Ægir

Volume

Ægir - 01.08.2017, Page 16

Ægir - 01.08.2017, Page 16
16 Íslendingar sækja sjóinn víða um heim, bæði á íslenskum skipum og erlendum. Fjórir togarar skráðir í Eistlandi í eigu Íslendinga stunda nú meðal annars rækjuveiðar í Barentshafi. Skipstjórarnir á þeim eru íslenskir og einn þeirra er Vestmanneyingurinn Viktor Scheving Ingvarsson. Blaðamaður Ægis tók hann tali til að fá fréttir af veiðiskapnum og fleiru. Viktor er skipstjóri á rækju- togaranum Steffano sem áður hét Steffen C og þar áður Pétur Jónsson RE. Hann er gerður út af Reyktal þjónustu, sem einnig gerir út togarana Reval Viking, Ontika og Taurus, sem eru skráðir í Eistlandi og veiða úr kvótum ESB, og rækjubátinn Dag SK. Fyrirtækið rekur einnig rækjuverksmiðjuna Dögun á Sauðárkróki. Hjá útgerðinni í 10 ár „Við erum mest á rækju en er- um að taka smávegis af botn- fiski líka, þorsk, grálúðu og kola, en rækjuveiðarnar eru okkar að- alútgerð,“ segir Viktor. Reyktal keypti Steffano fyrir rúmu ári frá Grænlandi og hefur Viktor verið með hann síðan á móti Skúla Elíassyni. Hann er annars búinn að vera hjá út- gerðinni í 10 ár, áður á Ontiku og Eldborgu. Þar áður var hann á Andvara. „Ég byrjaði á rækju- veiðunum á Flæmska hattinum og síðan færðum við okkur til norðausturs yfir í Barentshafið og við Svalbarða. Við erum að sækja rækjuna langt norður fyr- ir Svalbarða á haustin, alveg norður fyrir 80. breiddargráðu. Það hefur oft verið ágætis veiði í kantinum fyrir norðan Sval- barða og í kringum eyjarnar. Frá því í febrúar/mars og fram í október erum við í Smugunni og í Hopen-dýpi. Þar erum við mestan hluta ársins og þar höf- um við, auk rækjunnar, verið að veiða þorsk og grálúðu.“ Viktor segir að gera megi ráð fyrir að taka á skipið 3.000 til 4.000 tonn af rækju á ári, en nokkrar tafir hafi orðið frá veið- um á þessu fyrsta ári. Skipið er öflugt og er með tvö troll undir og afkastameira en skipin sem hann var á áður. Steffano var sérhannaður fyrir rækjuveiðar en Grænlendingarnir voru líka með hann á makríl. „Það er allur búnaður fyrir rækjuvinnslu um borð, meðal annars sérstök Jap- anslína, sem við höfum reyndar ekki notað enn. Við reynum þó að sjóða eins mikið af rækjunni og við getum en hitt er fryst sem iðnaðarrækja.“ 35 daga túrar Áhöfnin telur í kringum 20 manns eftir því hvaða veiðar eru stundaðar. „Í Smugunni er meira um að vera og þá eru 21 til 22 um borð í einu. Skipstjór- arnir eru Íslendingar og sömu- leiðis yfirvélstjórinn. Annars eru Sækja rækjuna norður fyrir Svalbarða rætt við Viktor Scheving Ingvarsson, skipstjóra á rækjutogaranum Steffano Viktor Scheving Ingvarsson er skipstjóri á rækjutogaranum Steffano. Hann lætur vel af starfinu. Ljósmynd Hjörtur Gíslason. Æ g isv iðta lið

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.