Morgunblaðið - 16.01.2018, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2018
SMÁRALIND
www.skornirthinir.is
Kíktu á útsöluverðið!
Fóðraður með lambsull
Grófur gúmmísóli
kór
rð
.995
4
Útsöluve
.
16. janúar 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 103.26 103.76 103.51
Sterlingspund 140.6 141.28 140.94
Kanadadalur 82.49 82.97 82.73
Dönsk króna 16.806 16.904 16.855
Norsk króna 12.948 13.024 12.986
Sænsk króna 12.726 12.8 12.763
Svissn. franki 106.38 106.98 106.68
Japanskt jen 0.9294 0.9348 0.9321
SDR 147.92 148.8 148.36
Evra 125.2 125.9 125.55
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 151.8386
Hrávöruverð
Gull 1343.0 ($/únsa)
Ál 2214.0 ($/tonn) LME
Hráolía 69.15 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Hvergi í Evrópu
nota fleiri fyr-
irtæki samfélags-
miðla en á Íslandi.
Árið 2017 notuðu
79% fyrirtækja á
Íslandi samfélags-
miðla en í Evrópu
var hlutfallið að
meðaltali 47%.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá
Hagstofunni. Um er að ræða fyrirtæki
með að lágmarki tíu starfsmenn.
Samfélagsmiðlar voru flokkaðir eft-
ir tegund miðils og á Íslandi voru
77% fyrirtækja með samskiptasíður,
17% með vefsíður til að deila marg-
miðlunarefni, 16% með bloggsíður/
tilkynningasíður og 3% með wiki-
síður.
Þá voru 82% fyrirtækja á Íslandi
með eigin vef, en 63% voru hvort
tveggja með eigin vef og á sam-
félagsmiðlum, skv. upplýsingum Hag-
stofunnar.
Íslensk fyrirtæki virkust
á samfélagsmiðlum
STUTT
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Hugbúnaðarfyrirtækið Wise er nú í
söluferli eftir að eigendur þess,
norska fyrirtækið Akva Group,
ákváðu á haustmánuðum 2016 að
leita tilboða í félagið. Fjármála-
fyrirtækið Beringer Finance hefur
umsjón með ferlinu.
Hrannar Erlingsson, fram-
kvæmdastjóri Wise, segir í samtali
við Morgunblaðið að engin niður-
staða sé enn komin í ferlið. „Það
hafa nokkrir sýnt félaginu áhuga,
bæði innlendir aðilar og erlendir,
en enn sem komið er hafa menn
ekki náð saman. Þetta er því enn á
algjöru frumstigi,“ segir Hrannar.
Wise er einn öflugasti seljandi
Microsoft Dynamics NAV-bók-
halds- og viðskiptahugbúnaðarins á
Íslandi, og er, að sögn Hrannars,
líklega stærst á markaðnum ásamt
Advania. Starfsmenn eru 80 talsins,
13 á Akureyri og 67 á höfuðborg-
arsvæðinu.
Aðspurður segir Hrannar að nú
sé líklega góður tími til að selja fyr-
irtækið, enda sé það í góðum
rekstri. „Afkoman hefur verið góð
meira og minna síðustu árin.“
Hét áður Maritech
Margir kannast kannski við eldra
heiti félagsins, en það hét Maritech
frá árinu 2000. „Nafninu var breytt
í Wise árið 2013. Það atvikaðist
með þeim hætti að þegar norsku
eigendurnir seldu norskt systurfyr-
irtæki Maritech fylgdi nafnið með í
kaupunum. Því var ekki annað í
stöðunni á þeim tíma en að skipta
um nafn. Við breyttum því í Wise í
höfuðið á okkar stærstu lausnum
eins og Wise Fish og Wise Analy-
zer.“
Hrannar segir að tekjur félagsins
komi mest frá íslenska markaðinum
en 20-25% teknanna komi þó frá út-
löndum. „Erlendu tekjurnar dreif-
ast á 20 lönd. Stærstu löndin hafa
verið Nýja-Sjáland og Ástralía.“
En af hverju eru Norðmennirnir
að selja? „Þetta fellur ekki nógu vel
að kjarnastarfseminni hjá þeim.
Þeir eru einn stærsti framleiðandi
og þjónustuaðili heildarlausna fyrir
fiskeldi í heiminum og við erum
bara í allt öðrum hlutum.“
Spurður hvernig það hafi æxlast
á sínum tíma að Akva Group keypti
fyrirtæki í jafn ólíkri starfsemi seg-
ir Hrannar að tvennt hafi ráðið þar
mestu um. „Á þeim tíma vorum við
með hugbúnað sem var líklega
stærstur eða næststærstur í heim-
inum fyrir fiskeldi og þeir ásældust
hann. Svo höfðu þeir meiri áhuga á
þeim tíma á að fara út í hugbúnað
fyrir sjávarútveg almennt, en það
hefur alltaf verið stór hluti af okkar
starfsemi. Þar liggja rætur okkar.
Síðan hefur þetta þróast þannig að
við erum rekin sem alveg sér eining
og tengslin við Akva Group eru
hverfandi.“
Spurður um tímasetningar í sölu-
ferlinu segir Hrannar að allt sé
óvíst að svo stöddu og ekki sé held-
ur víst að af sölu verði. „Þetta er
allt spurning um verð og slíkt.“
Erlendir og innlendir aðilar
hafa áhuga á að kaupa Wise
Morgunblaðið/Hanna
Sala Eigendur Wise, norska félagið Akva Group, telja að starfsemi Wise falli ekki að kjarnastarfseminni.
Upplýsingatækni
» Wise var stofnað árið 1995.
» Sérhæft í lausnum á sviði
fjármála, verslunar, sérfræði-
þjónustu, sveitarfélaga, sjáv-
arútvegs og flutninga.
» Tekjur Wise árið 2016
námu tæpum 1,5 milljörðum
króna. Hagnaður af rekstr-
inum var rétt rúmar 100 millj-
ónir króna. Eigið fé félagsins
er 175 milljónir króna og
lækkaði úr rúmum 200 millj-
ónum árið 2015.
Byrjað var að leita tilboða á haustmánuðum Félagið að fullu í norskri eigu
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Sjóður á vegum bandaríska eigna-
stýringarfyrirtækisins Eaton Vance
bætti við eign sína í fjórum fyrirtækj-
um í Kauphöllinni í síðastliðinni viku.
Markaðsvirði kaupanna er um 551
milljón króna. Auk þess bætti sjóður
á vegum bresku eignastýringarinnar
Lansdowne Partners við hlut sinn í
tveimur félögum. Markaðsvirði kaup-
anna er um 127 milljónir króna. Þetta
má lesa úr listum yfir 20 stærstu hlut-
hafa.
Særstu kaup Eaton Vance á ís-
lenska hlutabréfamarkaðnum í vik-
unni voru í Sjóvá. Markaðsvirði hins
keypta hlutar er um 290 milljónir
króna. Næststærstu kaupin voru í
N1, hinn keypti hlutur er metinn á um
140 milljónir króna. Jafnframt var
keypt í Reitum fyrir um 92 milljónir
og í TM fyrir um 29 milljónir króna.
Eaton Vance Management er sá
erlendi fjárfestir sem fjárfest hefur
hvað víðast á hlutabréfamarkaðinum.
Tveir sjóðir á vegum fyrirtækisins,
sem bera nafnið Global Macro, eru á
meðal 20 stærstu hluthafa í ellefu
fyrirtækjum af 16 á Aðallistanum. Að
meðaltali nemur hlutdeild hvors sjóðs
2,4% í hverju félagi.
Sjóður Lansdowne Partners keypti
í TM fyrir um 92 milljónir króna og er
sjötti stærsti hluthafi trygginga-
félagsins með um 5,1% hlut. Þá bætti
hann lítillega við sig í Vodafone í vik-
unni fyrir um 35 milljónir. Sjóðurinn
er fjórði stærsti eigandi félagsins með
um 9,4% hlut.
Morgunblaðið/Kristinn
Kauphöll Stærstu kaup Eaton
Vance í vikunni voru í Sjóvá.
Eaton keypti í
fjórum félögum
Bandarískur
sjóður keypti fyrir
551 milljón króna