Morgunblaðið - 02.01.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.01.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2018 HVAÐ HENTAR ÞÍNU STARFSFÓLKI? Hjá okkur færðu ljúffengan mat úr fyrsta flokks hráefni. • Fjölbreytta rétti úr fiski, kjöti og grænmeti. • llmandi og nýbökuð brauð, rík af korni og fræjum. • Gómsætar súpur, lagaðar með hollustu að leiðarljósi. • Brakandi fersk salöt og ávexti. • Við komum til móts við ykkar óskir kryddogkaviar.is kryddogkaviar@kryddogkaviar.is Sími 515 0702 og 515 0701 Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Árið sem var að líða er stærsta bíla- söluár frá upphafi. 26.226 ökutæki voru nýskráð á árinu 2017 en fyrra met var frá árinu 2007 þegar fjöldi ný- skráðra ökutækja var 25.715. Langstærsti hluti nýskráðra bif- reiða voru fólksbílar, eða 21.287, og nam söluaukningin í þeim flokki 15% á milli áranna 2016 og 2017. Miklar breytingar hafa orðið á sölu bifreiða eftir orkugjöfum. Sala á svo- kölluðum tengiltvinnbifreiðum, eða Plugin-hybrid, hefur tífaldast á að- eins tveimur árum, úr 139 seldum bíl- um árið 2015 upp í 1.390 árið 2017. Sala á hreinum rafbílum jókst um 86% milli ára 2016 og 2017 og sala á Hybrid-bifreiðum jókst um 51% milli ára. Athygli vekur að sala á metanbílum dróst saman um 11 prósent milli ára en Jón Trausti Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Öskju og formaður Bíl- greinasambandsins, segir skýringuna á því liggja í aukinni áherslu bílafram- leiðendanna á Hybrid- og rafmagns- bíla. „Sú tækni virðist ætla að verða ofan á hjá bílaframleiðendum og framboðið er orðið mun meira af slík- um bílum en metan“ segir Jón Trausti. Dísil- og bensínbílar vinsælastir Sala á dísil- eða bensínbílum jókst sömuleiðis, eða um átta til níu prósent á milli ára. „Þessir bílar eru stærsti hluti markaðarins, eða um 85 prósent, og þessir bílar menga miklu minna en þeir gerðu fyrir einhverjum árum síð- an,“ segir Jón Trausti. „Eyðsla bensín- og dísilbíla hefur meira en helmingast á áratug. Nýj- ustu bílarnir eru miklu hreinni en þeir voru áður og alveg ósamanburðar- hæfir við gömlu bílana,“ segir Jón Trausti. Jón Trausti segir markaðinn hafa náð ákveðnu hámarki, og gerir hann þess vegna ekki ráð fyrir mikilli sölu- aukningu á komandi ári. Samdráttur hjá bílaleigum „Bílaleigumarkaðurinn hefur vaxið hratt undanfarin ár, við horfum á breytt umhverfi þar vegna breytinga á vörugjöldum um þessi áramót, en breytingar á ívilnunum munu hugs- anlega draga úr endurnýjun bíla- leigubíla,“ segir Jón Trausti. „En það er enn gríðarlega mikið af gömlum bílum í umferð, sem voru keyptir á ár- unum 2005, 2006 og 2007,“ segir Jón Trausti en á þessu þriggja ára tíma- bili voru nýskráðir bílar 75.700 tals- ins. 2017 er stærsta árið í bílasölu frá upphafi  Mest söluaukning í öðrum orkugjöfum en dísil og bensín Seldir fólksbílar 2015-1017 Eldsneytisgjafi 2015 2016 2017 Aukning 2016-17 Bensín 6.476 8.395 9.188 9% Dísel 6.673 8.221 8.869 8% Plug in hybrid 139 566 1.391 146% Bensín/rafmagn 259 696 1.050 51% Rafmagn 268 227 415 83% Bensín/metan 211 339 301 -11% Metan 7 18 16 -11% Annað 0 37 57 54% Alls 14.033 18.499 21.287 15% Morgunblaðið/Kristinn Kaup Bílar landsmanna hafa yngst. Kominn tími á hluta flotans „Það er kominn tími á endurnýjun á stórum hluta þessara bíla sem eru dýrir í rekstri og bjóða ekki upp á sama öryggisbúnað og er í bílum dagsins í dag,“ segir Jón Trausti. „Stjórnvöld hafa nýlega hækkað gjöld á eldsneyti og við hjá Bílgreina- sambandinu teljum það snjalla mót- vægisaðgerð til að flýta fyrir endur- nýjun flotans að hækka endurgreiðslu fyrir förgun á eldri bíl- um,“ segir Jón Trausti. „Hækkun eldsneytisverðs leggst helst á þá sem eiga elstu bílana,“ bætir Jón Trausti við. Vilja hærri endurgreiðslur Bílgreinasambandið telur að hækk- un endurgreiðslunnar úr 20 þúsund krónum upp í 100 þúsund krónur á hverja bifreið yrði hagkvæm aðgerð fyrir ríkissjóð þar sem greiðslan yrði nýtt til kaupa á nýrri bifreið sem skil- aði sér aftur í formi vörugjalda og virðisaukaskatts. „Þetta myndi flýta fyrir okkur Ís- lendingum að ná markmiði Parísar- sáttmálans og draga úr útblæstri og auka um leið verulega á öryggi ís- lenska bílaflotans,“ segir Jón Trausti. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Skyggni frá húsi Veðurstofu Íslands við Bústaðaveg í Reykjavík mældist frá miðnætti fram til klukkan tvö á nýársnótt aðeins um 700 metrar. Því ræður að reykur frá flugeldum og áramótabrennum barst yfir og byrgði fólki sýn. Ekki bætti úr skák að áttleysa var og varla hreyfði vind svo mökkurinn stóð nánast kyrr í loft- inu. Þegar líða fór á nóttina brotnaði þetta meng- unarmystur upp en fram eftir degi í gær lá meng- unarský yfir borginni. Úr efri byggð- um Reykjavíkur að sjá, þegar litið var úr Grafarholti til Esjunnar, var blá- gul slikja í loftinu, mengunarhlaðið mistur. Þetta ætti þó að hreinsast út í dag í austan hvassviðri, með stormi syðst á landinu og hlýindum syðra. Svifryksmengun vegna flugelda- reyks var einnig mjög mikil, Heilsu- verndarmörk fyrir svifryk eru 50 míkrógrömm á rúmmetra en á gaml- árskvöld fóru gildin upp í allt að 4.500 míkrógrömm á rúmmetra, við Dal- smára í Kópavogi. Á fyrstu klukku- stund ársins mældist mengun á mæl- ingarstöð á horni Grensásvegar og Miklubrautar í Reykjavík 1.457 míkrógrömm á rúmmetra. Ungt fólk er ónæmt Þorsteinn Jóhannsson, sérfræð- ingur hjá Umhverfisstofnun, telur að sjaldan hafi jafnmikil svifryksmegn- un mælst um áramót á höfuðborg- arsvæðinu. Fyrra met hafi verið 3.000 míkrógrömm á nýársnótt fyrir ári, það er í Smárahverfinu í Kópavogi. Mesta mengun svifryks á landinu sem vitað sé um hafi verið 14.000 mík- rógrömm á rúmmetra í Vík í Mýrdal í Eyjafjallagosinu 2010. „Fólk með undirliggjandi sjúk- dóma í öndunarfærum eða sem er viðkvæmt fyrir finnur í flestum til- vikum fyrir óþægindum og einkenn- um þegar mengunin er jafnmikil og nú hefur mælst. Ungt fólk og heilsu- hraust ætti hins vegar að vera alveg ónæmt þegar mengunin er aðeins í skamman tíma,“ segir Þorsteinn. Hann bætir við að blágrátt mistrið í borginni hafi verið svipað að sjá og stundum brá fyrir í iðnaðarborgum Evrópu fyrir 40 árum og fyrr, það er löngu áður en fólki varð ljós hættan af heilsuspillandi lofti og litlar ráð- stafanir voru því gerðar. Mistur og mikil mengun  Svifryk á nýársnótt varð 4.500 míkrógrömm á rúmmetra í Kópavogi  Fólk með sjúkdóma finnur fyrir einkennum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Nýársdagur Gráblá slikja lá í loftinu og var það mengun frá brennum og flugeldum. Esjan var í mistri séð af Ártúnshöfða um hádegi í gærdag. Þorsteinn Jóhannsson Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is „Það var mikið að gera hjá okk- ur,“ sagði Jón Magnús Krist- jánsson, yfirlæknir bráðadeildar, um fjölda slasaðra sem hafa kom- ið á bráðamóttökuna yfir áramót- in. „Það komu tæplega sextíu manns frá miðnætti til kl. átta á mánudagsmorgun á bráða- móttökuna. Það er heldur meira en við höfum venjulega séð á gamlárskvöldum. Þar af voru um sex slasaðir af völdum flugelda. Töluvert hefur líka verið um óhöpp í tengslum við ölvun og slagsmál. Síðan hefur enn verið mikið að gera í dag á bráða- móttökunni; um 20 eða 25 pró- sentum meiri umgangur hér í dag heldur en á meðaldegi. Töluvert mörgum með undirliggjandi lungnasjúkdóma hefur hrakað svo mjög að þeir koma hingað til okk- ar vegna reykmengunarinnar í tengslum við alla flugeldana.“ Flugeldar og áfengi slæm blanda Jón segir að þótt slysatíðni í ár hafi verið ögn yfir meðallagi ára- móta fari flugeldaslysum almennt fækkandi. „Fyrst og fremst verða slysin ef ekki er farið eftir leið- beiningunum. Síðan reglugerðum var breytt og takmörkun sett á hvers konar flugelda megi selja á Íslandi höfum við ekki haft mest- ar áhyggjur af öryggissjónar- miðum. Við höfum meiri áhyggjur af heilbrigðissjónarmiðum og af því að fólk sé enn ekki að fara eft- ir fyrirmælum eða ráðleggingum í notkun flugeldanna. Ekki er síður áhyggjuefni að fólk sé að skjóta upp flugeldum undir áhrifum áfengis. Það fer mjög illa saman.“ Jón segist búast við fleiri slys- um áður en komið er fram á þrettándann. Í fyrra voru flug- eldaslysin alls nítján og eftir er að gera upp lokatöluna fyrir þetta áramóta- tímabil. Jón seg- ir loftmeng- unina af flugeldunum hafa verið sér- lega mikla að þessu sinni vegna veðurfars sem olli því að reyknum blés ekki burt. „Þegar það er bæði mikið logn og æ meiri sala á flugeldum verður þetta sífellt erfiðara og erfiðara fyrir fólk með lungna- sjúkdóma. Þetta er ekki síður háð veðuraðstæðum heldur en magni flugelda sem er verið að skjóta upp.“ Varð fyrir skoti úr tertu Að minnsta kosti eitt alvarlegt flugeldaslys varð um áramótin þar sem líklegt er að maður hafi fótbrotnað. Þríhyrningslaga flug- eldaterta af Top Gun-gerð valt á hliðina og skaut hleðslu í fótinn á óheppnum manni á Selfossi sem ætlaði þar að njóta litadýrðar- innar ásamt mági sínum og börn- um þeirra beggja. „Þetta var al- veg ægilegt högg,“ sagði maður- inn en þakkaði þó helst fyrir að það hefði verið hann en ekki neitt barnanna sem varð fyrir skotinu. Maðurinn er nú í gifsi og fer í röntgenskoðun í dag til að sjá hvort fóturinn hafi brotnað í högginu. Hann kveðst ekki ætla að sækja mál vegna slyssins en hann keypti flugeldinn af björg- unarsveitinni. „Krafturinn er svo gríðarlegur í þessu,“ sagði mað- urinn. „Það er eins og bíll hafi keyrt á mig. Maður trúir því varla hvað er mikið afl í þessu.“ Fjórðungi meira en á meðaldegi  Bráðatilvik í hærri kantinum í ár  Flugeldaslys olli líklega beinbroti Jón Magnús Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.