Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2017, Blaðsíða 6

Ægir - 01.03.2017, Blaðsíða 6
6 Nú í byrjun maí hefjast strandveiðar og hleypa miklu lífi í hafnasvæði víða um land. Strandveiðar voru í fyrsta sinn leyfðar árið 2009 og hafa síðan verið stundaðar með áþekku sniði ár hvert. Það þurfti ekki að koma á óvart að um þetta nýja kerfi væri deilt á sínum tíma og for- sendur að baki gagnrýninni hafa verið misjafnar. Ekkert er í sjálfu sér óeðlilegt við það að uppi séu misjafnar skoðanir á þessu kerfi, líkt og öðrum mannanna verkum en þegar öllu er á botninn hvolft hafa kost- irnir við strandveiðarnar verið mun fleiri en gallarnir. Ella hefðu þær væntanlega verið aflagðar. Á fyrsta ári var úthlutað 4.000 tonna afla til strandveiða en nú í sumar nemur leyfður heildarafli 9.200 tonnum. Smábátasjómenn hafa lengi barist fyrir því að auka verulega við hlut strandveiðanna til að treysta grunn kerfisins og rekstur þeirra sem veiðarnar stunda. Þeir benda á þau áhrif sem kerfið hafi haft á mörg byggðarlög út um land- ið. Það er sannarlega rétt að í mörgum höfnum verður mikið líf og fjör strax og strandveiðarnar hefjast og áhrifin ná ekki aðeins til hafnanna og þeirra sem veiðarnar stunda heldur einnig ýmissa þjónustufyrir- tækja í byggðarlögunum. Bátaútgerðirnar, líkt og önnur atvinnufyrir- æki þurfa sína þjónustu og sækja hana í heimabyggð eins og mögu- legt er. Á sínum tíma var talsvert talað um að með strandveiðunum væri verið að opna á að Pétur og Páll gætu farið að róa, með öðrum orðum væri þetta öllum heimilt burtséð frá því hvort viðkomandi hefði reynslu af útgerð eða meðferð sjávarafla. Ekki þarf að efast um að á þessum árum hafa margir reynt fyrir sér í strandveiðinni en ekki haft erindi sem erfiði. Sem er hreint ekkert frábrugðið öðrum störfum. Það felst í því mikið aðhald og áskorun að skila á land góðum afla, rétt meðhöndluðum og frágengnum. Kaupendamarkaðurinn sér á þann hátt um að ýta þeim til hliðar sem ekki eru að gera hlutina rétt og vel. Og svo eru auðvitað ekki allir jafn fundvísir á hvar fisk er að finna og það gildir um strandveiðina eins og allan annan veiðiskap. Eins og áður segir má horfa á strandveiðarnar út frá mismunandi forsendum. Eitt sjónarmiðið snýr að byggðamálum, það að styðja við bakið á hinum dreifðu sjávarbyggðum. Algengt er að þeir sem stunda grásleppuveiðar skipti síðan yfir á strandveiðar yfir sumarmánuðina og fái þannig meiri samfellu í sína útgerð og rekstur. Strandveiðarnar eru einnig hluti af þeirri heildarmynd að við nýt- um grunnslóðina með sem bestum hætti út frá sjálfbærni, umhverfis- sjónarmiðum og öðrum þáttum. Fjölbreyttur sjávarútvegur hefur ver- ið styrkur greinarinnar í gegnum tíðina og verður vonandi áfram. Jafnvel þó svo að við sjáum afköst skipa og báta aukast nánast með hverju árinu sem líður þá er betra að hafa eggin í mörgum körfum fremur en einni. Það gildir um sjósókn sem flest annað. En strandveiðikerfið er ekki gallalaust, því fer fjarri. Um það verður líkast til alltaf deilt hversu mikill heildarafli strandveiðibáta eigi að vera. Það atriði sem flestir virðast sammála um er að keppnisfyrir- komulag kerfisins þurfi að hverfa, þ.e. kapphlaup bátanna þar til heildarafla viðkomandi svæðis í hverjum mánuði hefur verið náð. Allt frá byrjun hefur verið bent á þetta atriði og rökstutt að þetta hvetji smábátamenn til veiða í veðrum sem þeir hefðu annars beðið af sér. Margir telja líka æskilegt að lengja veiðitímabilið og þannig má áfram telja. Heildarniðurstaðan er þó sú að strandveiðarnar hafa sannað sig, þróast eins og önnur kerfi. Og kerfið þarf að þróast enn frekar. Jóhann Ólafur Halldórsson skrifar Meira líf færist í hafnirnar R itstjórn a rp istilll Vökvakerfislausnir Vökvadælur, vökvamótorar og stjórnbúnaður Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100 www.danfoss.is Stjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður sem ætlaður er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan og skilvirkan búnað. Út gef andi: Athygli ehf. ISSN 0001-9038 Rit stjórn: Athygli ehf. Glerárgötu 24, Ak ur eyri. Rit stjór i: Jóhann Ólafur Hall dórs son (ábm.) Sími 515-5220. GSM 899-9865. Net fang: johann@athygli.is Aug lýs ing ar: Augljós miðlun. Sími 515-5206. GSM 898-8022. Net fang: inga@athygli.is Suðurlandsbraut 30. Reykjavík. Hönnun & umbrot: Athygli ehf. Suðurlandsbraut 30. Reykjavík. Sími 515-5200. Á skrift: Hálfsársáskrift að Ægi kostar 6100 kr. Áskriftar símar 515-5200 & 515-5205 ÆG IR kem ur út 10-11 sinn um á ári. Eft ir prent un og ívitn un er heim il, sé heim ild ar get ið.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.