Morgunblaðið - 16.01.2018, Page 24

Morgunblaðið - 16.01.2018, Page 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2018 ✝ ÞorvaldurRagnarsson fæddist í Reykjavík 19. nóvember 1933. Hann lést 8. janúar 2018 á hjúkrunar- heimilinu Ísafold í Garðabæ. Foreldrar hans voru Ragnar Krist- jánsson, vörubíl- stjóri, f. 18.3. 1902, d. 21.4. 1984, og Anna Margrét Ólafsdóttir, húsfrú, f. 29.12. 1896, d. 14.4. 1973. Þorvaldur var yngstur þriggja bræðra: a) Ólafur Kristján, f. 3.9. 1929, d. 21.10. 2004, maki Ásta Sigríður Guðjónsdóttir, f. 1.10. 1928, d. 19.5. 2009, og b) Þórarinn Kristján, f. 29.1. 1931, maki Guð- veig Árnadóttir, f. 27.5. 1932. Eiginkona Þorvaldar var Ásdís Haraldsdóttir, f. í Reykjavík 17. febrúar 1934. d. 1. ágúst 2013. Börn þeirra eru: 1) Ásthildur, f. 10.12. 1960, börn hennar eru: a) Sigríður Guðmundsdóttir, maki Erling Andersen, börn Guðjón fór hann að keyra olíubíl og keyrði með flugvélabensín á flug- vélarnar á Reykjavíkurflugvelli. Eftir störf sín hjá BP fór hann til BM Vallár við keyrslu. Á meðan hann var við störf hjá BM Vallá keypti hann sér sinn fyrsta vöru- bíl. Þorvaldur keyrði út frá Vöru- bílstjórafélaginu Þrótti í allmörg ár. Árið 1972 gerðist hann ráð- herrabílstjóri og hóf ferilinn á að keyra Magnús Kjartansson og síð- ar fjölmarga aðra ráðherra. Sam- hliða því að vera ráðherrabílstjóri vann hann sem leigubílstjóri hjá Hreyfli/Bæjarleiðum. Árið 1988 hóf Þorvaldur störf sem forseta- bílstjóri og keyrði frú Vigdísi Finnbogadóttur og síðar hr. Ólaf Ragnar Grímsson. Starfsferlinum lauk Þorvaldur sem forsetabíl- stjóri 1. mars 2002. Sautján ára kynntist hann eiginkonu sinni, Ásdísi Haralds- dóttur, og gengu þau Þorvaldur í hjónaband á 45 ára afmælisdegi tengdaföður hans þann 18. maí 1956. Lengst af bjuggu þau Ásdís í Reykjavík og Kópavogi en síð- ustu æviárin bjó hann á hjúkr- unarheimilinu Ísafold í Garðabæ. Þorvaldur var virkur félagi í Frí- múrareglunni alla tíð. Útför Þorvaldar fer fram frá Áskirkju í dag, 16. janúar 2018, og hefst athöfnin klukkan 13. Ingi, Mikael og Nat- alía. b) Þorvaldur Ríkharðsson og c) Ingveldur Birna Marteinsdóttir Norman. 2) H. Jóna, f. 22.2. 1965, maki Jón Diðrik Jónsson, f. 11.4. 1963, dætur þeirra eru: a) Lilja Ósk, sambýlismaður Adolf Þ. Andersen, börn Jón Arnar og dóttir hans Emelía Rós, og b) Ás- dís Eva. 3) Anna María, f. 28.10. 1971, maki Jónas Halldórsson, f. 8.10. 1971, börn þeirra eru: a) Halldór Snær, b) Aron Yngvi, c) Lísa Margrét. Þorvaldur ólst upp á Reykjum, Brúnavegi 4 í Reykjavík, og gekk í Laugarnesskóla. Á heimilinu bjuggu einnig þeir Þorkell og Gunnlaugur, móðurbræður hans. Ungur var Þorvaldur atorkumik- ill og duglegur að finna sér alltaf eitthvað að gera. Starfsferil sinn hóf hann 14 ára hjá BP sem send- ill. Eftir að hafa fengið bílprófið Ég kveð með miklum kærleik og söknuði elsku hjartans pabba minn. Pabba sem var einstaklega hjartahlýr og mikið prúðmenni. Hann er mér mikil fyrirmynd og á ég honum svo ótal margt gott að þakka. Orð hans: „Leyfðu mér að hjálpa þér, elsku Jóna mín“ fékk ég ósjaldan að heyra og lýsa þau vel hvaða mann hann hafði að geyma. Elsku hjartans pabbi minn, ég er stolt af því að vera dóttir þín og það hlýjar mér um hjartarætur í sorginni að trúa því að nú sért þú orðinn frjáls eftir erfið veikindi og kominn til hennar mömmu minnar. Hvíldu í friði pabbi minn, ég varðveiti vel allar dásamlegu minn- ingarnar um þig og mömmu. Þín Jóna. Elsku hjartans pabbi minn. Hvað ég er lánsöm og mér mikill heiður að vera dóttir þín. Ég segi stundum við sjálfa mig „já nú ertu dóttir hans pabba þíns“. Þegar mér finnst skína úr gerðum mínum eitt af einkennum þínum, elsku pabbi minn. Það er svo ótalmargt sem þú hefur kennt mér, verið mín fyrir- mynd og síðast en ekki síst vinur. Það eru ófá skiptin sem ég hef setið í bílnum með þér, þú sagt mér frá áskorunum þínum. Oft man ég eftir því þegar þú hefur beðið um mitt álit og hvernig þú gætir nú sann- fært mömmu í þessu og hinu og komið henni á þitt band. Vinnu- semi, stundvísi, heiðarleiki og virð- ingu hefur þú m.a. kennt mér. „Anna mín, þú setur allt of mikið á diskinn þinn, það er nóg til, það er bara ekki gott fyrir okkur að borða of mikið í einu,“ eru orð sem ég gleymi aldrei. Ég fann fyrir svo mikilli virðingu frá þér þegar þú sagðir þetta við mig. Þú varst sko ekki að sjá eftir þessu heldur varstu að kenna mér hófsemi. Eða þegar við vorum að þrífa ráðherra- bílana saman úti í bílskúr og ég fékk að þurrka bílana undir dyggri leiðsögn þinni. Ég man eftir bílferðunum okkar þegar ég var lítil stelpa bæði með og án fjölskyldunnar, ég elskaði þessar stundir með þér. Stundum var stoppað og við fórum að róla á leikvöllunum og ekki klikkaði ísinn í lokin. Virðingu og hlýju kenndir þú mér á þinn einstaka hátt. Man alltaf eftir því þegar ég bað þig fyrst um að spyrjast fyrir um vinnu fyrir mig þar sem þú þekktir svo ótal marga. Ekki stóð á svari frá þér: „Já, Anna mín, það get ég. Þú verður hinsvegar að standa þig hundrað prósent í vinnunni því það er ekki bara þitt mannorð heldur mitt líka sem skiptir máli hér.“ Þannig ólst þú upp í mér að standa mig í vinnunni – alltaf. Í minning- unni varst þú alltaf að vinna, alltaf að gera eitthvað gagnlegt. Gafst þér samt alltaf einhvern veginn tíma til að gefa mér og því sem ég var að kljást við athygli. Man eftir því að sitja og dást að þér klæða þig upp í kjólfötin til að fara á Frímúra- fund og oftar en ekki spurði ég hvað þú værir að gera á fundum svona fínn. Svarið kom um hæl, að verða að betri manni. Það fannst mér skrýtið svar því þú varst sá besti. Með árunum skil ég þessi orð betur. Heimilið var þinn griðastað- ur og þið mamma samstiga í að gera okkur systrunum fallegt og ástríkt heimili, m.a. á Þinghóls- brautinni. Þú gerðir allt sem þú gast til að gera mitt líf betra og auðugra. Kenna mér að standa á eigin fótum en samt alltaf til staðar að hjálpa og gera það sem þarf en sýna því mjög mikla virðingu á sama tíma. Með þinni hjálp gat ég farið sem skiptinemi, stundað nám og komið heil heim af skemmtun- um því alltaf sóttir þú mig. Hvíldin er þér kærkomin, elsku besti pabbi minn, og hana áttu svo sannarlega skilið. Það er með tár- um í augum og gnístandi tómt hjarta sem ég skrifa þessi orð til þín, elsku pabbi minn. Ég veit að þú knúsar hana mömmu frá mér og alla hina ættingja og vini okkar sem eru hjá þér núna. Þar til við sjáumst aftur, hjart- ans pabbi minn, þá lifa minningar um þig í mér og börnum mínum. Þín einlæga dóttir Anna María. Ég vil með nokkrum orðum minnast tengdaföður míns sem nú er fallinn frá. Það var mikið gæfu- spor að hafa kynnst dóttur Dolla, henni Önnu Maríu minni. Allt frá því ég náði í Önnu á okkar fyrsta stefnumót á Þinghólsbraut fann ég fyrir góðum straumum. Eins þegar ég lánaði nýju kærustunni skítuga bílinn minn yfir helgi og fékk hann til baka á sunnudagskvöldi glans- andi hreinan og fínan. Þessi dama lofaði góðu. Ég fann fljótlega að þetta var gæfuspor, sérstaklega þegar ég fór að kynnast fjölskyldu hennar betur. Tengdamamma var hörkukona, full af kjarki, hlýju og kærleika. Og henni við hlið var tengdapabbi Dolli eins og klettur. Þau voru gott og samrýnt par. Mikil ást og um- hyggja var þó það sem tók mest á móti mér þegar ég steig frekari skref inn í fjölskylduna. Betri tengdaforeldra er ekki hægt að hugsa sér. Við Dolli tengdum vel saman, ræddum um alla heima og geima sem og að framkvæma ýmis- legt saman. Ég var þó hálfdrætt- ingur á við hann. Hann setti stað- alinn hátt, og ég er löngu búinn að sætta mig við að bílarnir mínir bara ná ekki að vera eins hreinir og flott- ir og hjá honum. Held meira að segja að Anna María sé búin að sætta sig við það líka, eða kannski ekki (takk fyrir Löður). Ég erfði (var arfleiddur að) þann góða sið frá Dolla að rífa mig upp snemma á jóladagsmorgun og búa til súkku- laði með rjóma og bera fram með randalínu og smákökum. Tók smá á fyrstu árin, en er orðinn sterkur hluti af hátíðarhaldi yfir jólin í okk- ar fjölskyldu. Og þessi siður lýsir Dolla ágætlega. Hann gerði þetta jú fyrir þau sem hann elskaði mest, á tímum þegar aðrir óska þess helst að fá að slappa af. Hann vildi gefa Ásdísi frí þar sem hún hafði undirbúið jólin af miklu kappi, þetta var hans framlag. En auðvit- að hafði hann sjálfur örugglega ekki lagt sig minna fram, örugg- lega búinn að vinna myrkranna á milli, auk þess að skjótast og þeyt- ast fyrir sína nánustu. Dolli var einstakur og mikil fyr- irmynd í svo mörgu, og ekki síst frábær afi barna okkar. Það er líka honum að þakka að ég varð enn skotnari í Önnu, þar sem mér fannst það frábært að ég lánaði dömunni bílinn minn og fékk hann svona stífbónaðan og flottan til baka. Komst ekki að því fyrr en löngu seinna að það var pabbi hennar sem hafði græjað bílinn. Það er ærið ævistarf að auðnast að lifa lífinu með brot af þeirri reisn, þeim kærleika og þeim kost- um sem Dolli bjó yfir. Takk fyrir, Dolli, andi þinn lifir áfram með okkur. Þinn tengdasonur, Jónas Halldórsson. Þorvaldur Ragnarsson var ein- stakur öðlingur. Hann var svo hreinskiptinn og glaðsinna, að ógleymanlegt er okkur öllum sem áttum hann að samstarfsmanni um árabil. Hann var til allra verka fús í önnum daganna, alltaf til staðar og ávallt reiðubúinn að hjálpa til við að leysa hin ýmsu veraldlegu hvers- dagsdagsmál. Það var ekki oft að þyrfti að biðja hann um að afgreiða eitthvað sem ekki var skráð í dag- bók í opinberu embætti – hann var þá þegar búinn að koma auga á hvað þyrfti að gera og líklegt væri að honum yrði það falið. Þess nut- um við öll sem unnum með honum. Þorvaldur starfaði sem atvinnu- bílstjóri alla starfsævi sína. Eftir að hafa ekið olíubílum og leigubílum um nokkurt árabil starfaði hann um tíma sem ráðherrabílstjóri og var því vel kunnur stjórnmála- mönnum samtíðar sinnar – náði að keyra fyrir „allan fjórflokkinn“ eins og hann orðaði það sjálfur. Í fram- haldi af því varð hann forsetabíl- stjóri, með sinn góða orðstír, og starfaði hjá forsetaembættinu í tvo áratugi. Þorvaldur og kona hans Ásdís voru mikið garðræktarfólk og ekk- ert þótti Þorvaldi vænna um en að heyra að það blómstruðu allar rós- ir hjá Ásdísi. Heima hjá þeim var mikið blómahaf og þau áttu fá- gæta fallegan garð þegar þau bjuggu í Hafnarfirði um árið. Hann hafði líka mikla ánægju af því að bruna í sýslur landsins með heilan birkiskóg í tengivagni og taka þátt í gróðursetningu á ýms- um stöðum með ungviðinu. Ég minnist vinar míns Þorvalds Ragnarssonar með mikilli hlýju og við Ástríður vottum dætrum hans og fjölskyldunni allri innilegan samhug. Vigdís Finnbogadóttir. Farsæld forseta lýðveldisins hvílir ekki aðeins á mannkostum einstaklingsins sem kjörinn er, heldur einnig á alúð og atorku hinnar fámennu sveitar sem starf- ar við embættið, undirbýr verk forsetans, atburði og framgöngu á flestum sviðum; er oft á tíðum tengiliður við fólkið í landinu; á vissan hátt ásýnd embættisins í margvíslegri önn. Í þessari sveit skipaði Þorvald- ur Ragnarsson einstakan sess: ætíð reiðubúinn og ávallt glaður, fórnfús og ábyrgur, kurteis en ákveðinn, í senn heiðursmaður og höfðingi. Hið formlega verksvið var að vera bílstjóri forsetans, aka hon- um á fjölþætta atburði og í heim- sóknum um landið, tryggja að áætlanir stæðust, allt væri stillt á réttan tíma. En í raun var Þor- valdur embættinu miklu meira; umfram aðra andi þess og sál, sá sem skildi best hinar mannlegu hliðar, gerði atburði og annir að gleðistundum. Hann var líka á vissan hátt helsti trúnaðarvinur forsetans, sá sem hógvær efldi traust og bar vitni um hvernig staðan væri í raun og veru, var rödd sannleik- ans og þess sem réttast var í hverju máli. Tengsl Þorvaldar við fólkið í borginni og íbúa í kaupstöðum, þorpum og sveitum landsins gáfu honum jarðsamband sem hann miðlaði örlátur til forsetans. Skrapp á vinnustaði meðan sá síð- arnefndi sinnti atburðum og lagði svo mat á ríkjandi álit meðal al- mennings. Þegar ég tók við embætti for- seta Íslands vissi ég lítilleg deili á Þorvaldi; að hann hafði áður keyrt ráðherra úr gerólíkum flokkum en notið trausts allra; verið í miklum metum hjá fyrirrennara mínum og fjölskyldu hennar. Við Guðrún Katrín og Dalla og Tinna nutum einnig sömu gæfu. Þorvaldur varð hollvinur okkar, gleðigjafi og traustur félagi. Það birtist bæði í veikindum Guðrúnar Katrínar og þegar Dorrit kom til sögunnar; gerðist í ökuferðum fyrsti kennari hennar í íslensku. Þorvaldur varð á vissan hátt burðarstoð í því litla samfélagi sem bjó og starfaði á Bessastöð- um; fylgdarmaður okkar á ferðum vítt og breitt um landið allt og far- arstjóri á ótal atburði í höfuðborg og nágrenni. Í þessum ferðum varð Þorvald- ur oft helsti fulltrúi embættisins Þorvaldur Ragnarsson HINSTA KVEÐJA Elsku afi. Við kveðjum þig með miklum söknuði. Takk fyrir að vera alltaf til staðar, kenna okkur að keyra, redda hlutum sem maður var búinn að gleyma að þyrfti að redda og fyrir all- ar gleðistundirnar. Við heyrum enn hlátur þinn sem var svo smitandi. Þú ert okkar fyrirmynd og verður alltaf í hjarta okkar. Við elskum þig, elsku afi Dolli. Knús frá Lilju Ósk og Ásdísi Evu. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SESSELJA UNNUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði, lést miðvikudaginn 10. janúar. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 19. janúar klukkan 13. Þökkum læknum og starfsfólki á Báruhrauni, Hrafnistu, fyrir frábæra umönnun. Kjartan Guðmundsson Guðrún Guðmundsdóttir Lára Guðmundsdóttir Steingrímur Guðmundsson Helga Guðmundsdóttir Kristinn Ingibergsson ömmubörn og langömmubörn Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORVALDUR SNÆBJÖRNSSON rafvirkjameistari, Brekatúni 2, Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri fimmtudaginn 11. janúar. Jarðsungið verður frá Akureyrarkirkju mánudaginn 22. janúar klukkan 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri. Guðrún Margrét Kristjánsdóttir Margrét Þorvaldsdóttir Pétur Björnsson Snæbjörn Þorvaldsson Björk Guðmundsdóttir Kristján Þorvaldsson Kristín Þórsdóttir Sverrir Þorvaldsson Aðalheiður Guðjónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, GÍSLÍNA GARÐARSDÓTTIR, Boðaþingi 24, sem lést 7. janúar, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 19. janúar klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Alzheimersamtökin. Henry Þór Henrysson börn, tengdabörn og barnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ESTER GÍSLADÓTTIR, Aflagranda 40, áður Granaskjóli 42, lést föstudaginn 22. desember. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 19. janúar kl. 13. Gísli Valtýsson Guðmundur H. Valtýsson Jónína Jóhannsdóttir Edda Valtýsdóttir Kjartan Tumi Biering barnabörn og langömmubörn Ástkær móðir okkar, systir, amma og langamma, ÞÓRUNN KARVELSDÓTTIR, fv. íþróttakennari, Dalbraut 18, Reykjavík, lést á hjartadeild Landspítalans 4. janúar. Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn 17. janúar klukkan 13. Guðrún Valsdóttir Hermann Valsson Ögmundur Karvelsson Lína Björgvinsdóttir Eggert Karvelsson Sædís Hlöðversdóttir barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.