Ægir

Årgang

Ægir - 01.08.2017, Side 46

Ægir - 01.08.2017, Side 46
46 Bláa (plast)plánetan Heimshöfin þekja um 71% af yfirborði jarðar og því er oft talað um jörðina sem bláu plánetuna. Í seinni tíð er og farið að tala um bláa lífhag- kerfið sem þá er tilvísun í mikil- vægi hafsins og þeirra tæki- færa sem þar eru talin vera til nýsköpunar og rannsókna í matvælaframleiðslu. Á sein- ustu áratugum hefur plast- framleiðsla og notkun hins veg- ar aukist og ef svo heldur fram sem horfir kann plast í heims- höfunum að vega meira en fiskistofnar árið 2050. Til þess að koma í veg fyrir að þannig fari og að jörðin verði að eins- konar plastplánetu þarf mann- skepnan að endurskoða og draga úr notkun á plasti. Hér er fjallað um stöðu mála og hætt- una sem talin er stafa af auk- inni plastmengun í heimshöf- unum. Plastframleiðsla og notkun Erfitt er að ímynda sér heiminn án plasts. Létt, sterkt og ódýrt í framleiðslu kom plastið fram á sjónarsviðið fyrir um eitt hundr- að árum og var þá fagnað sem afsprengi iðnaðaraldar. Plast er nú notað í sambandi við hina margbreytilegustu framleiðslu og sífellt bætast við ný notkun- arsvið þar sem plastið kemur í stað hefðbundins efnis. Á sein- ustu 25 árum hefur plastfram- leiðsla rúmlega þrefaldast og árið 2015 var hún 322 milljónir tonna. Því miður fylgir fram- leiðslunni einnig dekkri hlið og plastið er nú orðið ein af stærstu áskorunum umhverfis- verndar tengdri hafinu. Stórar iður af plasti fljóta um í heims- höfunum og sjávardýr flækjast í gömlum netum, éta plastpoka og plasttægjur og svelta til dauða með fullan maga. Smá- sæjar plastagnir eða örplast berst einnig um fæðuvef sjávar og jafnvel fiskar og skeldýr eru þegar orðin menguð af slíkum ögnum. Bættur efnahagur í mörgum Asíulöndum hefur leitt til þess að þau eru orðin stærstu fram- leiðendur og notendur á plasti í heiminum. Í dag er 46% af plasti sem notað er í heiminum framleitt í Asíu og þar á sér einnig stað umfangsmesta los- un á plasti í heimshöfin. Lausn á vandanum sem tengist plastúr- gangi er ekki í augsýn eins og þurrlendi og hafsvæði full af plasti um allan heim bera vitni um. Jafnvel í löndum þar sem úrgangslosun er talið ágætlega fyrir komið endar stór hluti plasts sem mengunarvaldur í náttúrunni. Plast um allan sjó Frá því á miðjum áttunda ára- tug seinustu aldar hefur verið bannað að losa úrgang í hafið. Þrátt fyrir þetta er plastúrgang að finna um nær allan sjó og á seinustu árum hefur hann bor- ist til fjarlægra staða eins og Norður- og Suðurheimskautsins og djúpsjávar heimshafanna. Plast leysist ekki upp heldur brotnar það einungis niður í smærri og smærri agnir. Það tekur innkaupaplastpoka um 25 ár að brotna niður, plastflösku um 450 ár og veiðarfæri um 600 ár. Samkvæmt nýlegri rannsókn eru meira en 5 trilljónir (5000 milljarðar) plastagna (frá ör- plasti sem er minna en 4,7 mm til plaststykkja stærri en 20 cm) sem samtals vega um 270 þús- und tonn taldar vera á floti við yfirborð í heimshöfunum. Þetta mat byggir á líkanareikningum þar sem til grundvallar eru um 700 yfirborðstog með fínriðn- um háfum sem og um 900 rannsóknasnið þar sem lagt var sjónrænt mat á stærri plastleif- ar. Straumar og vindar flytja plastið um heimshöfin og mest er magnið í stórum straum- hvirflum eða ruslaskellum í Atl- antshafi, Kyrrahafi og Indlands- hafi. Á grundvelli þess hvernig plast kvarnast í smærri búta höfðu menn búist við meiri fjölda af örplastögnum en síðan mældust. Það gæti bent til þess að örplastið sökkvi hraðar, ber- ist í meira mæli upp í fjöru, sé étið eða brotni hraðar niður en áður hefur verið talið. Af sýni- legu plastrusli sáust frauðplast- bútar, „ýmis konar plast“ og flöskur oftast en neta- og línu- baujur, fötur og frauðplast voru hins vegar stærstu flokkarnir hvað þyngd varðaði. Árið 2015 var áætlað að los- un plastefna frá landi í heims- höfin næmi um 9 milljónum tonna á ári. Umhverfistofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) telur að þetta magn myndi um 80% af rusli í sjónum en að 20% sem upp á vantar komi frá sjáv- artengdri starfsemi (siglingum, fiskveiðum). Ef mannfjöldaþró- un á strandsvæðum heldur áfram líkt og verið hefur og ef háttalag í samband við úr- gangslosun breytist ekki er talið að plast sem losað er í heims- höfin geti 10 faldast fram til 2025. Sorpið sem sést við yfir- borð sjávar er aðeins toppurinn á ísjakanum þar sem að um Ólafur S. Ástþórsson, sérfræðing- ur hjá Hafrannsóknastofnun skrifar. Heybaggaplast í fjöru á Snæfellsnesi. Mynd: Tómas J. Knútsson. V ern d u n h a fsin s

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.