Morgunblaðið - 24.01.2018, Síða 10

Morgunblaðið - 24.01.2018, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2018 VIÐSKIPTAMOGGINN FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI Þ au fyrirtæki sem rata á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki eru metin á grundvelli rekstraráranna 2014-2016. Hljóðið var almennt gott í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum árin 2014 og 2015 en síðan tók að halla undan fæti 2016 og fór Samherji ekki varhluta af því: „Árið 2016 var snúið að því leyti að Rússlandsmarkaður var lokaður, og þar með þriðji stærsti fiskmarkaður Íslendinga – og markaður fyrir tegundir sem er ekki auðvelt að selja annars staðar. Bæði var lokunin verulegt högg og sömuleiðis það að gengi krónunnar styrktist verulega,“ segir Þor- steinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Þrátt fyrir áskoranirnar tókst Samherja að komast vel í gegnum árið, og er að þessu sinni í efsta sæti á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki. Þorsteinn Már segir það ekki síst dýrmæta viðurkenningu fyrir starfsmenn Sam- herja að vera á listanum yfir framúrskarandi fyrirtæki enda árangurinn þeim að þakka. Misstu mikilvæga viðskiptavini Rekstrarskilyrðin héldu áfram að versna árið 2017: krónan styrktist enn frekar og á erlendum mörkuðum stóðu verð mikilvægra fisktegunda í stað. Sjómannaverkfallið í lok árs 2016 og byrj- un 2017 hafði líka neikvæð áhrif á Samherja, og vara þessi áhrif enn á verðmætari mörkuðum félagsins: „Eftir mikla vinnu hafði okkur tekist að komast inn á verðmæta markaði þar sem gerð er rík krafa um bæði gæði og afhendingar- öryggi. Sumir viðskiptavinanna hafa því miður ekki viljað tala við okkur eftir verkfall og ólík- legt að við náum að koma þessum viðskipta- samböndum á aftur. Þetta er dæmi um ósýni- lega hluti sem valda okkur skaða löngu eftir að kjaradeilum lýkur.“ Þorsteinn Már er brattur og bjartsýnn en bendir á að markaðurinn fyrir sjávarafurðir sé í mikilli þróun og samkeppnin fari harðnandi á sama tíma og fiskneysla á helstu markaðs- væðum ýmist stendur í stað eða dregst saman. Hann segir marga mikilvæga kaupendur vilja gera langtímasamninga sem binda seljendur til að afhenda vöru í ákveðnum gæðum, á ákveðnu verði, og í því magni og á þeim tíma sem um er samið. „Samherji er tilbúinn í þessar breytingar og við gerum okkur grein fyrir að það eitt að bjóða upp á holla og góða vöru dugar ekki leng- ur til eitt og sér. Markaðurinn gerir meiri kröf- ur sem þarf að mæta.“ Óvissan skemmir fyrir Spurður um áskoranirnar á komandi miss- erum og árum segir Þorsteinn Már að íslenskur sjávarútvegur þurfi að berjast á tvennum víg- stöðvum: á alþjóðamarkaði þar sem þjóna þurfi viðskiptavinum eins vel og frekast er unnt og glíma við stóra og sterka keppinauta, og síðan innanlands þar sem tekist sé á um fyrirkomulag fiskveiða og afnotaréttinn af aflaheimildum sem séu þær grunnforsendur sem atvinnugreininn byggi á: „Auðvitað dregur það stundum kraft úr fólki að stöðugt skuli þurfa að rífast um íslensk- an sjávarútveg. Við verðum að muna að hvers kyns óvissa kemur sér illa fyrir greinina enda verður sjávarútvegurinn að fjárfesta fyrir mikl- ar fjárhæðir til að geta viðhaldið sínum atvinnu- tækjum og haldið samkeppnisforskoti á sí- breytilegum markaði. Það sem greinin þarf umfram allt er stöðugleiki svo að auðveldara sé að gera raunhæfar áætlanir til langs tíma, sækja þannig fram og auka verðmæti.“ Þorsteinn Már bendir líka á að það forskot sem íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa á er- lenda keppinauta fari minnkandi enda sitji þeir ekki með hendur í skauti. „Norðmenn sækja t.d. fram af miklum krafti og hafa allar sömu fisk- tegundirnar og við nema hvað þeir hafa meira af þeim. Rússarnir hafa líka verið að gera mjög góða hluti og fjárfest mikið í sjávarútveginum. Þeir hafa aðgang að miklu magni af fiski og mörgum tegundum, og virðist hreinlega að margir hafi gleymt hversu skæðir keppinautar Rússarnir eru að verða.“ Meðal þess sem Þorsteinn Már kemur auga á sem gæti styrkt stöðu greinarinnar á komandi árum er að skapa sterk vörumerki fyrir íslensk- an fisk. „Í dag eiga Íslendingar ekki lengur nein stór eða sterk vörumerki í sjávarútvegi. Við Sjávarútvegurinn þarf stöðugleika áttum áður vörumerki á borð við Icelandic, en erum búin að selja þau til erlendra aðila.“ Annað sem Þorsteinn Már telur að geti eflt greinina á komandi árum er að íslenskur iðn- aður tengdur sjávarútvegi hefur verið að styrkj- ast mjög samhliða fjárfestingum útgerðar og fiskvinnslu á Íslandi undanfarin ár. „Við vorum til dæmis að fá tvö ný og glæsileg frystiskip af- hent í Cuxhaven um þarsíðustu helgi og þar sjáum við fullkominn búnað sem er hugverk fjölda íslenskra fyrirtækja. Við erum stolt af þessum hugverkum sem og sjávarútvegi okkar. Þessi fyrirtæki hafa í samstarfi við íslenskan sjávarútveg þróað eftirsóttar útflutningsvörur á alþjóðamarkaði.“ ai@mbl.is 1. sæti Samherji Þorsteinn Már Baldvinsson Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Mynd úr safni af þremur nýjum togurum Samherja sem smíðaðir voru í Tyrklandi. „Við verðum að muna að hvers kyns óvissa kemur sér illa fyrir greinina enda verður sjávarútvegurinn að fjárfesta fyrir miklar fjárhæðir til að geta viðhaldið atvinnutækjum sínum og haldið samkeppnisforskoti á síbreytilegum markaði. Það sem greinin þarf um- fram allt er stöðugleiki svo að auðveldara sé að gera raunhæfar áætlanir til langs tíma, sækja þannig fram og auka verðmæti,“ segir Þorsteinn Már.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.