Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2017, Blaðsíða 16

Ægir - 01.08.2017, Blaðsíða 16
16 Íslendingar sækja sjóinn víða um heim, bæði á íslenskum skipum og erlendum. Fjórir togarar skráðir í Eistlandi í eigu Íslendinga stunda nú meðal annars rækjuveiðar í Barentshafi. Skipstjórarnir á þeim eru íslenskir og einn þeirra er Vestmanneyingurinn Viktor Scheving Ingvarsson. Blaðamaður Ægis tók hann tali til að fá fréttir af veiðiskapnum og fleiru. Viktor er skipstjóri á rækju- togaranum Steffano sem áður hét Steffen C og þar áður Pétur Jónsson RE. Hann er gerður út af Reyktal þjónustu, sem einnig gerir út togarana Reval Viking, Ontika og Taurus, sem eru skráðir í Eistlandi og veiða úr kvótum ESB, og rækjubátinn Dag SK. Fyrirtækið rekur einnig rækjuverksmiðjuna Dögun á Sauðárkróki. Hjá útgerðinni í 10 ár „Við erum mest á rækju en er- um að taka smávegis af botn- fiski líka, þorsk, grálúðu og kola, en rækjuveiðarnar eru okkar að- alútgerð,“ segir Viktor. Reyktal keypti Steffano fyrir rúmu ári frá Grænlandi og hefur Viktor verið með hann síðan á móti Skúla Elíassyni. Hann er annars búinn að vera hjá út- gerðinni í 10 ár, áður á Ontiku og Eldborgu. Þar áður var hann á Andvara. „Ég byrjaði á rækju- veiðunum á Flæmska hattinum og síðan færðum við okkur til norðausturs yfir í Barentshafið og við Svalbarða. Við erum að sækja rækjuna langt norður fyr- ir Svalbarða á haustin, alveg norður fyrir 80. breiddargráðu. Það hefur oft verið ágætis veiði í kantinum fyrir norðan Sval- barða og í kringum eyjarnar. Frá því í febrúar/mars og fram í október erum við í Smugunni og í Hopen-dýpi. Þar erum við mestan hluta ársins og þar höf- um við, auk rækjunnar, verið að veiða þorsk og grálúðu.“ Viktor segir að gera megi ráð fyrir að taka á skipið 3.000 til 4.000 tonn af rækju á ári, en nokkrar tafir hafi orðið frá veið- um á þessu fyrsta ári. Skipið er öflugt og er með tvö troll undir og afkastameira en skipin sem hann var á áður. Steffano var sérhannaður fyrir rækjuveiðar en Grænlendingarnir voru líka með hann á makríl. „Það er allur búnaður fyrir rækjuvinnslu um borð, meðal annars sérstök Jap- anslína, sem við höfum reyndar ekki notað enn. Við reynum þó að sjóða eins mikið af rækjunni og við getum en hitt er fryst sem iðnaðarrækja.“ 35 daga túrar Áhöfnin telur í kringum 20 manns eftir því hvaða veiðar eru stundaðar. „Í Smugunni er meira um að vera og þá eru 21 til 22 um borð í einu. Skipstjór- arnir eru Íslendingar og sömu- leiðis yfirvélstjórinn. Annars eru Sækja rækjuna norður fyrir Svalbarða rætt við Viktor Scheving Ingvarsson, skipstjóra á rækjutogaranum Steffano Viktor Scheving Ingvarsson er skipstjóri á rækjutogaranum Steffano. Hann lætur vel af starfinu. Ljósmynd Hjörtur Gíslason. Æ g isv iðta lið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.