Morgunblaðið - 24.01.2018, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2018 VIÐSKIPTAMOGGINN FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI
Útgefandi Árvakur Umsjón Sigurður Nordal sn@mbl.is Blaðamenn Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is, Elínrós
Líndal elinros@mbl.is, Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is, Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Auglýsingar
auglysingar@mbl.is Umbrot George Kristófer Young Grafík Sigurður B. Sigurðsson Prentun Landsprent ehf.
Unnið í samstarfi við
Það er fagnaðarefni að Framúrskarandi fyrirtækjum fer fjölgandi hér á
landi og hafa þau aldrei verið fleiri en að þessu sinni, 868 að tölu. Fjölg-
unin nemur nærri 40% á milli ára sem endurspeglar meðal annars al-
mennt hagstætt rekstrarumhverfi og ábyrgan rekstur hjá stjórnendum
fyrirtækjanna.
Það er ekki sjálfgefið að komast inn á listann Framúrskarandi fyrir-
tæki enda strangar kröfur gerðar af hálfu Creditinfo við matið. Einungis
um 2,2% fyrirtækja uppfylla þau skilyrði. Fyrirtækin 224 sem nú koma
ný inn á lista þurfa að hafa sýnt hagfelldan rekstur í að minnsta kosti
þrjú ár áður en þau komast í hóp annarra framúrskarandi fyrirtækja.
Morgunblaðið og Creditinfo standa nú saman að því að kynna lista yfir
framúrskarandi fyrirtæki hér á landi. Vonandi verður sæmdarheitið
fyrirtækjum hvatning til enn betri árangurs til heilla fyrir land og þjóð.
Sigurður Nordal
868 fyrirtæki
til fyrirmyndar
Morgunblaðið/RAX
Brynja Baldursdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi, og
Sigurður Nordal, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu.
VIÐSKIPTA
Hvað gerir fyrirtæki
framúrskarandi?
• Ársreikningi skilað á réttum tíma
• Lánshæfisflokkur er 1-3
• Rekstrarhagnaður (EBIT) hefur verið jákvæður þrjú ár í röð
• Ársniðurstaða hefur verið jákvæð þrjú ár í röð
• Eiginfjárhlutfall 20% eða meira þrjú rekstrarár í röð
• Framkvæmdastjóri er skráður í hlutafélagaskrá
• Fyrirtækið er virkt skv. skilgreiningu Creditinfo
• Eignir a.m.k. 90 m.kr. árið 2016 og 80 m.kr. 2015 og 2014
Listanum er raðað í lækkandi röð eftir ársniðurstöðu í árs-
reikningi 2016. Allar tölur eru umreiknaðar í íslenskar krónur.
Fyrirtækjum er skipt í eftirfarandi stærðarflokka:
• Lítið 90-200 milljónir króna í eignir alls
• Meðalstórt 200-1.000 milljónir króna í eignir alls
• Stórt 1.000 milljónir króna eða meira í eignir alls
Reginn stendur í miklum framkvæmdum í hjarta
Reykjavíkur um þessar mundir. Helgi Gunnarsson segir
að það gæti tekið tíma fyrir rekstur á svæðinu að byggj-
ast upp og því mikilvægt að fá inn þolinmóða aðila.
Tekur tíma að byggja upp
28
Framúrskarandi fyrirtæki verður nú veitt viðurkenning
fyrir samfélagslega ábyrgð í fyrsta sinn. Ketill Berg
Magnússon hjá Festu segir það misskilning að fórna
þurfi arðsemi fyrir það að leggja samfélaginu lið.
Ekki þarf að fórna arðsemi
86
Austur Indíafélagið er á 25. starfsári og hefur verið á
sama staðnum, með sömu kennitölu og að stórum
hluta með sama starfslið allan þann tíma, segir Chand-
rika Gunnarsson, stofnandi og eigandi staðarins.
Indverskt í aldarfjórðung
82
Happy Campers er á fullri ferð og hefur opnað útibú í
Höfðaborg í Suður-Afríku. Þar eru mikil tækifæri en um
10 milljónir ferðamanna heimsækja landið árlega, að
sögn Herdísar Jónsdóttur og Sverris Þorsteinssonar.
„Camperar“ stefna suður
74
Samherji er efstur á listanum Framúrskarandi fyrirtæki að
þessu sinni. Þorsteinn Már Baldvinsson segir 2016 engu
að síður hafa verið snúið fyrir sjávarútveginn vegna lok-
unar Rússlandsmarkaðar og gengisstyrkingar.
Snúið ár fyrir útveginn
Samstarfsaðilar
10