Morgunblaðið - 02.01.2018, Blaðsíða 13
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Höfundur Jakob Þór komst að því þegar hann vann að bókinni að hann átti skyldmenni á vígvellinum.
Um ástæður þess að Íslending-
ar fóru í stríðið segir Jakob þær
hafa verið þær sömu og hjá öðrum
ungum mönnum á þessum tíma,
bæði í Evrópu og Kanada. „Þetta
var ævintýraþrá, en það var líka at-
vinnuleysi í Kanada á þessum tíma.
Ef vinur þinn var að fara í stríðið,
íslenskur eða kanadískur eða ætt-
ingi þinn, af hverju bauðst þú þig
ekki fram líka? Þeim fannst það líka
vera skylda sín, að berjast fyrir sitt
nýja fósturland og svo var auðvitað
áróður í gangi í Kanada til að fá
menn til að skrá sig. Menn lugu
jafnvel til um aldur til að komast í
herinn en ekki var mikið um skrán-
ingar og skjöl á þessum tíma. Þeir
sem voru eldri sögðust kannski vera
tíu árum yngri en þeir voru og þeir
yngri bættu við árum. Sá yngsti var
ekki nema 16 eða 17 ára gamall og
þeir elstu rúmlega fimmtugir.“
Æðruleysi og stóísk ró
„Bréfin frá þeim sem voru
eldri, sérstaklega þeim sem voru
fæddir á Íslandi, hafa yfir sér æðru-
leysi, svona stóíska ró eins og mað-
ur ímyndar sér íslenska bændur á
þeim tíma. Þeir skrifa gamla og
kjarnyrtari íslensku,“ segir Jakob.
Hann segir að við upphaf
stríðsins hafi verið u.þ.b.15 þúsund
Íslendingar í Kanada. „Á bilinu 130-
140 af Íslendingunum sem fóru í
stríðið féllu, en erfitt er að vera ná-
kvæmur þar sem að ekki skráðu sig
allir undir íslenskum nöfnum. Í
heildina fóru um 1.100 íslenskir
karlmenn í kanadíska herinn og um
250 í bandaríska herinn og 14 ís-
lenskar konur fóru sem hjúkrunar-
konur. Þær voru ekki allar á víg-
stöðvunum, en ein þeirra lést úr
spænsku veikinni. Vestur-íslensku
hermennirnir börðust í Frakklandi.
Þrjár helstu orrusturnar sem þeir
háðu voru við Ypres, þar sem þeir
lentu í apríl 1915 í fyrstu gasárás-
inni á vesturvígstöðvunum, en þar
féll einn vestur-íslenskur hermað-
ur og fjórir voru teknir til fanga.
Þeir voru fangnir það sem eftir
lifði stríðsins en einn þeirra dó úr
spænsku veikinni í lok styrjald-
arinnar. Síðan voru það orrust-
urnar við Somme og Passchend-
aele.“ Spurður hvort einhverjir
hafi komið aftur til Íslands segir
Jakob: „Nokkrir sneru aftur til Ís-
lands, en fyrir því voru ástæður
eins og t.d. að konan kunni ekki við
sig í Kanada og fleira í þeim dúr.
Þeir sem sneru aftur úr stríðinu
töluðu ekki mikið um stríðið eftir á,
enda skildi enginn hvernig stríðið
var og hvað þeir höfðu reynt.“
Litu sterkt á sig sem Íslendinga
Bréfin eru einlæg og lýsa sökn-
uði, ótta og einmanaleika eins og
fram kemur í skrifum hermannanna
íslensku til foreldra, eiginkvenna,
bræðra og vina. „Þeir lýsa því mis-
munandi vel, en byrja flestir bréfin
á því að segja „Mér líður vel“ sem
var skrifað til að róa aðstandendur
heima. Það hafði merkingu þá en
það hefur e.t.v. allt aðra merkingu í
dag vegna þess að við vitum að það
er meira á bak við þá setningu af því
að við vitum núna betur í hverju
þeir lentu,“ segir Jakob.
Hermennirnir þjáðust í skotgröf-
unum í bleytu, kulda og óþrifnaði og
þeir sem lifðu gasárásirnar af biðu
þess margir ekki bætur og urðu að
lifa með afleiðingunum það sem þeir
áttu ólifað. Spænska veikin geisaði í
lok stríðsins og dóu margir úr
henni.
„Það kom mér að nokkru leyti á
óvart hvað þessir menn voru miklir
Íslendingar, þeir litu mjög sterkt á
sig sem Íslendinga og það kemur
fram í bréfum margra og að þeir
litu þannig á að þeir væru að berjast
fyrir Ísland líka. Þetta er mesti
fjöldi íslenskra hermanna sem hafa
farið í stríð. Þetta er saga sem má
ekki gleymast, þetta er hluti af Ís-
landssögunni líka, ekki bara sögu
Vestur-Íslendinga, vegna þess að
þetta voru mikið til nýfluttir Íslend-
ingar sem litu á sig sem Íslend-
inga.“
Ljósmynd/Kanadíska varnarmálaráðuneytið
Eyðilegging stríðsins Hér má sjá þýskan útsýnisstað við Ypres árið 1915.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2018
Breiðumörk 1c, 810Hveragerði / www.hotelork.is / booking@hotelork.is / sími: +354 4834700 / fax: +354 4834775
Fallegt umhverfi og fjölmargir möguleikar
til afþreyingar tryggja betri fundarhlé.
Fundarfriður áHótelÖrk
ÁHótel Örk er öll aðstaða til fundahalda til fyrirmyndar. Starfsfólk okkar býr
yfir mikilli reynslu og metnaði til að aðstoða stóra og litla hópa, fyrirtæki og
félagasamtök við skipulagningu og undirbúning á fundum og ráðstefnum.
Brot úr bréfi frá Sigurði Johnsen sent í maí 1918,
sem birt er í bókinni:
„Það er oft á nóttunni að jeg get ekki sofið fyr-
ir kláða, og svo er mjér oft kalt. Jeg hefi ekki
nema eina bómullar skyrtu að vera í, engar nær-
buksur, þeim var stolið hjér um daginn, svo jeg
hefi ekkert annað að mjér á nóttunum en yfir-
frakkan minn sem jeg hefi fyrir undir sæng, og
svo eitt teppi sem jeg hefi ofan á mjér, treyjuna
mína hefi jeg undir höfðinu og svo frakkan
minn. Þetta er[u] nú öll rúm fóðrin sem jeg hefi,
við getum ekki fengið meira, herlögin leifa það
ekki. Við verðum að sætta okkur það sem okkur
er úthlutað, við verðum að venja okkur við ýmis-
legt, þetta er allt gjört til þess að gjöra okkur
harða, gjöra okkur að hermönnum, hermaður-
inn má ekki eiga gott, hann má ekki fá góðan
mat, hann á að fá lítin mat, og óbreyttan, sama
matinn dag eftir dag. Það er þunglyndið, enn maður verður að sætta sig
við það, maður verður að taka því sem manni er gefið.“
„Til þess að gjöra okkur harða“
BROT ÚR BRÉFI ÍSLENSKS HERMANNS
Karlmenn geta nú kannað með 97%
nákvæmni magn og hreyfanleika
sáðfrumna sinna með símaforritinu
YO home sperm test sem fæst á
www.amazon.com í Bandaríkjunum
og Bretlandi. Verður þá hægt að
spara sér vandræðalegar ferðir til
læknisins til þess arna. Frá þessu
segir á vef www.dailymail.co.uk.
Gæði sæðis fara minnkandi
Pör eru sögð vera ófrjósöm ef
konan verður ekki þunguð eftir eitt
ár af venjulegri kynferðislegri
virkni án getnaðarvarna. Hjá u.þ.b.
40% ófrjósamra para liggur
ástæða ófrjóseminnar hjá karl-
manninum. Vísindamenn hafa ný-
lega haldið því fram að vestrænn
lífsstíll hafi fækkað sáðfrumum um
helming í sæði karlmanna í Banda-
ríkjunum, Evrópu og Ástralíu síðan
árið 1970.
Streita, reykingar, ofdrykkja og
óhollur matur voru nefndir sem
lykilástæður. Rannsóknir sýna einn-
ig að efni sem finnast í sápu, sól-
arvörn og plasti hafi neikvæð áhrif
á gæði sæðisins. Haldi fram sem
horfir gæti mannkynið dáið út.
Nú verður hægt að kanna gæði sæðisins með símanum
Fyrir þá sem ætla að verða feður
Á tali? Nú er hægt að athuga hversu sprækar sáðfrumurnar eru með símaforriti.