Morgunblaðið - 02.01.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.01.2018, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Fyrsti stormur ársins væntanlegur 2. Risaterta sprakk í Vesturbænum 3. Bílvelta í Ártúnsbrekku 4. Tólf fengu fálkaorðu »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hljómsveitin Nýdönsk heldur þrenna tónleika í Bæjarbíói fimmtu- dag, föstudag og laugardag kl. 20.30. Á nýliðnu ári fagnaði sveitin 30 ára starfsafmæli og því rata inn á efnis- skrána mörg af vinsælustu lögum hennar í gegnum tíðina. Morgunblaðið/Eggert Nýdönsk í Bæjarbíói  Valgerður Guðnadóttir og Kolbeinn Ketilsson syngja einsöng og Karen Kamensek stjórnar fernum Vínartónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands í Hörpu fimmtudag til laugardags. Á efnisskránni er óper- ettutónlist og valsar eftir Franz von Suppé, Emile Waldteufel, Johann Strauss yngri og Franz Lehár. Vínartónleikar Sinfóníunnar í Hörpu  Hljómsveitin Mammút heldur nokk- urs konar heimkomutónleika í Gamla bíói á fimmtudag kl. 21. Þar með enda þau margra mánaða tónleika- ferðalag sitt sem hefur staðið yfir frá útgáfu breiðskífunnar Kinder Ver- sions sem fyrst kom út hérlendis á vegum Re- cord Records, en var í framhaldinu gefin út um allan heim gegn- um breska plötu- fyrirtækið Bella Union. Mammút fagnar heim- komu með tónleikum Á miðvikudag og fimmtudag Norðaustan og austan 5-13 m/s, en 13-18 syðst. Dálítil él á SA- og A-landi, annars þurrt og víða bjart veður. Frost 0 til 8 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Gengur í austan 10-15 m/s en 18-25 m/s undir Eyjafjöllum og í Öræfum. Skýjað, él A-lands og slydda eða snjókoma fram eftir degi á SA-landi. Frost 0 – 5 stig. VEÐUR „Japanska landsliðið er vel samstillt vegna þess að leikmenn þess hafa verið mikið saman síðustu mán- uði og nánast ekkert gert annað en að æfa saman og leika vináttu- og æfinga- leiki,“ segir Björgvin Páll Gústavsson, markvörður ís- lenska landsliðsins í hand- knattleik sem mætir jap- anska landsliðinu í vináttulandsleik í Laug- ardalshöll. » 1 Samstillt jap- anskt landslið „Aðalbreytingin er sú að nýr þjálfari kom með mjög skýra stefnu um hvernig liðið eigi að leika. Það virðist virka afar vel. Varnarleikurinn er öfl- ugri en áður og þar af leiðandi hefur markvarslan fylgt með eins og oft vill verða,“ segir Rúnar Kárason, lands- liðsmaður í handknattleik og leik- maður Hannover-Burgdorf. Liðið hef- ur staðið sig framar vonum og er í þriðja sæti þýsku 1. deild- arinnar með 29 stig eftir 19 leiki. »4 Nýr þjálfari með skýra stefnu fyrir liðið Fyrsta deildarmark Jóhanns Bergs Guðmundssonar fyrir Burnley nægði liðinu ekki í viðureign við Liverpool í gær í ensku úrvals- deildinni í knattspyrnu. Jóhann jafnaði metin skömmu fyrir leiks- lok. Leikmenn Liverpool létu það ekki slá sig út af laginu og Ragnar Klavan skoraði sigurmarkið á ell- eftu stundu í uppbótartíma. »2 Mark Jóhanns dugði ekki gegn Liverpool ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Rétt fyrir áramótin kom Bjarni Sveinsson á Húsavík úr sinni síðustu ferð á flutningabíl úr Reykjavík, eft- ir að hafa verið á ferðinni í 41 ár og fimm mánuðum betur. Ferillinn hef- ur verið langur og gifturíkur og ferðir Bjarna milli Húsavíkur og höfuðborgarinnar eru orðnar um 4.500. „Ég ætlaði alltaf að hætta eft- ir fjörutíu ár á ferðinni sem var í fyrra. Svo hins vegar tekur tíma að gíra sig niður og leggja í stæðið ef svo má að orði komast,“ sagði Bjarni í samtali við Morgunblaðið. Sumt í tilverunni virðist skrifað í skýin eins og það að Bjarni Sveins- son yrði bílstjóri; liðlega tvítugur tók hann meiraprófið og byrjaði að keyra steypubíl og 1976 – þá 25 ára – hóf hann störf hjá Aðalgeiri Sigur- geirssyni sem þá var með bíla í flutn- ingum á Húsavíkurleiðinni. Það var svo fyrir tólf árum sem Eimskip – Flytjandi tók við þeirri útgerð og þá fylgdi Bjarni með. Betri bílar og breytt veðrátta „Ég hafði stundum farið með Að- algeiri suður mér til gamans svo ég vissi um hvað þetta starf snerist. Í tímans rás hef ég langmest verið í ferðum til Reykjavíkur, oft tvær til þrjár ferðir í viku, þó svo annað hafi dottið inn líka. Flutningar að norðan eru meðal annars afurðir frá kjöt- vinnslum þar, sjávarútvegsfyr- irtækjum og fiskeldinu en norður er þetta mest almenn neysluvara,“ seg- ir Bjarni og bætir við að á ferli sín- um hafi orðið miklar breytingar; bíl- arnir séu betri og öruggari og sömuleiðis vegirnir. Þá sé veðráttan önnur en var. „Fyrr á árum gat vegurinn yfir Vaðlaheiði lokast strax í fyrstu snjó- um á haustin svo fara varð leiðina um Dalsmynni sem stundum lok- aðist líka. Seinna kom vegurinn yfir Víkurskarð, sem reyndar lokast mjög fljótt ef gerir norðvestanátt. Fyrr á árum var leiðin norður aðeins mokuð tvisvar í viku, það er á þriðju- dögum og fimmtudögum og flutn- ingar tóku mið af því. Því lenti mað- ur í ýmsu og að vetrarlagi rétt upp úr 1980 var ég tæplega eina viku að komast úr Reykjavík norður á Húsa- vík,“ segir Bjarni og heldur áfram: Gríðarstór floti á siglingu „Breytingin á veðráttunni er sú að hríðarveður og snjókoma svo dögum skiptir kemur ekki lengur. Hins veg- ar fáum við núna oft langvarandi storma og frost svo hálka á vegunum er viðvarandi. Því er mjög inngróið í mig að fylgjast vel með veðurspám í útvarpinu og á leiðinni framundan erum við bílstjórarnir alltaf í góðu sambandi og miðlum okkar á milli hver færðin sé. Ég gæti trúað að á ferðinni milli Norður- og Suðurlands séu frá Eimskip, Samskipum og Vörumiðlun einhvers staðar á milli 60 og 70 bílar svo þetta er gríðarstór floti sem er á siglingunni á milli landshluta á kvöldin. Það er svo allt- af fastur póstur hjá okkur bílstjór- unum að stoppa í mat í Staðarskála. Til Húsavíkur er ég svo oft kominn fljótlega eftir miðnætti. Þá er eftir að losa bílinn og skila af mér svo oft er vinnudeginum ekki lokið fyrr en klukkan að ganga fjögur á nótt- unni.“ Eftir 41 ár í starfi og 4.500 Reykjavíkurferðir segist Bjarni láta af störfum sáttur við allt og alla. „Mér hefur alltaf fundist gaman að vera á ferðinni; sjá og upplifa landið. Allir staðir eru fallegir á góðum degi á sumrin. Svo hef ég líka unnið með frábæru fólki og góðir trukkar verið settir undir mig; Benzarnir eru margir og Volvo 500 sem ég hef ver- ið á síðustu árin er sjálfskiptur og mjúkur eins og fólksbíll,“ segir Bjarni bílstjóri að síðustu. Lands- hornaflakkinu er lokið. Landshornaflakki er lokið Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Bílstjóri „Mér hefur alltaf fundist gaman að vera á ferðinni,“ segir Bjarni.  Bjarni Sveinsson Húsavíkurbílstjóri er hættur eftir 41 ár á vegunum  Að baki eru alls 4.500 Reykjavíkurferðir Morgunblaðið/Sigurður Bogi Floti Tugir bíla frá ýmsum fyrirtækjum fara daglega milli suðvesturhorns- ins og Norðurlands, þar með talið frá Eimskip þar sem Bjarni hefur unnið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.