Morgunblaðið - 02.01.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.01.2018, Blaðsíða 16
BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is „Við tókum þá ákvörðun að lækka verð um 25% á þessu ári og það hefur m.a. leitt til þess að veltan hefur auk- ist mjög mikið. IKEA metur alla sölu í rúmmáli og hún fór á árinu 2017 í 60 þúsund rúm- metra úr 49 þús- und árið á und- an.“ Þannig lýsir Þórarinn Ævars- son nýliðnu ári hjá IKEA á Ís- landi. Hann bend- ir á að þéttpakk- aður 40 feta gámur rúmi um 40 tonn og því megi áætla að fyrirtækið hafi flutt inn vörur til landsins sem jafngildi að minnsta kosti 1.500 gámum. Þórarinn segir fyrirtækið meðvit- að um að hin miklu umsvif hafi áhrif á umhverfið og að af þeim sökum standi nú yfir vinna við að meta svo- kallað kolefnisfótspor starfseminnar. „Við höfum fengið fyrirtækið Klappir til þess að meta þessi áhrif og í kjölfarið hyggjumst við grípa til að- gerða til að mæta fótsporinu og jafna það.“ Raunar hafa Þórarinn og sam- starfsmenn hans nú þegar tekið fyrstu skrefin í þessa veru og snýr það að uppbyggingu hleðslustöðva fyrir rafbíla. „Við höfum tekið stór skref á sviði rafbílavæðingarinnar. Nú eru 50 stæði fyrir viðskiptavini búin hleðslu- stöðvum, bæði hæghleðslu og hrað- hleðslu. Þá höfum við tekið fyrsta hleðslustæðið sérmerkt fötluðum í notkun og ég held að það sé það fyrsta sinnar tegundar á landinu.“ Þá hefur fyrirtækið einnig sett upp 10 stæði við starfsmannainngang og þar geta starfsmenn hlaðið sína eigin bíla meðan þeir eru að störfum. „Það eru ríflega 10 starfsmenn komnir á rafbíla og þeir geta nýtt þessa aðstöðu. Núna ætlum við hins vegar að gera tilraun með að láta sól- arrafhlöður anna rafmagnsþörf þess- ara stæða,“ segir Þórarinn. Vilja nýta sólarorkuna Nú hefur Ikea tekið ákvörðun um að nýta orku sólarinnar í starfsem- inni og innan nokkurra vikna verður hafist handa við að koma sólarsellum fyrir á þaki einnar byggingar fyrir- tækisins. „Við höfum ákveðið að setja upp sólarsellur á þak húss sem stendur aftan við aðalbygginguna. Það er flöt- ur sem telur um 160 fermetra. Sér- fræðingar segja okkur að við ættum að geta náð um 80% af þeirri orku- söfnun sem fólk á suðlægari slóðum nær út úr búnaði sem þessum,“ segir Þórarinn. Hann segir að fyrirtækið taki þetta skref til þess að öðlast reynslu af tækninni og búnaðinum en vonandi sé þetta fyrsta skrefið af fleiri og stærri skrefum. „Við ætlum að nýta orkuna frá þessari uppbyggingu til hleðslu á raf- bílum starfsmanna og höfum trú á að búnaðurinn anni því nokkurn veginn. Þá viljum við líka sjá hvernig bún- aðurinn virkar í íslensku veðri og ætl- um því að fylgjast með frammistöðu hans í heilt ár áður en næstu skref verða ákvörðuð.“ Sparar hátt í hálfa milljón Þórarinn segir það vel koma til greina að koma búnaði af þessu tagi fyrir á aðalbyggingu fyrirtækisins í Kauptúni ef reynslan af tilrauna- verkefninu kemur vel út. „Það er draumurinn. Þakið er um 14 þúsund fermetrar og það væri frá- bært ef hægt væri að þekja stóran hluta þess með búnaði sem þessum. Það yrði hagkvæmt af ýmsum ástæð- um. Í fyrsta lagi þyrftum við að kaupa mun minni orku en við gerum í dag en þessi búnaður er einnig þess eðlis að hann kemur í veg fyrir tjón af völdum höggs sem komið getur á kerfið, rétt eins og gerðist ekki alls fyrir löngu vegna eldingar sem sló niður í álverið í Straumsvík. Sú uppá- koma olli okkur milljóna tjóni sem við fáum ekki bætt.“ Hann segist búast við því að til- raunauppsetningin muni spara fyrir- tækinu rafmagn upp á 400 til 500 þús- und á ári. Búnaðurinn sé hins vegar mun ódýrari en hann hafði gert ráð fyrir. „Búnaðurinn ásamt tengingum kostar um 3 milljónir og við gerum í raun ráð fyrir að þetta borgi sig niður á um 10 árum þegar allt er til tekið.“ Hætta ekki við svo búið En Ikea hyggst stíga önnur skref samhliða þessu í þeirri viðleitni að jafna kolefnisfótspor sitt. „Við eigum eftir að fá greiningu á umfangi kolefnisfótsporsins en við horfum til ýmissa leiða til að jafna það. Við ætlum að koma upp safn- tönkum hér fyrir utan þar sem við söfnum saman matarafgöngum. Úr því verður svo framleitt metan. Við erum einnig að skoða möguleika á því að kosta fjármagni til endurheimtar votlendis og þá skoðum við einnig tækifæri í aðkomu að skógrækt. Kannski kaupum við einfaldlega land undir hana. En það verður að koma í ljós,“ segir Þórarinn. Stefna á kolefnisjöfnun Morgunblaðið/Golli Rafmagn Á bílastæði IKEA eru fleiri hleðslustöðvar fyrir rafbíla en á nokkrum öðrum stað á landinu.  IKEA á Íslandi greinir nú kolefnisfótspor sitt og stefnir á aðgerðir í kjölfarið  Salan jókst um rúm 22% á nýliðnu ári  Sólarsellur settar upp síðar á árinu Leiðir til jöfnunar » Ikea leggur áherslu á öfluga þjónustu við rafbílaeigendur. » Fyrirtækið hyggst hagnýta sér sólarorku í starfseminni. » Til stendur að matar- afgangar verði nýttir til fram- leiðslu metans. » Til greina kemur að kosta endurheimt votlendis hér á landi. » Skógrækt er einnig inni í myndinni. Þórarinn Ævarsson 16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2018 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Forstjóri breska fyrirtækisins Compass Group fórst í flugslysi í Ástralíu á gamlárskvöld. Richard Cousins var á ferð í lítilli flugvél með fjórum fjölskyldumeðlimum sínum sem fórust einnig í slysinu ásamt flugmanni vélarinnar. Rann- sókn á tildrögum slyssins stendur enn yfir. Compass Group er í hópi 500 stærstu fyrirtækja heims og er hluti af FTSE 100 vísitölunni. Fyrirtækið er með starfsemi í meira en 50 lönd- um og eru starfsmenn þess um hálf milljón talsins. Compass Group fæst einkum við veitingaþjónustu af ýms- um toga, ræstingu, rekstur sjálfsala og veitingastaða og framleiðir ár- lega um fjóra milljarða máltíða. Compass Group hefur m.a. starf- að á Íslandi og gerði árið 2004 tveggja milljarða króna samning um rekstur vinnubúða við byggingu álvers Alcoa á Reyðarfirði. ai@mbl.is Forstjóri stórfyrir- tækis ferst í flugslysi 2. janúar 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 104.17 104.67 104.42 Sterlingspund 140.64 141.32 140.98 Kanadadalur 83.08 83.56 83.32 Dönsk króna 16.747 16.845 16.796 Norsk króna 12.691 12.765 12.728 Sænsk króna 12.675 12.749 12.712 Svissn. franki 106.77 107.37 107.07 Japanskt jen 0.9251 0.9305 0.9278 SDR 148.23 149.11 148.67 Evra 124.7 125.4 125.05 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 152.2544 Hrávöruverð Gull 1285.4 ($/únsa) Ál 2241.0 ($/tonn) LME Hráolía 66.43 ($/fatið) Brent Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus afhenti fleiri flugvélar á síð- asta ári en nokkru sinni áður í sögu félagsins. Airbus hafði stefnt að því að afhenda 700 vélar á árinu en FT greinir frá að afköstin hafi orðið meiri en það enda hafi verið unnið viðstöðulaust í verksmiðjum fyrir- tækisins í Tolouse, Hamborg, Mobile og Tianjin í desember til að halda í við ört fjölgandi pantanir. Pöntunum fjölgaði á síðasta ári, áttunda árið í röð, og bættust meira en 1.000 pantanir við árið 2017. Þar af bárust pantanir í 705 vélar á síð- ustu fjórum vikum ársins. Þetta er mikil aukning frá síðasta ári en þá voru nýjar pantanir hjá Airbus 731 talsins. Pöntunum hefur einnig fjölg- að hjá Boeing; voru 668 í fyrra en voru komnar upp í 844 þann 19. des- ember síðastliðinn. Airbus átti ekki von á svona mörg- um pöntunum, og hafði áður spáð því að fjölgun pantana myndi ekki halda í við afhendingar nýrra véla. Munaði einkum um góðar viðtökur flug- félaga við nýrri tveggja sætaraða vél sem Airbus kynnti til sögunnar í nóvember, en borist hafa 430 pant- anir í þá vél. ai@mbl.is Metár hjá Airbus  Pöntunum fjölg- aði úr 731 upp í rúmlega 1.000 AFP Álag Pantanirnar streymdu inn á síðustu vikum ársins. Frá sýningu. John Cryan, bankastjóri Deutsche Bank, sagði í viðtali um helgina að bankinn mundi byrja að greiða starfsmönnum sínum rausnarlegri bónusa. Cryan, sem tók við stjórn- artaumunum árið 2016, hafði áður skorið niður árangurstengda bón- usa hjá bankanum um 80%, og var það m.a. gert til að létta rekstur bankans sem hefur gengið í gegn- um kostnaðarsama endur- skipulagningu undanfarin ár og þurft að greiða sektir sem hlaupa á mörgum milljörðum evra. „Við höfum alltaf sagt að við myndum taka upp okkar hefð- bundna bónusgreiðslukerfi fyrir ár- ið 2017,“ sagði Cryan í viðtali við Börsen-Zeitung og bætti við að laun yrðu hækkuð hjá sumum deildum bankans. ai@mbl.is Bónusar hækka hjá Deutsche AFP Umbun Aðhaldið virðist á enda hjá- Deutsche. John Cryan bankastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.