Morgunblaðið - 16.01.2018, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 16.01.2018, Qupperneq 1
dóma allt vatn sem það drekkur. Þessu var lýst sem „neyðarástandi“ hjá Landspítala í gærkvöldi, en spítalanum var ekki tilkynnt um mengunina. „Sýk- ingavarnadeild Landspítala beinir því til starfsfólks að sjóða allt neysluvatn fyrir jafnt sjúklinga á spítalanum sem starfsfólk þar til þessu neyðarástandi hefur verið aflétt,“ sagði í áríðandi til- kynningu til starfsfólks spítalans. „Ég man ekki eftir þessu hér í Reykjavík en þetta kemur reglulega upp úti á landi í kjölfar mikils vatns- viðris. Þá höfum við ekki séð merki um veikindi í kjölfarið,“ segir Þórólfur sóttvarnalæknir sem telur þó rétt að hafa varann á. „Það eru ekki stór merki um saurmengun í vatninu en í svona tilvikum er alltaf leitað líka að saurbakteríum, coli-bakteríum, sem gætu gefið vísbendingu um slíkt. Þarna eru nokkrar bakteríur sem geta gefið þá vísbendingu, þetta er meira en leyfilegt er.“ Fundað verður um framhaldið í dag. „Við munum funda með heilbrigðis- eftirlitinu og Matvælastofnun og reyna að skýra myndina aðeins.“ Neysluvatn í Reykjavík mengað  Fólki ráðlagt að sjóða vatn  „Neyðarástand“ á Landspítala Höskuldur Daði Magnússon Sigurður Bogi Sævarsson „Það er greinilega einhver mengun í vatninu. Þetta eru fyrst og fremst jarð- vegsbakteríur en við vitum ekki á þessu stigi um hvaða bakteríur er að ræða,“ segir Þórólfur Guðnason sótt- varnalæknir. Aukið magn jarðvegsgerla hefur greinst í neysluvatni höfuðborgarbúa. Mælt er með því að í stærstum hluta borgarinnar sjóði fólk með veikt ónæmiskerfi, foreldrar ungbarna, aldr- aðir og fólk með undirliggjandi sjúk- Mengun í neysluvatni Vesturbær Miðbær Austurbær Breiðholt Árbær Grafarvogur Norðlingaholt Húsahverfi Kópavogur Garðabær Hafnafjörður Álftanes Úlfarsárdalur Mosfellsbær Seltjarnarnes Yfir viðmiðunar- mörkum Undir viðmiðunar- mörkum Kjalarnes MJarðvegsgerlar mælast … »2 Útsvarstekjur 2013-2017 Heimild: Samband íslenskra sveitarfélaga 2013 2014 2015 2016 2017 178 161 144133125 Milljarðar króna Baldur Arnarson baldura@mbl.is Tekjur sveitarfélaganna af útsvari voru um 178 milljarðar í fyrra. Það er 10,5% aukning frá 2016 og um 43% aukning frá árinu 2013. Stærsta sveitarfélag landsins, Reykjavík, hafði mestar tekjur af útsvari í fyrra. Þær voru um 66,7 milljarðar, sem er um 19,4 milljörðum meira en 2013 og um 6,3 millj- örðum meira en árið 2016. Tekjur af útsvari hafa aukist hlutfalls- lega mest í Reykjanesbæ frá árinu 2013, eða um 71,5%. Hveragerði er í öðru sæti hvað þetta varðar. Þar hafa útsvarstekjur aukist um 54,8% frá 2013. Mosfellsbær er í þriðja sæti. Þar er aukningin um 52,6%. Mesti fjárhagsvandinn að baki Halldór Halldórsson, formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, segir þessar tölur vitna um að fjárhagsvandi sveitar- félaganna eftir hrunið sé að mestu að baki. Skuldirnar séu byrjaðar að lækka. For- dæmalausar launahækkanir hafi verið áskorun í fyrra. Nú taki við vinna við leið- réttingu á lífeyrisréttindum. Varðandi aukið útsvar segir Halldór stór- aukin umsvif í samfélaginu og miklar launa- hækkanir vera meginskýringarnar. Um 43% hærri en árið 2013  Stórauknar útsvars- tekjur sveitarfélaga MÚtsvarstekjur á uppleið »4 Þ R I Ð J U D A G U R 1 6. J A N Ú A R 2 0 1 8 Stofnað 1913  13. tölublað  106. árgangur  FRJÁLS MAÐUR ÞARF UMFRAM ALLT AÐ HUGSA HVATNING OG HEIÐUR FULL RAF- HLEÐSLA Á MÍNÚTU FJÖRUVERÐLAUNIN AFHENT 31 BÍLAR 16 SÍÐURKRISTÍN ÓMARSDÓTTIR 12 Í vetrarríkinu er allt önnur veröld í gróðurhúsinu og þar eru blómin sólvermd í hlýjum garði. Í gróðr- arstöðinni Dalsgarði í Mosfellsdal, þar sem er eitt stærsta blómabú landsins, er hin fagra veröld og þar var Gunný Þórisdóttir í gær að knúppa rósir; klippa burt aukasprota svo stilkar rósanna verði beinir og fallegir. Alltaf má á sig blómum bæta og nú á föstudaginn er bóndadagurinn, en þá tíðkast að konur færi bændum sínum blóm. Má gera ráð fyrir að þá komi rauðu rósirnar sterkar inn, því ást- in blómstrar og getur verið funandi heit þótt úti sé nístandi kalt. Morgunblaðið/Hari Rauðu rósirnar dafna í Dalsgarði Græn veröld í hlýju gróðurhúsi á snjóhvítum köldum vetrardegi  Næring móður á meðgöngu getur haft áhrif á framtíðarhorfur barns- ins sem fullorðins einstaklings. „Það gerist mjög margt í móðurkviðnum. Við vitum t.d. að næring móður á meðgöngu hefur áhrif á vöxt barnanna, þroska, getu þeirra til að læra og hegðun og fleira síðar á lífs- leiðinni,“ segir Ingibjörg Gunnars- dóttir, prófessor við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Hún segir næringarástand barns- hafandi kvenna á Íslandi ekki hafa verið rannsakað nógu ítarlega en slík rannsókn er þó í gangi núna í samstarfi við Landspítalann. „Í sambandi við íslenskar konur höfum við einhverjar hugmyndir um hvað þær borða og miðað við þær upplýsingar eru líkur á að neysla á völdum næringarefnum sé mjög lítil, a.m.k. hjá hluta kvenna,“ segir Ingi- björg sem fjallar um næringu á með- göngu á Læknadögum í dag. 10 Skoða næringu mæðra á meðgöngu Meðganga Næring mæðra nú rannsökuð.  Um 1% nemenda í grunnskólum Reykjavíkur sýnir öðrum nem- endum og starfsfólki skólanna ógn- andi hegðun. Þau valda töluverðri truflun á skólastarfi og þau úrræði sem hingað til hafa verið reynd hafa ekki dugað sem skyldi. Til að bregð- ast við því munu tvö teymi sérfræð- inga taka til starfa innan tíðar. Teymin munu fara á milli skóla og vinna með þessum börnum. Svör í könnun meðal skólastjóra í grunnskólum borgarinnar á því hvaða nemendur sýna ógnandi hegð- un, einkum líkamlega, og trufla skólastarf alvarlega leiða í ljós að í þessum hópi eru 130 nemendur, um 1% af þeim 14.000 sem sækja skóla borgarinnar. »18 1% nemenda ógnar og truflar verulega

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.