Morgunblaðið - 24.01.2018, Side 32
Þróun ársreikningsstærða
hjá Framúrskarandi fyrirtækjum 2017
Þróun rekstrartalna hjá þeim fyrirtækjum sem
komast á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi
fyrirtæki 2017 lýsir vel þeim rekstrarbata sem
orðið hefur frá efnahagsáfallinu 2008. Eins og
sést hér fyrir neðan hefur afkoma fyrirtækj-
anna tekið stakkaskiptum og hefur meðaltal
ársniðurstaðna félaganna farið úr tapi árið 2009
upp í 261 milljónar króna hagnað árið 2016.
Mjög neikvæð afkoma á árinu 2009 skýrist þó
að miklu leyti af því að Klakki kemur í ár inn í
hóp Framúrskarandi fyrirtækja, en tap félagsins
í kjölfar efnahagshrunsins var gífurlegt.
Að sama skapi hefur velta Framúrskarandi
fyrirtækja 2017 vaxið jafnt og þétt yfir tímabilið,
úr liðlega 1,5 milljörðum króna árið 2009 í hátt
í 2,8 milljarða árið 2016. Þá hefur eiginfjárstað-
an styrkst jafnt og þétt frá hruni og er vegið
meðaltal fyrir eiginfjárhlutföll Framúrskarandi
fyrirtækja 2017 yfir 50% síðustu tvö árin, 2015
og 2016, sem sýnir mjög heilbrigða fjárhags-
lega stöðu.
Á tímabilinu hefur hins vegar ekki orðið
veruleg breyting á heildareignum fyrirtækj-
anna að meðaltali og hafa þær sveiflast í
grennd við þrjá milljarða króna á tímabil-
inu 2009 til 2016. Þó má greina nokkurn
vöxt síðustu fjögur árin þar sem heildar-
eignir hafa farið úr liðlega 2,7 milljörðum
króna árið 2013 í tæplega 3,3 milljarða
árið 2016.
50
40
30
20
10
0
2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016
14,5%
30,3%
36,3%
40,0%
44,8%
48,3%
51,6% 50,6% %Eiginfjárhlutfall – vegið meðaltal
2.500
2.000
1.500
1.000
500
0
2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016
1.567
1.740 1.856
2.104 2.205
2.349 2.477
2.753 Milljónir kr.Rekstrartekjur alls – meðaltal
3.000
2.500
2.000
1.500
1.000
500
0
2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016
2.971 2.820 2.789 2.840 2.730
2.985 3.117
3.276 Milljónir kr.
Eignir alls – meðaltal
-290
86
144 167
184
225
260 261
200
100
0
-100
-200
-300
2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016
Milljónir kr.
Ársniðurstaða – meðaltal
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2018 VIÐSKIPTAMOGGINN FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI