Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2017, Blaðsíða 8

Ægir - 01.08.2017, Blaðsíða 8
8 N ý tt fisk isk ip Fjölmenni var á hafnarbakkanum á Sauðarkróki laugardaginn 19. ágúst síðastliðinn þegar nýr togari FISK Seafood ehf., Drangey SK 2, lagðist að bryggju eftir tæplega tveggja vikna siglingu frá Tyrk- landi. Liðin eru 44 ár frá því síðast var tekið á móti nýju skipi á Sauðárkróki en Drangey SK mun leysa ísfisktogarann Klakk SK af hólmi. Vonast er til að fyrsta veiðiferð Drangeyjar verði farin fyrir árslok en nú tekur við niðursetning fiskvinnslubúnaðar í skipið. Það verkefni verður unnið af Skaganum 3X ehf. og er skipið nú komið til Akraness þar sem búnaðurinn verður settur um borð. Rúmar 225 tonn í lest Drangey SK 2 er þriðji af fjórum samskonar ísfisktogurum sem koma hingað til lands á þessu ári frá Cemre skipasmíðastöð- inni í Tyrklandi. FISK Seafood hf. og Samherji hf. höfðu samstarf í þessu verkefni en þrjú skipanna eru smíðuð fyrir Samherja Ís- land og Útgerðarfélag Akureyr- inga. Fyrst kom Kaldbakur EA síðla vetrar, þá Björgúlfur EA í byrjun sumars og síðasta skipið er Björg EA sem væntanleg er í árslok. Skipin eru hönnun Bárðar Hafsteinssonar, skipaverkfræð- ings hjá Verkfræðistofunni Skipatækni. Drangey SK er 62,5 metra langt skip og 13,5 metra Drangey SK 2 siglir inn fyrir Drangey á Skagafirði á leið til heimahafnar í fyrsta sinn. Myndir: Jóhann Ólafur Halldórsson Tímamót með nýrri Drangey SK 2 Gestir skoða sig um í matsalnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.