Morgunblaðið - 16.01.2018, Side 10

Morgunblaðið - 16.01.2018, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2018 KRINGLU OG SMÁRALIND SKECHERS BOULDER VATNSHELDIR DÖMUSKÓR MEÐ LOÐFÓÐRI OG MEMORY FOAM INNLEGGI. STÆRÐIR 36-41. KOMA EINNIG HVÍTIR. DÖMUSKÓR VERÐ ÁÐUR 14.995 NÚ 10.496 30% SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Næring á meðgöngu – þarf að huga að fleiru en fólati og D-vít- amíni? er yfirskrift fyrirlestrarað- ar sem er haldin fyrir hádegi í dag á Læknadögum sem fara fram í Hörpu þessa viku. Fundarstjóri er Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor við matvæla- og næringarfræði- deild Háskóla Íslands. Hún segir næringarástand barnshafandi kvenna á Íslandi ekki hafa verið rannsakað nógu ýtarlega ennþá. Nóg sé þó vitað í dag um að um- hverfi fósturs í móðurkviði geti haft áhrif á heilsu barnsins til að unnt sé að hagnýta þekkinguna í klínísku starfi. „Í sambandi við íslenskar konur höfum við einhverjar hugmyndir um hvað þær eru að borða og mið- að við þær upplýsingar eru líkur á að neysla á völdum næringarefn- um sé mjög lág a.m.k hjá hluta kvenna. Til að bæta úr þessu erum við núna með rannsókn í gangi á Landspítalanum í samstarfi við göngudeild fósturskimunar til að fá betri mynd af næringarástandi mæðranna. Við höfum líka verið að hanna skimunarlista sem getur spáð fyrir um óhóflega þyngdar- aukningu á meðgöngu, þungbura- fæðingar og sykursýki,“ segir Ingibjörg. Hefur áhrif á þroska og hegðun Rannsóknir síðustu ára hafa af- sannað þær kenningar að það skipti ekki máli hvað móðirin borð- ar á meðgöngu. „Það gerist mjög margt í móðurkviðnum. Við vitum t.d að næring móður á meðgöngu hefur áhrif á vöxt barnanna, þroska, getu þeirra til að læra og hegðun og fleira síðar á lífsleið- inni. Stærsta rannsókn sinnar tegundar í heiminum um þetta var gerð í Noreg en fyrstu nið- urstöður úr henni fóru að berast 2012. Sú rannsókn sýndi meðal annars að börn þeirra kvenna sem borðuðu lítið joð á með- göngu, lítinn fisk og lítið af mjólk, voru ólíklegri til að standa sig vel á ýmsum þroska- og hegðunar- prófum. Það eru fleiri einstök næringarefni sem slík tengsl hafa sést við. Heildargæðin á þeim mat sem er borðaður skiptir þó höfuðmáli, það hefur áhrif að hann sé næringaríkur og í sam- ræmi við ráðleggingar um fæðu- val.“ Ingibjörg segir mataræði á meðgöngu og fyrstu tveimur ævi- árunum skipta miklu máli. Þá sé margt í gangi í þroska og lífeðl- isfræðilegum ferlum barnsins. „Mataræði á þessu tímabili getur haft mjög mikið að segja um heilsufar og hversu vel einstak- lingurinn er undirbúinn að takast á við áskoranir í lífinu,“ segir Ingibjörg. Fábreyttur matur vondur Mataræði þjóðarinnar hefur verið að þokast í rétta átt á síð- ustu árum, að sögn Ingibjargar, en enn eru ákveðnir hópar sem borða mjög fábreyttan mat, t.d. mikið af unnum matvörum, gos- drykkjum og öðru sem vitað er að er vont fyrir fóstur. „Það er verið að endurskoða næringarráðlegg- ingar til barnshafandi kvenna. Við viljum ganga skrefinu lengra og koma skimun á óheilsusam- legu mataræði inn í mæðravernd, þannig að það sé hægt að bjóða þeim konum sem á því þurfa að halda ráðleggingar um fæðuval. Það er mikilvægt að allir sem koma að heilbrigðisþjónustu barnshafandi kvenna hafi þekk- ingu á mikilvægi mataræðis á meðgöngu á heilsu barnsins til frambúðar.“ Margt gerist í móðurkviðnum  Mataræði móður á meðgöngu hefur áhrif á vöxt barnsins, þroska, námsgetu og hegðun  Hvað barn- ið borðar á fyrstu tveimur æviárunum skiptir líka máli  Verið að endurskoða næringarráðleggingar Morgunblaðið/Ásdís Næring Mataræði á meðgöngu og fyrstu tveimur æviárunum skiptir miklu máli, að sögn Ingibjargar Gunnarsdóttur. Ingibjörg Gunnarsdóttir „Tillagan felur í sér að nemendum verði gefinn kostur á að taka ungl- ingastigið, þ.e. 8. til 10. bekk, á tveimur árum kjósi þeir það,“ segir Marta Guðjóns- dóttir, borgar- fulltrúi Sjálfstæð- isflokksins, en hún mun í dag, þriðjudag, leggja fram á fundi borgarstjórnar tillögu sjálfstæð- ismanna um auk- ið val um náms- hraða í efri bekkjum grunn- skólans. Er tillagan sögð liður í því að gera skólana sveigjanlegri og auka samfellu milli grunn- og fram- haldsskóla. Eykur val og sveigjanleika Tillaga sjálfstæðismanna í Reykjavík gerir meðal annars ráð fyrir að sviðsstjóra skóla- og frí- stundasviðs verði falið að útfæra hana í samráði við skólastjórnendur. „Borgarstjórn samþykkir að reyk- vískum nemendum gefist kostur á að taka 8.-10. bekk grunnskólans á tveimur árum til að stuðla að sveigjanleika í skólastarfi og vali nemenda um námshraða. Sviðs- stjóra skóla- og frístundasviðs verði falið að útfæra tillöguna í samráði við skólastjórnendur, kennara og náms- ráðgjafa. Auk þess verði sviðsstjóra falið að hefja viðræður og samráð við menntamálaráðuneytið um tillöguna og hvernig best verði að henni stað- ið,“ segir í áðurnefndri tillögu. Þá segir í greinargerð að með sveigjanleika um námshraða verði hægt að koma betur til móts við þarf- ir nemenda og einstaklingsmiðað nám. „Sá valkostur að geta tekið 8.- 10. bekk á tveimur árum yrði liður í því að taka fyrsta skrefið að aukinni samfellu milli skólastiga,“ segir þar enn fremur. khj@mbl.is Vilja bjóða nem- endum aukið val  Ætlað að auka sveigjanleika í skólum Marta Guðjónsdóttir Laufey Hrólfsdóttir rannsakaði tengsl mataræðis á meðgöngu, þyngdaraukningar og heilsu barna síðar á ævinni í doktorsverkefni sínu við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Niðurstöðurnar benda til þess að næring kvenna á meðgöngu og þyngdaraukning um- fram ráðleggingar geti mögulega haft áhrif á gildi bólguþátta á með- göngu og efnaskiptaþætti barna snemma á fullorðins- aldri. „Ég notaði dönsk gögn þar sem skráð var fæðuval mæðra á meðgöngu, bakgrunnur og þyngdaraukning. 20 árum síðar var börnunum síðan boðið að taka þátt í rannsókninni. Upplýsingum var þá safnað um líkams- samsetningu, blóðþrýsting og lífvísa sem tengjast hjarta og æðakerfinu. Að þyngjast óhóflega mikið á meðgöngu var tengt við hættu á að barnið væri í yfirþyngd. Einnig sáust tengsl við hærri leptíngildi, sem er hormón sem gegnir mikil- vægu hlutverki í orkujafnvægi og svengdarstýringu, og insúlíngildi hjá barninu við 20 ára aldur. Aukin orkuinntaka mæðra tengdist aukinni áhættu á að þyngjast of mikið á meðgöngunni en síðan voru einn- ig vísbendingar um að fæðumynstrið skipti miklu máli. Aukinn hlutur plöntuprótína á kostnað dýraprótína í fæðu var til að mynda tengdur við minni líkur á þyngd- araukningu yfir viðmiðum. Gæði kolvetna geta líka skipt máli í þessu sambandi. Í íslenskri rannsókn, þar sem við notuðum mjög stutt- an skimunarlista um fæðuval, sáum við að fæðumynstur sem einkenndist af mikilli neyslu á gosdrykkjum, óhóf- legri eða lítilli neyslu á mjólkurvörum, auk lítillar neyslu á heilkornavörum, ávöxtum og grænmeti, tengdist auk- inni hættu á þyngdaraukningu yfir viðmiðum eftir að leiðrétt hafði verið fyrir mögulegum truflandi þáttum. Þær konur sem voru með óheilbrigðasta fæðumynstrið voru einnig í aukinni áhættu á að eignast þungbura. Niðurstöðurnar sýna að skimun fyrir ófullnægjandi mataræði meðal barnshafandi kvenna gæti mögulega skilað sér í markvissari heilbrigðisþjónustu þar sem lífs- stílsíhlutun yrði beint fyrst og fremst til þeirra kvenna þar sem ófullnægjandi mataræði gæti mögulega ógnað heilsu móður eða barns,“ segir Laufey og tekur fram að rannsóknirnar undirstriki mikilvægi jafnvægis þegar kemur að mataræði og þyngdaraukningu á meðgöngu í tengslum við heilsufar, bæði til skemmri og lengri tíma. Laufey heldur erindi á Læknadögum í dag. Hætta á að barnið verði í yfirþyngd seinna meir TENGSL FÆÐUVALS OG NÆRINGAR VIÐ ÞYNGDARAUKNINGU Á MEÐGÖNGU Laufey Hrólfsdóttir Morgunblaðið/Ófeigur Miðborg Ráðhúsið er við Tjörnina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.