Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2017, Blaðsíða 47

Ægir - 01.08.2017, Blaðsíða 47
47 70% af þeim úrgangi sem end- ar í heimshöfunum sekkur fljótt til botns. Aðeins um 15% af plastinu eru talin verða eftir við yfirborðið og önnur 15% eru talin skolast að landi. Fyrir utan stóra plasthluti, sem tekur mörg ár að brotna niður, er einnig að finna í sjón- um svokallað örplast, þ.e. plast sem er minna en 4,75 mm að stærð. Örplastið endar í heims- höfunum sem smákúlur sem notaðar eru við aðra plastfram- leiðslu eða sem íblöndunarefni í snyrtivörur. Hreinsunarstöðvar geta ekki síað þessar agnir úr frárennslisvatni og þess vegna enda þær í sjónum rétt eins og milljarðar af vefnaðartrefjum í úrgangsvatni frá þvottavélum. Áhrif á sjávarlíf Áhrifin sem plast hefur á um- hverfi sjávar eru bæði marg- breytileg og afdrifarík. Samn- ingur Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni getur um tæplega 700 tegundir sjáv- arlífvera sem orðið hafa fyrir áföllum vegna plastmengunar. Smáhvalir, fuglar og fiskar fest- ast í gömlum netum, tógum eða plastfilmum og kafna eftir að hafa í misgáningi étið plast- poka, kveikjara og leikföng sem hluta af náttúrulegri fæðu. Því miður geta dýrin hvorki melt né að fullu skilað frá sér plastinu og svelta því til dauða með fulla maga eða vegna innri áverka. Plastið er einstaklega varan- legt og það tekur hundruð ára fyrir sólina, sjóinn og veðrun að brjóta það niður í smærri og smærri agnir en í öllu því ferli er plastið samt alltaf plast. Dýr sem sía fæðuna úr sjónum safna örsmáum plastögnum í meltingarveg og vefi og síðan berast þær um fæðukeðjuna. Sem dæmi um áhrif örplast- agna á sjávarlífverur má nefna verkan á efnaupptöku á frumu- stigi, bólguvaldandi svörun í skeljum og kröbbum, minnkað fæðunám krabbaflóa og áhrif á innkirtlastarfsemi fiska. Þetta er m.a. vegna þess að plastagnirn- ar geta innihaldið eiturefni sem notuð eru við framleiðsluna til að tryggja sveigju og varanleika eða eldtefjandi efni. Lítið er enn sem komið er vitað um það hvernig örplastið berst um flók- inn fæðuvef heimshafanna. Sjórinn við Ísland Enn sem komið er hefur ekki farið fram kerfisbundið mat á magni plasts í hafinu hér við land og því er lítið vitað um heildarmagn þess í samanburði við önnur hafsvæði hvort sem er í úthafssjónum, yfir land- grunninu eða á strandlengj- unni. Bein söfnun og greining plasts sunnar í Atlantshafi og líkanareikningar byggðir á henni benda til þess að plast í sjónum hér við landi sé enn sem komið er mun minna en þar sem mest gerist. Víða gefur hins vegar að líta plast og ann- ars konar rusl í fjörum og höfn- um. Samtökin Blái herinn voru einmitt stofnuð árið 1995 með það að megin verkefni að hreinsa sjóinn, strandlengjuna og hafnir hér við land af hvers kyns rusli og öðru því sem mengað getur hafið. Í upphafi beindist átakið að strandlengj- unni við Reykjanes en síðar hef- ur verið unnið að hreinsun víð- ar með ströndinni. Á árunum 1995-2014 hefur Blái herinn hreinsað yfir 1200 tonn af drasli úr umhverfi sjávar hér við land. Að mati Tómasar Knútssonar, forsvarsmanns hersins, er að jafnaði um eitt tonn af ýmis konar rusli á hverjum km á þeim hluta strandlengjunnar sem hann hefur kannað. Að lokum Mikilvægt er að mannskepnan dragi úr almennri notkun á plasti og þá einkum einnota umbúðum. Leita þarf leiða til að koma í veg fyrir vandann og breyta hugarfari, efla rannsókn- ir og þróun við leit á nýjum lausnum og auka endurvinnslu. Til þess að draga úr plastnotk- un og -úrgangi verða framleið- endur, smásalar, neytendur og stjórnmálamenn að axla ábyrgð og vinna saman. Þá er þörf á fræðslu þar sem vakin er athygli á þeirri umhverfisvá sem fylgir síaukinni plastnotkun. Plastið endar eins og að ofan er rakið að stórum hluta í heimshöfun- um. Það er áhyggjuefni fyrir þjóð eins og okkur Íslendinga sem á stóran hluta afkomu sinnar undir öflugum sjávarút- vegi í ómenguðu umhverfi. Helstu heimildir Eriksen M, Lebreton LCM, Carson HS, Thiel M, Moore CJ, et al. 2014. Plastic Pollution in the World’s Oceans: More than 5 Trillion Plastic Pieces Weighing over 250,000 Tons Afloat at Sea. PLoS ONE 9(12): e111913. doi:10.1371/jo- urnal.pone.0111913 Detloff, K. & Instel, K. 2016. Plastic Oceans. The Journal of Ocean Technology, 11, 10-17. PlasticsEurope. 2016. Plastics – The facts 2013. 38 bls. Taylor, M. L., Gwinnett, C., Robinson, L.F. & Wo- odall, L.C. 2016. Plastic microfibre ingestion by deep-seaorganisms. Scientific reports. DOI: 10.1038/srep33997. https://www.plasticoceans.org/the-facts/ https://www.blaiherinn.is/ Plast og annað drasl í fjöru á Brimketilssvæðinu við Grindavík. Mynd: Tómas J. Knútsson. Trukkur Bláa hersins að hreinsunarstarfi við Garðskaga. Mynd: Tómas J. Knútsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.