Morgunblaðið - 02.01.2018, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2018
SKOÐAÐU ÚRVALIÐ Á VEFSÍÐUNNI OKKAR
www.skornirthinir.is
ÖRUGG SKREF
ÚT Í LÍFIÐ
í fyrstu skónum frá Biomecanics
Biomecanics-skórnir auðvelda börnum að taka fyrstu skrefin.
Aukinn stuðningur frá hliðunum bætir jafnvægi og eykur
stöðugleika. Börnin komast auðveldar áfram og af meira
öryggi þökk sé sveigjanlegum sóla og sérstyrktri tá.
Stærðir: 18–24
Verð: 7.995
Margir litir
Stefán Hrafn Jónsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Ís-lands, á 50 ára afmæli í dag. Hann er þessa dagana að undirbúakennslu vormisseris, en þar mun hann sjá um tölfræðinámskeið
og námskeið um spurningalistakannanir. „Það eru margar hættur í
því að gera spurningakannanir og maður rekst á þær í könnunum
sem fólk hefur skellt sér í að gera án þess að kanna fræðin á bak við
spurningalistagerð.“
Spurður um dæmi sem þarf að varast nefnir Stefán atriðið þegar
spurt er um kyn. „Mér finnst áhugavert hvernig það er stundum gert.
Ef það eru bara notaðar skammstafanirnar kk og kvk eða einfaldlega
þegar skrifað er „kyn:“ án spurningarmerkis og sagnar þá er það
merki um að margt annað sé að í viðkomandi könnun. Oftast er ljóst
um hvaða kyn er spurt en þegar líða tekur á kannanirnar geta
skammstafanir og knappar setningar valdið ruglingi. Ef spyrjandi
nennir ekki að klára spurninguna af hverju ætti þátttakandi að gefa
sér tíma til að svara?“
Stefán hefur tekið virkan þátt í félagsmálum og er nú varafor-
maður Neytendasamtakanna. „Viðburðaríku ári var að ljúka, en eftir
að við fengum nýjan og öflugan framkvæmdastjóra hefur starfið þar
verið með eðlilegum hætti og dregið úr álagi á stjórnina eftir átök
sumarsins. Ég hef verið í stjórn Félagsfræðingafélagsins um árabil og
það eru allaf áhugaverð efni sem við drögum fram, t.d. með málþingi
og með útgáfu fagtímarits.“
Stefán heldur upp á afmælið sitt föstudaginn 5. janúar í Akóges-
salnum þar sem hann býður vinum og ættingjum. „Sögulega hefur
gengið illa að halda upp á afmælið stuttu eftir áramótafagnað.
Börn Stefáns eru Íris, sem er nýorðin 25 ára, og Vilhjálmur, sem
verður 18 ára síðar í janúar.
Afmælisbarnið Stefán er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.
Býður ekki í afmæli
strax eftir áramótin
Stefán Hrafn Jónsson er fimmtugur í dag
Þ
órdís Þorvaldsdóttir
fæddist í Hrísey í
Eyjafirði 1.1. 1928 og
ólst þar upp til þriggja
ára aldurs en síðan í
Reykjavík og í Hafnarfirði frá
fjögurra ára aldri.
Þórdís var í Barnaskóla Hafn-
arfjarðar og í Flensborg, lauk
stúdentsprófi frá MR 1947, prófi í
forspjallsvísindum frá HÍ 1948,
fyrrihlutaprófi í íslenskum fræð-
um frá HÍ 1950, 3. stigs prófi í
ensku þaðan 1955, BA-prófi í
bókasafnsfræði og sænsku frá HÍ
1974 og hefur sótt fjölda nám-
skeiða og ráðstefna innan starfs-
greinar sinnar, hér á landi og er-
lendis.
Þórdís var ritari hjá Náttúru-
gripasafni Íslands, síðan Náttúru-
fræðistofnun 1950-56, yfirbóka-
vörður Norræna hússins í Reykja-
vík 1973-85, yfirbókavörður
Nordens folkliga akademi í Kung-
älv í Svíþjóð 1980-82 og borgar-
bókavörður Reykjavíkur 1985-97
er hún lét af störfum fyrir aldurs
sakir. „Ég hef alltaf elskað bækur,
kunni kornung stafrófið, var orðin
fluglæs fjögurra ára og byrjaði
snemma að raða bókum eftir
stærð, lit, heiti eða efni. Ég eign-
aðist mínar fyrstu bækur þriggja
ára. Þær hétu Ungi litli og Litli
kútur og labbakútur. Móðir mín
varð svo ráðskona hjá kennara í
Hafnarfirði sem var jafnframt
gjaldkeri bæjarbókasafnsins.
Þórdís Þorvaldsdóttir, fyrrv. borgarbókavörður – 90 ára
Kátur hópur Þórdís og Jón með hluta af börnum sínum og barnabörnum á heimili sínu fyrir nokkrum árum.
Var fluglæs fjögurra ára
Hjónin Þórdís með eiginmanni sínum, Jóni G. Hallgrímssyni lækni.
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu
mynd af nýjum borgara eða
mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í
einn mánuð.
Hægt er að senda mynd
og texta af slóðinnimbl.
is/islendingar eða á
islendingar@mbl.is
Á „Íslendinga“ síðum
Morgunblaðsins er
meðal annars sagt frá
merkum viðburðum
í lífi fólks, svo sem
hjónavígslum,
barnsfæðingum
eða öðrum
tímamótum.