Morgunblaðið - 02.01.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.01.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. „Okkur líður bara rosa vel,“ sagði Sara Rut Unnarsdóttir, móðir fyrsta barns ársins, drengs sem fæddist á Sjúkrahúsinu á Akureyri klukkan 3:15 á nýársnótt, í samtali við mbl.is í morgun. Drengurinn er annað barn Söru Rutar og Garðars Marvins Haf- steinssonar, en fyrir eiga þau dóttur á fjórða aldursári. Fjölskyldan er búsett á Akureyri, en Sara Rut er Garðbæingur og Garðar Marvin er frá Vopnafirði. Þau segjast hafa þurft að bíða töluvert eftir komu drengsins, en rúmar tvær vikur eru liðnar frá áætl- uðum fæðingardegi. „Settur dagur var 17. desember, svo við erum búin að bíða alveg í sex- tán daga.“ Sara segir að þau hafi verið að vonast eftir því að drengurinn léti ekki sjá sig fyrr en á nýju ári. Það gekk eftir. „Það var eiginlega stefn- an frá upphafi, að ná þessu,“ segir hin lukkulega móðir nýársdrengsins. Drengurinn lét bíða eftir sér  Fyrsta barn árs- ins 2018 fæddist á Akureyri Morgunblaðið/Skapti Tímamót Gleðin leyndi sér ekki þegar stóra systir fékk bróður sinn í fangið. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhann- esson, sæmdi í gær tólf Íslendinga riddarakrossi íslensku fálkaorð- unnar. Þeir eru: Albert Albertsson fv. aðstoðarforstjóri Hitaveitu Suð- urnesja, fyrir framlag á vettvangi jarðhitanýtingar; Álfrún Gunn- laugsdóttir rithöfundur og fv. pró- fessor, fyrir framlag til bókmennta, Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona, fyrir framlag til íslenskrar leik- listar; Gunnar V. Andrésson ljós- myndari, fyrir störf á vettvangi fjölmiðla; Halldóra Björnsdóttir íþróttafræðingur, fyrir framlag til lýðheilsu, Haukur Ágústsson fv. skólastjóri, Akureyri, riddarakross fyrir framlag á vettvangi skólamála og fjarkennslu; Lárus Blöndal for- seti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, fyrir störf í þágu íþrótta; Ólafur Dýrmundsson fv. ráðunaut- ur, fyrir störf á vettvangi íslensks landbúnaðar; Ólöf Nordal myndlist- armaður, fyrir framlag til mynd- listar; Sigfús Kristinsson trésmíða- meistari á Selfossi, fyrir framlag til atvinnulífs og iðnmennta; Sig- þrúður Guðmundsdóttir for- stöðukona Kvennaathvarfs, fyrir störf að velferð og öryggi kvenna og Vilborg Oddsdóttir félagsráð- gjafi, fyrir framlag til samhjálpar og baráttu gegn fátækt. Forseti Íslands sæmdi Íslendinga riddarakrossinum venju samkvæmt á nýársdag Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Tólf fengu fálkaorðu Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is Miðnæturbátsferðir á gamlárskvöld njóta sífellt meiri vinsælda. Merki um það eru að á bilinu 350-400 manns voru um borð í þremur bátum fyrirtækisins Special To- urs og um 130-140 manns í borð í bát Eldingar í slíkum ferðum á gamlárskvöld. Fyrirtækið Special Tours hefur boðið upp á slíkar sigl- ingar á gamlárskvöld í nokkur ár og njóta þær mikilla vinsælda að sögn Hilmars Stefánssonar, framkvæmda- stjóra Special Tours. „Við höfum aldrei farið með eins marga og núna,“ segir Hilmar í samtali við Morgunblað- ið. Einstakt sjónarhorn frá hafinu Siglingin gefur farþegum einstaka sýn á flugeldasýn- ingarnar á höfuðborgarsvæðinu og voru aðstæður með besta móti á gamlárskvöld. „Við siglum út um klukkan ellefu og erum til hálf eitt eftir miðnætti þannig að við sjáum mestu skotlætin. Svo er talið niður í nýtt ár fyrir miðnætti og skálað um borð.“ Þá segir Hilmar að það séu eingöngu erlendir ferðamenn sem sæki í siglingarnar. Mjög góð stemning var um borð í skipi hvalaskoðunar- fyrirtækisins Eldingar á gamlárskvöld, að sögn Ragn- heiðar Grétarsdóttur, framkvæmdastjóra. Mikið var um Íslendinga í ferðinni, ólíkt því sem gengur og gerist í öðr- um skoðunarferðum Eldingar, segir Ragnheiður enn- fremur í samtali við Morgunblaðið um siglinguna. Er þetta þriðja árið sem Elding býður upp á skoðunarferð sem þessa á gamlárskvöld. Auðvelt að manna vaktir Þau Hilmar og Ragnheiður segja bæði aðspurð að vel gangi að manna vaktir um jólin og á gamlárskvöld. „Við héldum að þetta yrði vandamál þegar við fórum af stað með þessar ferðir fyrir þremur árum en þegar á hólminn var komið var þetta ekkert mál,“ segir Ragnheiður. Þá segir hún að eini tíminn sem lokað sé hjá Eldingu um jól- in sé aðfangadagskvöld. Hilmar svarar aðspurður að enginn frídagur sé hjá Special Tours um jólin. Hefur aðsókn í ferðir yfir hátíðarnar hjá bæði Eldingu og Special Tours verið afar góð. Er það sérstaklega rakið til þess hve vel hefur viðrað á landi og sjó. Fjölmargir fögnuðu nýári úti á hafi  Miðnætursiglingar á gamlárskvöld njóta mikilla vinsælda  Aðstæður á sjó voru með allra besta móti yfir hátíðarnar Morgunblaðið/Árni Sæberg Fegurð Einstök sýn fæst með því að fylgjast með flugeldum af hafi úti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.