Morgunblaðið - 16.01.2018, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2018
Loftkæling
Funahöfða 7, 110 Reykjavík, s. 577 6666
og varmadælur
Franskir aðilar áforma að reisa og reka gagnaver á
Grundartanga, en heimild var gefin á fundi stjórnar
Faxaflóahafna síðasta föstudag, að tímabundnu vilyrði
fyrir skilyrtri úthlutun lóðanna Tangavegur 9 og Tanga-
vegur 11, til byggingar og reksturs gagnavers. Eru lóð-
irnar tvær um 3.700 fermetrar að stærð.
Barst umsóknin frá einkahlutafélaginu Melónu, sem
franskir aðilar standa að baki. Málið er þó allt á byrj-
unarstigi að sögn Gísla Gíslasonar, hafnarstjóra Faxa-
flóahafna. „Útaf fyrir sig er þetta bara snoturt og allt í
góðu lagi hvað varðar staðsetningu og annað,“ segir Gísli
í samtali við Morgunblaðið.
Skilyrði hengt á raforku og samning við ríkið
„Þeir hengja skilyrðið á það að þeir fái annars vegar
raforku og hins vegar fjárfestingarsamning við ríkið og
er það ferli alveg í þeirra höndum. Við erum ekki komin
neitt lengra en það í sjálfu sér. Boltinn er hjá þeim.“ Ekki
er um formlega úthlutun að ræða og gengur vilyrðið út á
það að lóðirnar tvær verði ekki afhentar öðrum aðilum.
„Ef þeir geta uppfyllt ákveðin skilyrði, þá getur komið til
úthlutunar,“ segir Gísli að lokum. axel@mbl.is
Áform uppi um gagna-
ver á Grundartanga
Málið á frumstigi Franskir aðilar eru á bak við áformin
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ver Lóðirnar eru skammt frá járnblendiverksmiðjunni.
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Útsvarstekjur sveitarfélaga jukust
um 10,5% milli ára 2016 og 2017.
Þær voru um 178 milljarðar í fyrra
en rúmur 161 milljarður 2016.
Þetta kemur fram í nýjum tölum
Sambands íslenskra sveitarfélaga
um staðgreiðslu útsvars árin 2016
og 2017. Útsvarið er reiknað sem
hlutfall af tekjum manna, öðrum en
fjármagnstekjum. Það hefur skilað
stigvaxandi tekjum á síðustu árum.
Þannig skilaði útsvarið tæpum 125
milljörðum 2013 en um 178 millj-
örðum í fyrra. Það samsvarar 43%
aukningu á nafnvirði.
Til samanburðar hækkaði vísitala
neysluverðs um 7,3% milli ára 2013
og 2017. Er þá reiknað með meðal-
tali vísitölunnar bæði árin. Sam-
kvæmt þessu hækkaði útsvarið um
tæp 36% að raunvirði 2013 til 2017.
Sigurður Á. Snævarr, sviðsstjóri
hag- og upplýsingasviðs hjá Sam-
bandi íslenskra sveitarfélaga, segir
aukninguna hjá sveitarfélögunum
milli ára 2016 og 2017 vera í takt við
hækkandi laun í landinu.
Í takt við hækkun launa
Útsvar allra sveitarfélaga skilaði
sem áður segir 10,5% meiri tekjum
2017 en 2016. Til samanburðar
hækkaði vísitala launa um 7,1% milli
nóvember 2016 og nóvember 2017.
Tölur fyrir desember 2017 hafa ekki
verið birtar á vef Hagstofunnar.
Sigurður bendir á að við þennan
samanburð milli ára miðist útsvar í
desember 2017 við greidd laun í
nóvember 2017. Myndin muni ekki
skýrast endanlega fyrr en tölur um
útsvarstekjur í janúar 2018 birtast
og útsvarstekjur utan staðgreiðslu.
Hann segir aðspurður að þrátt
fyrir þetta fari tölurnar býsna nærri
lagi um að segja til um aukninguna.
Sem vænta má hafði stærsta
sveitarfélagið, Reykjavík, mestar
tekjur af útsvari árið 2017. Þær voru
tæpir 67 milljarðar króna sem var
um 41% meira en 2013 og 10,4%
meira en 2016. Næst stærsta
sveitarfélagið, Kópavogur, var í
öðru sæti. Þar voru útsvarstekj-
urnar um 19,6 milljarðar króna í
fyrra. Það var 50,4% meira en 2013
og 10,6% meira en 2016. Tekið skal
fram að tölur hvers árs eru hér
bornar saman á nafnvirði, án tillits
til verðbólgu.
Mest aukning suður með sjó
Þegar listi yfir 20 fjölmennustu
sveitarfélögin er skoðaður kemur í
ljós að útvarstekjurnar hafa aukist
hlutfallslega mest í Reykjanesbæ.
Útsvar skilaði 8,4 milljörðum króna
í fyrra, eða 71,5% meira en 2016 og
19,8% meira en 2013. Það er í báðum
tilvikum mesta aukning milli tíma-
bila. Aukningin endurspeglar mikla
fjölgun íbúa í Reykjanesbæ.
Útsvarstekjur sveiflast í takt við
atvinnuástand og launaþróun. Þá
hefur íbúafjöldinn auðvitað áhrif.
Sigurður segir aðspurður það
vera hlutfallslega mikla aukningu að
útsvarstekjur allra sveitarfélaga
skuli hafa aukist um 43% frá 2013.
Sú þróun vitni um efnahagsbatann.
„Þetta er fyrst og fremst breyting
í undirliggjandi tekjum milli ára.
Álagningarhlutfallið hefur lítið
breyst,“ segir Sigurður.
Samkvæmt lögum um tekjustofna
sveitarfélaga getur útsvars-
prósentan hæst verið 14,52% en
lægst 12,44%. Vegið meðaltal
útsvarsprósentu var 14,44% í fyrra,
14,45% árið 2016 og 14,42% árið
2013.
Útsvarstekjur á uppleið
Tekjur sveitarfélaga af útsvari voru um 178 milljarðar í fyrra Það var um
10,5% aukning milli ára Tekjurnar jukust hlutfallslega mest í Reykjanesbæ
Greidd staðgreiðsla til sveitarfélaga 2013-2017
Upphæðir eru í milljónum króna
■ 2013 2014 2015 2016 2017
Breyting
frá 2013
Breyting
frá 2016
Skagafjörður 1.477 1.515 1.577 1.760 1.850 25,2% 5,1%
Ísafjörður 1.432 1.485 1.577 1.710 1.817 26,9% 6,3%
Borgarbyggð 1.098 1.170 1.310 1.459 1.654 50,6% 13,4%
Akranes 2.586 2.777 2.977 3.306 3.624 40,1% 9,6%
■ 2013 2014 2015 2016 2017
Breyting
frá 2013
Breyting
frá 2016
Mosfellsbær 3.449 3.729 4.042 4.623 5.262 52,6% 13,8%
Reykjavík 47.367 50.717 53.997 60.447 66.722 40,9% 10,4%
Kópavogur 13.011 14.113 15.386 17.695 19.566 50,4% 10,6%
Seltjarnarnes 1.885 2.050 2.164 2.423 2.641 40,1% 9,0%
Garðabær 5.975 6.486 6.957 7.866 8.806 47,4% 12,0%
Hafnarfjörður 10.258 11.196 11.984 13.672 14.982 46,0% 9,6%
■ 2013 2014 2015 2016 2017
Breyting
frá 2013
Breyting
frá 2016
Reykjanesbær 4.891 5.381 6.126 6.999 8.388 71,5% 19,8%
Grindavík 1.072 1.128 1.281 1.420 1.481 38,2% 4,3%
■ 2013 2014 2015 2016 2017
Breyting
frá 2013
Breyting
frá 2016
Árborg 2.712 2.918 3.197 3.653 4.097 51,1% 12,1%
Hveragerði 751 798 893 1.024 1.164 54,8% 13,6%
Vestmannaeyjar 2.021 1.907 2.082 2.195 2.260 11,8% 3,0%
■ 2013 2014 2015 2016 2017
Breyting
frá 2013
Breyting
frá 2016
Hornafjörður 890 901 982 1.084 1.201 34,9% 10,7%
Fjarðabyggð 2.185 2.285 2.467 2.521 2.688 23,0% 6,6%
Fljótsdalshérað 1.285 1.346 1.426 1.576 1.717 33,7% 9,0%
Norðurþing 1.098 1.125 1.214 1.398 1.623 47,8% 16,1%
Akureyri 6.796 7.191 7.657 8.449 9.136 34,4% 8,1%
Reykjanesbær 71,5%
Hveragerði 54,8%
Mosfellsbær 52,6%
Árborg 51,1%
Borgarbyggð 50,6%
Mesta aukning 2013 til 2017
Reykjanesbær 19,8%
Norðurþing 16,1%
Mosfellsbær 13,8%
Hveragerði 13,6%
Borgarbyggð 13,4%
Mesta aukning 2016 til 2017 66,7
19,6
15,0
9,1 8,8 8,4
5,3 4,1
Reykjavík Kópavogur Hafnar-
fjörður
Akureyri Garðabær Reykjanes-
bær
Mosfells-
bær
Árborg Akranes Fjarða-
byggð
Greidd staðgreiðsla
– tíu stærstu
sveitarfélögin 2017
2013 2014 2015 2016 2017
Samtals greidd staðgreiðsla 2013-2017
Milljarðar króna
Milljarðar króna
178161144133125
Heimild: Samband íslenskra sveitarfélaga
3,6 2,7
Matvælastofnun hefur lagt 30.000
króna dagsektir á kúabú á Norð-
urlandi vegna meðferðar naut-
gripa.
Í ljós kom við endurtekið eftirlit
að kröfur stofnunarinnar um úr-
bætur vegna bindingar kúnna á
bása, hreinleika og klaufhirðu
höfðu ekki verið virtar. Ekki er
um mataröryggismál að ræða og
mjólkin frá bænum kemur eðlilega
út, samkvæmt upplýsingum frá
Matvælastofnun. Stofnunin hefur
ekki haft meiri afskipti af búinu en
öðrum hingað til og er þetta í
fyrsta sinn sem umrætt bú er beitt
þvingunum.
Dagsektirnar taka gildi frá og
með þeim degi sem þær eru
ákvarðaðar samkvæmt reglugerð.
Þær gilda þar til kröfunum hefur
verið mætt að mati Matvælastofn-
unar. Dagsektir falla niður ef um-
ráðamaður dýranna hefur bætt úr
aðstæðum þeirra og aðbúnaði á
fullnægjandi hátt, að mati Mat-
vælastofnunar, innan fimm virkra
daga frá ákvörðun stofnunarinnar
um dagsektir. Það reyndist ekki
hafa verið gert í þessu tilviki og
því voru dagsektir upp á 30.000
krónur lagðar á búið þar til bætt
hefur verið úr. gudni@mbl.is
Morgunblaðið/Þorkell
Kýr Fundið var að aðbúnaði kúnna á
bæ fyrir norðan. Mynd úr safni.
Kúabú
beitt dag-
sektum
30.000 krónur á
dag þar til úr er bætt
Kínverskur karlmaður sem slas-
aðist í rútuslysi í Eldhrauni hinn 27.
desember er látinn. Foreldrar
mannsins, sem fæddist árið 1996,
höfðu verið hjá honum á Landspít-
alanum undanfarna daga og notið
aðstoðar starfsmanna kínverska
sendiráðsins.
Lést í kjölfar rútu-
slyss í Eldhrauni