Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.08.2017, Qupperneq 8

Ægir - 01.08.2017, Qupperneq 8
8 N ý tt fisk isk ip Fjölmenni var á hafnarbakkanum á Sauðarkróki laugardaginn 19. ágúst síðastliðinn þegar nýr togari FISK Seafood ehf., Drangey SK 2, lagðist að bryggju eftir tæplega tveggja vikna siglingu frá Tyrk- landi. Liðin eru 44 ár frá því síðast var tekið á móti nýju skipi á Sauðárkróki en Drangey SK mun leysa ísfisktogarann Klakk SK af hólmi. Vonast er til að fyrsta veiðiferð Drangeyjar verði farin fyrir árslok en nú tekur við niðursetning fiskvinnslubúnaðar í skipið. Það verkefni verður unnið af Skaganum 3X ehf. og er skipið nú komið til Akraness þar sem búnaðurinn verður settur um borð. Rúmar 225 tonn í lest Drangey SK 2 er þriðji af fjórum samskonar ísfisktogurum sem koma hingað til lands á þessu ári frá Cemre skipasmíðastöð- inni í Tyrklandi. FISK Seafood hf. og Samherji hf. höfðu samstarf í þessu verkefni en þrjú skipanna eru smíðuð fyrir Samherja Ís- land og Útgerðarfélag Akureyr- inga. Fyrst kom Kaldbakur EA síðla vetrar, þá Björgúlfur EA í byrjun sumars og síðasta skipið er Björg EA sem væntanleg er í árslok. Skipin eru hönnun Bárðar Hafsteinssonar, skipaverkfræð- ings hjá Verkfræðistofunni Skipatækni. Drangey SK er 62,5 metra langt skip og 13,5 metra Drangey SK 2 siglir inn fyrir Drangey á Skagafirði á leið til heimahafnar í fyrsta sinn. Myndir: Jóhann Ólafur Halldórsson Tímamót með nýrri Drangey SK 2 Gestir skoða sig um í matsalnum.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.