Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2017, Blaðsíða 46

Ægir - 01.08.2017, Blaðsíða 46
46 Bláa (plast)plánetan Heimshöfin þekja um 71% af yfirborði jarðar og því er oft talað um jörðina sem bláu plánetuna. Í seinni tíð er og farið að tala um bláa lífhag- kerfið sem þá er tilvísun í mikil- vægi hafsins og þeirra tæki- færa sem þar eru talin vera til nýsköpunar og rannsókna í matvælaframleiðslu. Á sein- ustu áratugum hefur plast- framleiðsla og notkun hins veg- ar aukist og ef svo heldur fram sem horfir kann plast í heims- höfunum að vega meira en fiskistofnar árið 2050. Til þess að koma í veg fyrir að þannig fari og að jörðin verði að eins- konar plastplánetu þarf mann- skepnan að endurskoða og draga úr notkun á plasti. Hér er fjallað um stöðu mála og hætt- una sem talin er stafa af auk- inni plastmengun í heimshöf- unum. Plastframleiðsla og notkun Erfitt er að ímynda sér heiminn án plasts. Létt, sterkt og ódýrt í framleiðslu kom plastið fram á sjónarsviðið fyrir um eitt hundr- að árum og var þá fagnað sem afsprengi iðnaðaraldar. Plast er nú notað í sambandi við hina margbreytilegustu framleiðslu og sífellt bætast við ný notkun- arsvið þar sem plastið kemur í stað hefðbundins efnis. Á sein- ustu 25 árum hefur plastfram- leiðsla rúmlega þrefaldast og árið 2015 var hún 322 milljónir tonna. Því miður fylgir fram- leiðslunni einnig dekkri hlið og plastið er nú orðið ein af stærstu áskorunum umhverfis- verndar tengdri hafinu. Stórar iður af plasti fljóta um í heims- höfunum og sjávardýr flækjast í gömlum netum, éta plastpoka og plasttægjur og svelta til dauða með fullan maga. Smá- sæjar plastagnir eða örplast berst einnig um fæðuvef sjávar og jafnvel fiskar og skeldýr eru þegar orðin menguð af slíkum ögnum. Bættur efnahagur í mörgum Asíulöndum hefur leitt til þess að þau eru orðin stærstu fram- leiðendur og notendur á plasti í heiminum. Í dag er 46% af plasti sem notað er í heiminum framleitt í Asíu og þar á sér einnig stað umfangsmesta los- un á plasti í heimshöfin. Lausn á vandanum sem tengist plastúr- gangi er ekki í augsýn eins og þurrlendi og hafsvæði full af plasti um allan heim bera vitni um. Jafnvel í löndum þar sem úrgangslosun er talið ágætlega fyrir komið endar stór hluti plasts sem mengunarvaldur í náttúrunni. Plast um allan sjó Frá því á miðjum áttunda ára- tug seinustu aldar hefur verið bannað að losa úrgang í hafið. Þrátt fyrir þetta er plastúrgang að finna um nær allan sjó og á seinustu árum hefur hann bor- ist til fjarlægra staða eins og Norður- og Suðurheimskautsins og djúpsjávar heimshafanna. Plast leysist ekki upp heldur brotnar það einungis niður í smærri og smærri agnir. Það tekur innkaupaplastpoka um 25 ár að brotna niður, plastflösku um 450 ár og veiðarfæri um 600 ár. Samkvæmt nýlegri rannsókn eru meira en 5 trilljónir (5000 milljarðar) plastagna (frá ör- plasti sem er minna en 4,7 mm til plaststykkja stærri en 20 cm) sem samtals vega um 270 þús- und tonn taldar vera á floti við yfirborð í heimshöfunum. Þetta mat byggir á líkanareikningum þar sem til grundvallar eru um 700 yfirborðstog með fínriðn- um háfum sem og um 900 rannsóknasnið þar sem lagt var sjónrænt mat á stærri plastleif- ar. Straumar og vindar flytja plastið um heimshöfin og mest er magnið í stórum straum- hvirflum eða ruslaskellum í Atl- antshafi, Kyrrahafi og Indlands- hafi. Á grundvelli þess hvernig plast kvarnast í smærri búta höfðu menn búist við meiri fjölda af örplastögnum en síðan mældust. Það gæti bent til þess að örplastið sökkvi hraðar, ber- ist í meira mæli upp í fjöru, sé étið eða brotni hraðar niður en áður hefur verið talið. Af sýni- legu plastrusli sáust frauðplast- bútar, „ýmis konar plast“ og flöskur oftast en neta- og línu- baujur, fötur og frauðplast voru hins vegar stærstu flokkarnir hvað þyngd varðaði. Árið 2015 var áætlað að los- un plastefna frá landi í heims- höfin næmi um 9 milljónum tonna á ári. Umhverfistofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) telur að þetta magn myndi um 80% af rusli í sjónum en að 20% sem upp á vantar komi frá sjáv- artengdri starfsemi (siglingum, fiskveiðum). Ef mannfjöldaþró- un á strandsvæðum heldur áfram líkt og verið hefur og ef háttalag í samband við úr- gangslosun breytist ekki er talið að plast sem losað er í heims- höfin geti 10 faldast fram til 2025. Sorpið sem sést við yfir- borð sjávar er aðeins toppurinn á ísjakanum þar sem að um Ólafur S. Ástþórsson, sérfræðing- ur hjá Hafrannsóknastofnun skrifar. Heybaggaplast í fjöru á Snæfellsnesi. Mynd: Tómas J. Knútsson. V ern d u n h a fsin s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.