hefðbundnu kvennastörfunum og löngu búin að ákveða að útistörfin væru þau skemmtilegustu. Þú fannst alltaf verkefni handa mér. Það skipti engu hvort við vorum í fjárhús- inu, að vinna við heyskapinn eða að laga brotna girðingarstaura, alltaf fékk ég eitthvað að gera. Það var unun að horfa á þig vinna. Þú vannst hvert verkefni af svo miklum dugnaði og ákveðni. „Isss þetta er bara smá skráma,“ sagðirðu ef eitthvert óhapp varð og hélst áfram eins og ekkert hefði í skorist, störf dags- ins voru jú mörg og þau þurfti að klára hratt og vel. Þú smitaðir mig líka af hesta- mennskunni. Þar bjóstu enn og aftur til pláss fyrir mig og ég fékk að fljóta með í smalamennsku og seinna meir í hestaferðir með ferðahópnum þínum Hristingi. Á baki varstu í essinu þínu. Þú þurftir aldrei að hlaupa á eftir hestunum þínum, þú kallaðir bara á þá og þeir komu hlaupandi til þín enda hugsaðirðu um þá af alúð. Meiri dýravin er erfitt að finna. Nærvera þín var einstaklega notaleg, þú varst ekki sá málglað- asti og hafðir þig ekki mikið í frammi en kunnir vel að meta gott grín og hlóst alltaf dátt. Og nú er komið að kveðjustund, elsku afi minn. Þú munt svo sann- arlega skilja eftir þig stórt skarð sem verður erfitt að fylla en minningin um góðan mann mun lifa að eilífu. Takk fyrir allt. Þín Hafrún Alda. Elsku afi minn, ég veit varla hvar ég á að byrja eða hvernig ég á að koma orðum að því. Það er svo ótal margt sem mig langar til að þakka þér fyrir, þú varst alveg einstakur og kenndir mér svo margt af því sem ég bý að í dag. Þú varst alveg ótrúlega ákveðinn og stóðst fast á þínu, brosmildur og ávallt tilbúinn til að hjálpa mér. Það eru ekki allir jafn heppnir og ég að hafa fengið að alast upp í návist ömmu og afa hér á Kolbeinsá, þið hafið verið svo stór hluti af lífi mínu. Þær voru nú ófáar stundirnar sem við áttum saman, afi minn, allir reið- túrarnir, smalamennskurnar, í fjárhúsunum eða bara heima hjá ykkur ömmu. Það má með sanni segja að þú varst algjör sveitakarl, hvort sem kom að kindum, hestum eða æð- arkollum, þú vissir alveg upp á hár hvað þú varst að gera. Það er mér svo minnisstætt í sauðburð- inum í fyrra, þá vorum við tvö eft- ir í fjárhúsunum á meðan allir fóru heim í kaffi. Þá fórstu að segja mér hvernig þetta var í gamla daga, hvernig féð var alltaf rekið daglega á beit yfir vetrar- tímann, sama hvernig viðraði. Eitt skipti snjóaði svo svakalega mikið að þú þurftir að moka í gegnum skafl til að koma kind- unum áleiðis á beit. Þú varst algjör töffari, yfirleitt þurfti nú varla meira fyrir þig heldur en að horfa í smástund á kindina, þá gastu séð að það væri stutt í að „þessi“ myndi bera. Oft var það þannig að við stóðum kannski nyrst í fjárhúsunum og þá allt í einu bentirðu á kind sem var kannski alveg syðst og sagðir að „þessi þarna“ myndi bera ann- aðhvort í kvöld eða nótt. Ég sá ekki einu sinni á henni að hún væri burðarleg, en viti menn svo bar þessi sama kind á sama tíma og þú nefndir. Alltaf varstu tilbúinn að koma út í hesthús með mér, hvort sem það var í reiðtúr eða bara til að tékka fyrir mig hvort ég hefði nokkuð sett nasamúlinn of þröngt á. Í reiðtúrunum spjölluð- um við um allt á milli himins og jarðar. Yfirleitt varst þú á undan og ég í beinni línu á eftir þér al- veg skælbrosandi, þetta var svo gaman. Einnig hafðir þú svo gaman af því að vera úti, hvort sem það var úti á sjó eða uppi á fjalli. Ég man það svo sterkt þegar ég var að fara að byrja í skóla á Laugarvatni og var að kveðja þig og ömmu úti á hlaði. Ég kveið svo svakalega fyrir því að fara, ég vildi ekki kveðja ykkur því ég vissi að það yrði svo langt þangað til ég myndi sjá ykkur aftur. Ég var sest inn í bílinn þegar þú komst og knúsaðir mig bless, það var í fyrsta skipti sem ég sá þig gráta. Þú knúsaðir mig og sagðir svo: „Við sjáumst fljótt aftur, Alexandra mín.“ Fjórum árum seinna komstu á útskriftina mína á Laugarvatni, ég var alveg í skýjunum að þú komst alla þessa leið til að sjá mig útskrifast. Eftir útskriftina þá knúsaðirðu mig og sagðir: „Til hamingju, elskan, ég er svo stolt- ur af þér.“ Minningarnar sem við áttum saman munu fylgja mér alla ævi, ég er svo þakklát fyrir að hafa átt þig og ömmu að, þið eigið svo ótrúlega stóran hluta í hjarta mínu. Takk, afi minn, fyrir allt saman. Alexandra Rán Hannesdóttir. Með þessu fagra ljóði Ólafs Jó- hanns Sigurðssonar viljum við Þórustaðafólk kveðja Hilmar vin okkar og þakka alla hans tryggð og vinsemd við okkur gegnum tíðina. Elsku Rósa og ástvinir allir, ykkar er missirinn mestur. Sam- úðarkveðjur til ykkar á þessari tregastund. Minningin um góðan dreng lif- ir í hjörtum okkar. Hræddist ég, fákur, bleika brá, er beislislaus forðum gekkstu hjá. Hljóður spurði ég hófspor þín: Hvenær skyldi hann vitja mín? Föður og móður barstu braut, bróður minn, vin og förunaut, upp yfir Brún og í þá sveit sem enginn í þessum sóknum leit. Gáta þín óræð elti mig, eins þótt ég hefði sæst við þig og vellirnir, kjörrin, vötnin ströng veitt mér í þrautum ilm og söng. Ófst þá í hug mér hvert eitt blóm og hver einn smáfugl með tæran óm, hjarta míns titran, hröð og gljúp, við himinstjarnanna regindjúp. Af flestu því hef ég fátt eitt gert sem fólki hér þykir mest um vert, en ef til vill sáð í einhvern barm orði sem mildar kvöl og harm. Loks þegar hlíð fær hrím á kinn hneggjar þú á mig fákur minn. Stíg ég á bak og brott ég held, beint inn í sólarlagsins eld. (Ólafur Jóhann Sigurðsson) Heimilisfólkið Þórustöðum, Bitru, Óla Friðmey Kjartansdóttir. „Hilmar ætlar að koma inn eft- ir og hjálpa okkur.“ Þessa setningu af vörum Ragnars eftir símtal út að Kol- beinsá við frænda sinn hef ég heyrt oftar en tölu verður á kom- ið. Nærvera og aðstoð Hilmars er á svo margan hátt samofin bú- skaparárum okkar í Hrútafirði sem telja orðið á þriðja tuginn. Alltaf boðinn og búinn, ósérhlíf- inn og duglegur. Verkefnin sem fyrir lágu margvísleg. Heyskap- ur, smalamennskur, fjárrag, óm- mælingar, fósturvísatalningar, girðingavinna, steypuvinna svo eitthvað sé nefnt. Hilmar var fæddur og uppal- inn á Kolbeinsá I í Hrútafirði. Elstur fimm systkina. Konuna í lífi sínu, hana Rósu, sótti hann á næsta bæ, Skálholtsvík. Saman bjuggu þau allan sinn búskap á Kolbeinsá II. Lengst af bjuggu foreldrar Hilmars, Hanna og Guðmundur, á Kolbeinsá I og var samgangur og samvinna mikil á milli búa. Rósa og Hilmar eign- uðust fjögur börn og fer afkom- endahópurinn sístækkandi. Há- vaxið, myndar- og dugnaðarfólk svo eftir er tekið. Áhugamál Hilmars snéru að sauðfjárrækt, hestamennsku og hvers konar veiðiskap í lofti, láði og legi. Lá það allt vel fyrir hon- um. Hann var þaulkunnugur staðháttum um gjörvallan Bæj- arhrepp og víðar eftir ófáar ferðir þar um og dvöl á fjöllum um lengri og skemmri tíma. Bóndann heillar blíðutíð og bjargir kunnar, öræfanna yndisbrunnar og unaðsfegurð náttúrunnar. (P.Y.P.) Fyrir þann sem kann, vill og getur nýtt sér gjafir náttúrunnar er sjávarjörðin Kolbeinsá líkt og draumastaður. Fyrir mér var Hilmar svolítið eins og kóngur í ríki sínu, kunni að lesa í landið og undi hag sínum vel. Kallið úr Sumarlandinu kom mitt í önnum dagsins, án fyrirboða, öðrum að óvörum. Þannig lokaðist hringur- inn hans Hilmars, með upphaf og endi á Kolbeinsá. Rósu og ástvinum öllum eru sendar hlýjar samúðarkveðjur. Fjölskyldan á Kollsá II á Hilmari ótal margt að þakka og þar er hans saknað. Bláir eru dalir þínir byggð mín í norðrinu heiður er þinn vorhiminn hljóðar eru nætur þínar létt falla öldurnar að innskerjum – hvít eru tröf þeirra. (H.P.) Far vel, kæri vinur. Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir (Inga). Hilmar Guðmundsson Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Útfararstofa kirkjugarðanna Jón G. Bjarnason, umsjón útfara Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfarar- og lögfræðiþjónusta Við önnumst alla þætti undir- búnings og framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Ástkær eiginmaður, sonur, faðir, tengdafaðir, bróðir og afi, GUNNAR BENEDIKTSSON, Stórakrika 2b, Mosfellsbæ, lést aðfaranótt miðvikudagsins 11. október á hjartadeild Landspítalans. Útför auglýst síðar. Unnur Pétursdóttir Halldóra Ármannsdóttir Atli Örn Gunnarsson Lilja Oddsdóttir Gunnar Snær Gunnarsson Helga Finnsdóttir Eyþór Ingi Gunnarsson Svanlaug Birna Sverrisdóttir Örvar Gunnarsson Helga Jóna Gylfad. Hansen systkini og barnabörn Ástkær eiginkona mín, mamma, stjúpa, tengdamamma, amma og langamma, ÁSRÚN BJÖRG ARNÞÓRSDÓTTIR, Litlu-Grund, áður Furugerði 1, lést á heimili sínu föstudaginn 6. október. Sigmundur I. Júlíusson Arnþór H. Hálfdánarson Guðlaug Bernódusd. Ágústa B. Hálfdánard. Guðni Agnarsson Gunnhildur Hálfdánard. Guðmundur K. Pálsson Jón V. Hálfdánarson Sigríður Erlendsd. Anna M. Hálfdánard. Guðbergur Guðnason Jóhanna Á. Sigmundsd. Magnús Norðdahl Kristjana Sigmundsd. Hjálmar S. Pálsson Júlíus H. Sigmundsson Birna Ágústsd. ömmu- og langömmubörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, sonur og bróðir, KRISTINN SIGURÐSSON matreiðslumeistari, Eyjabakka 8, Reykjavík, lést á Landspítalanum 11. október. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 19. október klukkan 13. Sigurður Ingi Kristinsson Guðbjörg Vallý Ragnarsdóttir Benedikt Kristinsson Eva Catharina Saxebøl Kristinn Kristinsson Margherita Zuppardo Bjarni Jens Kristinsson Kristrún Skúladóttir barnabörn Anna G. Árnadóttir Árni G. Sigurðsson Ingibjörg H. Elíasdóttir Anton Sigurðsson Hjördís Vilhjálmsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN HALLUR INGÓLFSSON bankastarfsmaður frá Sauðárkróki, lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki fimmtudaginn 12. október. Útför hans fer fram laugardaginn 21. október klukkan 13.30 frá Sauðárkrókskirkju. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Utanfarasjóð sjúkra, Skagafirði eða Krabbameinsfélag Skagafjarðar. Aðalbjörg Þuríður Sigfúsdóttir Jóhann Jónsson Helena Sif Þorgeirsdóttir Hulda Jónsdóttir Páll Ragnar Pálsson Hallgrímur Ingi Jónsson Guðrún Björg Egilsdóttir Kristveig Anna Jónsdóttir Þorsteinn Þórarinsson og barnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.