Feykir


Feykir - 24.05.2012, Blaðsíða 3

Feykir - 24.05.2012, Blaðsíða 3
20/2012 AÐSENT | JÓN MAGNÚSSON SKRIFAR Dapurleg niðurstaða Nú liggur fyrir ársreikningur Sveitarfélagins Skagaíjarðar fyrir árið 2011 og er niður- staðan ein sú dapurlegasta sem sést hefur um langan tíma. Meirihluti Vg og ffamsóknarmanna er algerlega vanmáttugur að taka á rekstri sveitarfélagsins og hallarekstur sem nemur 302 milljónum króna á síðasta ári er því til staðfestu. Framsóknarflokkurinn hefur verið ráðandi afl í sveitarstjórn Skagafjarðar síðastliðin sex ár. Uppsafnað tap á rekstri sveitarfélagsins árin 2008 - 2011 nemur rúmum 1.200 milljónum króna á núvirði. Hallarekstrinum hefur verið mætt með nýjum lántökum og vandanum þannig velt yfir á skattgreiðendur framtíðar. Framsóknarmenn í Skagafirði hafa sýnt undanfarin ár að þeir ná ekki fram hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins. Sú staðreynd hlýtur að vekja ugg og vonbrigði meðal íbúa sveitarfélagsins sem á komandi árum munu, í boði fram- sóknarmanna, greiða hærri skatta og gjöld samfara minnkandi þjónustu. Sjálfstæðismenn í Skaga- firði hafa miklar áhyggjur af þróun mála og hafa undanfarin ár varað við vaxandi rekstrar- kostnaði sveitarsjóðs. Við full- trúar Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn gengum svo langt í upphafi yfirstandandi kjör- tímabils, að bjóðast til að taka sameiginlega ábyrgð á erfiðum ákvörðunum með meirihlut- anum. Því tilboði var ekki tekið enda hafa engar tillögur komið fram hjá framsóknarmönnum eða vinstri grænum hvernig þeir hyggjast takast á við vax- andi vanda sveitarsjóðs. Ef framsóknarmeirihlutinn heldur áfram á þessari braut við stjórnun Sveitarfélagsins Skagafjarðar, verður fljótlega gripið í taumana að hálfu eftirlitsstofnana og menn munu þurfa að axla ábyrgð. Þá verður minna gaman. Jón Magnússon, sveitarstjórnarfulltrúi Sjálfstœðisflokksins. Hafðu samband ísíma 455 7776 eða sendupóstá feykir@feykir.is ...allirmeð! Leikmannakynning Lið Tindastóls tekur þetta sumarið þátt í 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu. Tólf lið taka þátt í 1. deildinni og reikna menn með strembnu sumri hjá Stólunum. Liðið hefur nú þegar leikið tvo leiki og tapað báðum en engin ástæða er til að örvænta. Stólarnir hafa á að skipa ungu og efnilegu liði sem spennandi verður að fylgjast með. Þjálfari Tindastóls er Halldór Jón Sigurðs- son, eða bara Donni, en honum til halds og trausts eru Haukur Skúlason og Sigurður Hallórsson. /ÓABogPF Edvard Börkur Óttharsson fæddur1992 Fannar Freyr Gíslason fæddur 1991 Fannar Kolbeinsson fæddur1992 Dominic Furness fæddur1988 Loftur Páll Eiríksson fæddur 1992 Max Touloute fæddur1990 Pálmi Þór Valgeirsson fæddur 1988 Ingvi Hrannar Omarsson fæddur1986 Sebastian Furness fæddur1986 Theodor Furness fæddur 1991 Halldórjón Sigurðsson þjálfari Árni Arnarson Árni Einar Adolfsson Ben Everson Björn Anton Guðmundsson fæddur1992 fæddur1987 fæddur 1987 fæddur1993 Aðalsteinn Arnarson Arnar Magnús Róbertsson Arnar Skúli Atlason Atli Arnarson fæddur 1986 fæddur1990 fæddur 1991 fæddur1993

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.