Morgunblaðið - 02.01.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2018
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ð
ir
ás
ki
lja
sé
r
ré
tt
til
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
.a
ð
ve
Bókunar-
afsláttur til
31. janúar
SUMAR 2018
Allt að
25.000kr.
afsláttur á mann
Bókaðu sól
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Farið var um víðan völl í nýárs-
ávörpum Katrínar Jakobsdóttur,
forsætisráðherra, Guðna Th. Jó-
hannessonar, forseta Íslands, og
Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups
Íslands, í gær og í fyrradag. Þó
mátti greina áherslu á sameiginleg
málefni sem einkennt höfðu árið
2017 í ræðum þeirra allra. Þar má
helst nefna baráttuna gegn lofts-
lagsbreytingum og byltinguna sem
varð í umræðu um kynferðislegt of-
beldi með metoo-hreyfingunni svo-
kölluðu. Einnig var sjónum beint
fram á veg í öllum þremur ræð-
unum og máls vakið á fullveldishá-
tíðinni sem Íslendingar eiga í vænd-
um undir lok árs.
Ávarp forsætisráðherra
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráð-
herra, ávarpaði þjóðina á gamlárs-
kvöld. Hún vakti máls á því að þótt
langt væri síðan Ísland varð full-
valda væru enn um 80 Íslendingar á
lífi sem fæddir voru árið 1918 og að
ef mannkynið héldi rétt á spöðunum
gætu börn sem fæðast í ár fengið að
upplifa 200 ára afmæli fullveldisins
árið 2118. Forsætisráðherra veik að
árinu 1918 og sagði hinar erfiðu að-
stæður Íslands í aðdraganda full-
veldissáttmálans vera til áminn-
ingar um að miklu megi áorka þrátt
fyrir óhagstæðar ytri aðstæður.
Sagði hún sögu fullveldisins hafa
einkennst af stórhug sem skilað
hefði miklum framförum og ger-
breytt samfélagi Íslendinga frá því
sem þekktist árið 1918. Rík ástæða
væri til þess að minnast
fullveldishátíðarinnar árið 2018.
Katrín beindi máli sínu síðan að
framtíðarsýnum og að því hve erfitt
gæti verið að ráða í framtíðina. Eitt
helsta verkefni sem blasti við væri
að stemma stigu við vaxandi ójöfn-
uði í heiminum og að full ástæða
væri til að gera betur þótt Ísland
stæði sig hlutfallslega vel í þeim
efnum. Tók Katrín þá sérstaklega
fyrir ójöfnuð í eignatekjum,
skattsvik og skattaundanskot.
Einnig kom hún að jafnrétt-
isbaráttu kynjanna og fór já-
kvæðum orðum um þá bylt-
ingu sem orðið hefði á liðnu
ári með hinum fjölmörgu frá-
sögnum kvenna af því kyn-
ferðislegu ofbeldi og
áreitni sem þær hafa
sætt.
Næst vakti forsætis-
ráðherra athygli á loftslagsmálum
og á þeirri baráttu sem mannkynið
þyrfti að heyja óháð þjóðerni og
samfélagshópum til að vinna bug á
hlýnun jarðar. Ísland væri ekki
stórveldi en gæti þó sett mikilvægt
fordæmi með metnaðarfullum áætl-
unum ríkisstjórnarinnar um að gera
Ísland að kolefnishlutlausu sam-
félagi ekki seinna en árið 2040.
Loks vék forsætisráðherra að
tækniframförum sem heimsbyggðin
stæði frammi fyrir og hvatti til
þverpólitískrar framtíðarsýnar um
viðbrögð við síaukinni sjálfvirkni.
Katrín lauk ræðunni á persónu-
legri nótum og minntist áramóta-
kvölds síns fyrir tíu árum. Þá hefði
hún verið stödd á fæðingardeildinni
og gamlárskvöldið hefði verið hið
hamingjuríkasta í lífi hennar þótt
ekki hefði það verið áreynslulaust.
Ræðunni lauk með hamingjuóskum
ráðherra til Íslendinga og óskum
um farsælt komandi ár.
Ávarp forseta
Guðni Th. Jóhannesson flutti ný-
ársávarp sitt í gær og byrjaði með
upprifjun á harmleiknum sem greip
þjóðina síðastliðinn janúar við hvarf
Birnu Brjánsdóttur. Forseti vék
jafnframt að öðrum sem hefðu orðið
valdníðslu að bráð á árinu og harm-
aði hve mikið miskunnarleysið gæti
verið í heiminum. Hann lagði þó
áherslu á að miskunnarleysið væri
ekki bundið við tiltekinn eða tilbú-
inn hóp fólks; hvorki við þjóðir né
við trúarhópa. Guðni hvatti hlust-
endur til að leyfa voninni að lifa og
minntist orða Martins Luther King
um að sönn umhyggja yrði að lokum
allri illsku yf-
irsterkari.
Næst vakti for-
setinn máls á
byltingnni sem
orðið hefði á
árinu í umræðu
um kynferðisof-
beldi. Hvatti
hann til samstöðu
um samfélag sem
hafnar ráðríki og
áfergju hinna
freku. Vék Guðni síðan að fullveld-
ishátíðinni og minntist harðindaárs-
ins sem Íslendingar hefðu lifað árið
1918 áður en kom að gildistöku full-
veldissáttmálans. Vonarljós hefði þó
lifað í gegnum spænsku veikina og
fimbulveturinn og í dag væri ís-
lenska ríkið vel stætt. Ástæða væri
því til bjartsýni þótt gæta yrði að
hógværð og raunsæi um leið.
Guðni sagði einn lærdóm
fullveldisaldar þann að hlúa yrði að
náttúru og menningu landsins. Í
þeim efnum hefði árangri verið náð
en vandi blasti hins vegar við í
mengun, hlýnun og súrnun sjávar.
Íslendingar ættu að láta til sín taka
á alþjóðavettvangi og láta rödd sína
heyrast með þekkingu og heil-
indum.
Forseti sagði þjóðmenningu geta
lifað góðu lífi þrátt fyrir að hin nýja
öld væri öld hátækni og alþjóða-
væðingar. Hvatti hann til fjöl-
breytni og að ungviði væri leyft að
njóta kvikmynda og tölvuleikja á
ensku en njóta þó um leið bóka,
kvikmynda og dægurlaga á ís-
lensku. Íslenskri tungu yrði jafn-
framt að tryggja sess í rafrænum
heimi.
Guðni vakti næst máls á þeirri
hagsæld sem ríkir nú á Íslandi en
varaði jafnframt við óhófsemi. Sagði
hann að horfa mætti öfundaraugum
til Noregs, þar sem olíuauður rynni
í þjóðarsjóð, en sagði jafnframt
áform stjórnvalda um þjóðarsjóð
fyrir arð auðlinda í nýsköpun og
endurbætur lofa góðu.
Guðni óskaði landsmönnum að
endingu gleðilegs nýs árs fyrir hönd
þeirra Elizu Reid forsetafrúar.
Samhljómur í áramótaávörpum
Jafnréttis- og loftslagsmál áberandi í nýársávörpum íslenskra stjórnmála- og trúarleiðtoga
Athygli jafnframt beint að fullveldishátíðinni sem haldin verður síðla árs og horft yfir liðna öld
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Glaðbeitt Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra býr sig undir nýársávarp sitt á gamlárskvöldi 2017. Henni á hægri
hönd er Björn Emilsson upptökustjóri hjá Ríkisútvarpinu með áramótakórónu á höfði. Þau slógu á létta strengi.
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, flutti nýárs-
predikun sína í Dómkirkjunni í gær. Hún byrjaði á að
leggja áherslu á umhyggju fyrir sköpunarverkinu og
verndun umhverfisins. Áhersla á heimsþingi lútherska
heimssambandssins árið 2017 hefði verið lögð á að
endurhugsa þyrfti hagfræði til að takast á við vistræn
vandamál. Í predikun sinni sagði Agnes að allar fræði-
greinar gætu lagt sitt af mörkum til að finna lausn-
ir á umhverfisvandamálum líkt og loftslagsbreyt-
ingum. Biskup vakti sérstaklega máls á mikilvægi
þess að viðhalda Parísarsáttmálanum og sagði
undarlegt að nokkrum dytti í hug að hundsa hann.
Ráðstefna Alkirkjuráðsins hefði verið haldin í boði
þjóðkirkjunnar á Íslandi síðastliðinn október
og sameiginleg ályktun hefði verið á þá
leið að sem trúarleiðtogar kölluðu þau
eftir viðhorfsbreytingum til að varð-
veita umhverfi jarðarinnar. Siðferðislegar spurningar
sem vöknuðu í ljósi umhverfisvandans hlytu að beinast
bæði að hlutverki okkar gagnvart náttúrunni og
náunganum. Agnes sagði kristni boða jafnrétti og að
Jesús Kristur hefði boðað jafnrétti í verki.
Næst vék biskup máli að jafnréttisbaráttu kvenna
og að metoo-byltingunni sem svo áberandi var árið
2017. Agnes sagði flestar konur hafa fundið sam-
sömun með reynslusögum kvenna af kynferðislegri
áreitni og að hún og aðrar konur innan kirkjunnar
væru þar engin undantekning. Hvatti hún til þess að
horfst væri í augu við raunveruleikann og viðurkennt
að loftslagsbreytingar og kynbundið ofbeldi væru
staðreyndir.
Loks hvatti Agnes til samstöðu gegn hvers kyns
ógnum og áföllum og lýsti því yfir að kirkjunni bæri að
vera vettvangur slíkrar samstöðu.
Biskup Íslands hvetur til viðhorfsbreytinga
PREDIKUN AGNESAR M. SIGURÐARDÓTTUR Í DÓMKIRKJUNNI Á NÝÁRSDAG
Agnes M.
Sigurðardóttir
Guðni Th.
Jóhannesson
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Mjög hvasst gæti orðið á Suðurlandi, það er frá Eyja-
fjöllum og austur fyrir Öræfajökul, í dag, 2. janúar.
Veðurhæðin gæti einnig náð til Vestmannaeyja. Vegna
þessa gaf Veðurstofan út gula stormviðvörun í gær, og
samkvæmt henni verður fólk að hafa varann á sér og
undirbúa sig vel þegar lagt er upp í ferðir. Gert er ráð
fyrir austan og norðaustan 20-25 m/s sunnan Eyjafjalla-
jökuls og Mýrdalsjökuls og í hviðum gæti vindstyrkur
farið yfir 35 m/s. Varasamt er því fyrir fólk sem er á
bílum sem taka á sig mikinn vind að vera mikið á ferð-
inni.
Hlýtt loft streymir að
Ef ástæða þykir til varar Veðurstofan almannavarnir
Ríkislögreglustjóra við aðsteðjandi hættu. Annars eru
viðbrögð við náttúruvá metin og ráðstafanir gerðar
samkvæmt aðstæðum á hverri stundu en um lokun
vega gildir það viðmið að slíkt kemur til skoðunar nálg-
ist vindstyrkur 20 metra á sekúndu
Storminum fylgir heitt loft á suðurströndinni og þar
mun hitinn fara yfir frostmarkið, sem eru viðbrigði eftir
frostakafla með stillum sem ríkt hefur að undanförnu.
Venjulegur vetrarstormur
„Þetta er bara venjulegur vetrarstormur eins og
stundum kemur syðst á landinu. Svo gæti eitthvað snjó-
að, til dæmis á Reynisfjalli þar sem er m.a. mikil um-
ferð bílaleigubíla þar sem óvanir ökumenn eru á ferð-
inni. Því gætu áhrifin af veðrinu orðið talsvert meiri en
styrkur þess gefur kannski tilefni til,“ sagði Teitur Ara-
son veðurfræðingur í samtali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi.
Vetrarstormur við jöklana
Viðvörun var gefin út í
gærdag Áhrifin ná til Eyja
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Suðurland Varað er við stormi svo sem við Öræfajökul.