Feykir


Feykir - 24.05.2012, Blaðsíða 12

Feykir - 24.05.2012, Blaðsíða 12
Menning Gömlu dagarnir rifjaðir upp Nú í maí tróð Félag harmoniku- unnenda í Skagafirði upp þriðja árið í röð með dagskrána Manstu gamla daga og voru sýningarnar fjórar, þrjár í Bifröst og ein í Höfðaborg á Hofsósi. Dagskráin samanstendur af upprifj- unum á fréttum og frásögnum af Skagfirðingum og að þessu sinni voru það árin 1965 og 1966 sem tekin voru fyrir. Líkt og fyrri árin var það Björn Björnsson sem hafði sett saman fínan texta og flutti á milli laga auk þess sem hann kynnti lögin. Hljómsveit hússins skipuðu þeir Guðmundur Ragnarsson á bassa, Rögnvaldur Valbergsson á hljómborð og gítar, Sigfús Benediktsson lék á gítar og Kristján Þór Hansen barði og pennslaði trommurnar. Þá sáu þeir Jón Gíslason og Aðalsteinn fsfjörð um að þenja nikkurnar en Alli lék einnig á klarinett og saxófón. Söngvarar að þessu sinni voru Dagbjört Jóhannesdóttir og Róbert Óttarsson og sungu þau mörg ágætis lög frá þessum guUaldartíma í tón- listinni. Má þar sem dæmi nefna lög á borð við Heyr mína bæn, You Don't Have to Say You Love Me, Laus og liðugur, Keep On Running, Bláu augun þín og Long Live Love. Þessari rétt um tveggja tíma dagskrá lauk síðan miklu harmoniku-húllum- hæi þar sem Jón og Alli fórum mikinn. Ekki er að efa að áhorfendur hafi skemmt sér vel á Manstu gamla daga og hafi farið sælir út í sumarið með fullan tank af notalegum minningum. /ÓAB Lambafille 2998,- kg. Lambabógur frosinn 759,- kg. Goða pylsur 1 Ost. 449,- Rjómi Ví I. 379,- Rjómi /41.198,- Rifinn mozarella Jarðaber 250gr 189, Kók lltr. 149,- Pylsubrauð 5st. 149,- Casa fiesta tortillas 320gr. 289,- Casa fiesta tortillas 245gr. 269,- Tato sósur hot/medium/mild 225gr. 189,- Salsa sósa 315gr. 298,- Ostasósa 300gr. 339,- Taco skeljar 249,- Góu Rúsínur Ijósar/dökkar 500gr. 398,- Conga stórt 69,- Nóa kropp 150gr. 189,- Palmolive handsópa 279,- Palmolive sturtusópa 298,-

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.