Feykir


Feykir - 24.05.2012, Blaðsíða 5

Feykir - 24.05.2012, Blaðsíða 5
20/2012 ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS Knattspyrna :: Drangey - KFG 3-3 Glutruðu niður forystunni Benjamín Jóhannes Gunnlaugarson fagnar eftir að hafa skorað annað mark Drangeyinga. Þriðjudeildarliðið Drangey á Sauðárkróki lék sinn fyrsta deildarleik í knattspyrnu á sunnudag er KFG úr Garðabæ kom í heimsókn. Leikið var við ágætar aðstæður, fínt veður og stemningin góð. Hilmar Þór Kárason kom Drangey yfir strax á 6. mínútu leiksins og voru Drangeyingar líklegri til að setja annað en gestirnir að jafna. Ekki dró þó til tíðinda fyrr en komið var að lokum fyrri hálfleiks er Benja- mín Jóhannes Gunnlaugarson þrumaði boltanum af öryggi í net Garðbæinganna og allt útlit fyrir góða 2-0 stöðu heimamanna í hálfleik. Ekki leið þó mínúta frá því gestirnir tóku miðju að þeir ná að koma boltanum í net heimamanna og dómarinn flautaði til hálfleiks. Seinni hálfleikur var á svipuðum nótum, heima- menn virtust sterkari aðihnn í leiknum og svo fór að Hilmar Þór náði að skora sitt annað mark í leiknum og staðan orðin 3-1 fyrir heimamenn sem þóttu vera með unnin leik í höndunum. En eins og gömul speki segir þá er leikurinn ekki búinn fyrr en dómarinn flautar hann af. Og dómarinn notaði flautuna í fleiri verkefni. Á 78. mínútu fékk Bjarni Smári áminningu og svo aðra til tíu mínútum seinna fyrir kjaftbrúk og það þýddi rautt spjald og hann því rekinn af velli. í millitíðinni dæmdi dóm- arinn umdeilt brot á Bjarka Árna innan vítateigs og gestirnir fá víti sem þeir nýta vel og minnka muninn í eitt mark. Nú vonuðu áhorfendur sem flestaUir voru á bandi heimaliðsins að leiktíminn rynni út án þess að fleiri áfoll dyndu yfir, en svo gott var það ekki. Á síðustu mínútu Ieiksins ná gestirnir að jafna leikinn og stela dýrmætu stigi. -Við vorum rnikið sterkari aðilinn í þessum leik og áttum að vinna hann, sagði Donni þjáfari eftir leikinn.- Við erum mjög sterkt lið í þessari deild og framhaldið verður feykilega skemmtilegt og strákarnir eiga eftir að standa sig vel. Frábært Íið./PF Landslið U16 í körfubolta Pétur Rúnar meiddist Tindstælingurinn Pétur Rúnar Birgisson, landsliðsmaður U-16 í körfubolta varð fyrir þvf óhappi að meiðast á læri f leik gegn Svíum á Norður- landamótinu í Solna á mánudaginn. Meiðslin voru þess eðlis að hann gat ekki verið með í síðasta leik liðsins á mótinu gegn Dönum. Fyrstu þrjá leikina var Pétur byrjunarliðsmaður en íslenski hópurinn steig vel upp í fjarveru Péturs og unnu Danina 66 -58. Pétur fékk högg á lærið í leiknum á móti Svíunum en gat spilað áfram meðan hann var heitur. Þrátt fyrir þetta varð Pétur stigahæstur í liðinu með 12 stig, aukþess sem hann spil- aði mest allra íslensku strák- anna, tæpar 32 mínútur. Því miður fýrir okkar ágæta landslið tapaðist leikurinn 52- 59. /PF > www.feykir.is/ithrottir Steinar og Bára á Norðurlandamótinu í Boccia Kepptu fyrir íslands hönd kappi við Norðmenn, Finna og Dani og varð hún líka að játa sig sigraða og komst ekki í úrslit. Á sunnudeginum keppti Bára í liðakeppni og var fyrri umferð haldin fýrir hádegi og seinni eft ir hádegi en hennar lið komst ekki áfrarn í úrslit. íslendingar komust í 3. sæti í einum riðli en Svíar hirtu flest gullin. Norðurlandaþjóðirnar halda mótin til skiptis og verður næsta mót haldið í Svíþjóð 2014. Bocciaæfingar hjá Grósku hafa verið haldnar einu sinni í viku í íþróttahúsinu á Sauðárkróki og hefur um tíu manna hópur fatlaðra auk eldri borgara stundað þær af kappi. Norðurlandamótsfararnir Bára og Steinar hafa verið sigursæl í sínum riðlum og hefur Bára oft orðið íslandsmeistari í sinum riðli. Fleiri Gróskukeppendur hafa einnig náð góðum árangri enda áhuginn hjá félögum mikill og umgjörðin góð hjá þeim sem halda utan um félagið. /PF Norðurlandameistaramót í boccia fór fram í Reykjavík dagana 12. -13. maí sl. en þar kepptu 79 einstaklingar frá íslandi, Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Færeyjum auk þjálfara og fararstjóra, alls um 120 erlendir gestir. Meðal keppenda voru þau Steinar Þór Björnsson og Aðalheiður Bára Steinsdóttir frá íþróttafélaginu Grósku í Skagafirði. Á laugardeginum kepptu þau Bára og Steinar hvort í sínum flokknum í einstakl- ingskeppninni. Steinar keppti í riðh pc-1 bæði við Svía og Norðmann en varð að láta í minni pokann í þetta skiptið en Bára keppti í riðli pc-2 og atti Bára og Steinar stóðu sig vel á NorðurianrJamótinu íboccia þó ekki kæmust þau á verðiaunapallinn. Knattspyrna :: Tindastóll - Víkingur 0.0-1 Ólafsvíkingar voru sterkari á Króknum Lið Tindastóls fékk Víking Ólafsvík í heimsókn á Sauðárkróksvöll á laugardaginn. Leikið var við sæmilegar aðstæður á Króknum þó svo hitinn hafi ekki verið uppá margar gráðurnar. Stólarnir léku undan vindi í fýrri hálfleik og voru heldur sterkari aðilinn frarnan af. Þeim tókst þó ekki að skora og það voru gestirnir sem fengu betri færi en nýr markvörður Tindastóls, Sebastian Furness, varði vel. Hann kom hins vegar engum vörnum við þegar Guð- mundur Hafsteinsson komst inn fyrir vörn Stólanna á 28. mínútu og skoraði af öryggi, setti boltann í fjærhornið. Tindastólsmenn virtust heillum horfnir effir þetta áfall og voru heppnir að sleppa inn í klefa aðeins einu marki undir. Varnarleikur Stólanna batn- aði í síðari hálfleik en illa gekk að skapa færi en lið Ólafsvíkinga er vel skipað og það reyndist ekki hlaupið að því að koma þeim í opna skjöldu. Tinda- stólsmenn gátu því ekki kvartað undan úrslitunum í leikslok, þeir voru lakari aðilinn að þessu sinni. Þrátt fyrir töp í fyrstu tveimur umferðunum eru Stólarnir í 10. sæti deildarinnar en Þróttur R. og Leiknir R. hafa einnig tapað sínum leikjum en eru með lakara markahlutfall. í næstu umferð fara strákarnir til Bolungarvíkur þann 26. maí en næsti heimaleikur er gegn ÍR laugardaginn 2. júní kl. 14:00. -Við áttum í rauninni ekkert meira skilið en við fengum í leiknum. Þeirvorubetri sóknar- lega en við. Við vörðumst ágæt- lega fannst mér en þeir opnuðu okkur samt með beinskeyttum sóknarleik, sagði Halldór Jón Sigurðsson eða Donni þjálfari um leikinn. /ÓAB & PF

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.