Morgunblaðið - 24.01.2018, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.01.2018, Blaðsíða 34
J ökulsárlón hefur ekki farið varhluta af stórauknum fjölda erlendra ferða- manna en hefur gætt þess að halda rétt á spöðunum um leið. Fyrir bragð- ið er fyrirtækið nú á lista yfir framúrskar- andi fyrirtæki. „Helst ber að þakka því hversu mjög hefur fjölgað erlendum ferðamönnum til landsins,“ segir Ágúst Elvarsson framkvæmdastjóri þegar við tökum tal saman um árið sem var hjá fyrirtækinu. „Þeir skila sér margir á Jökulsárlón og þar af leiðandi fara fleiri far- þegar í ferðirnar okkar. Fyrirtækinu hefur því gengið mjög vel.“ Ágúst bætir því við að einnig hafi mark- visst verið stefnt að því að auka eiginfjárhlut- fall fyrirtækisins. „Þær fjárfestingar sem við höfum farið í eru því ekki fjármagnaðar með lántöku held- ur með eigin fé. Að sjálfsögðu reynum við líka að vanda okkur eins og hægt er að veita viðskiptavin- um okkar fyrsta flokks upplifun og þjónustu. Við erum stanslaust að reyna að bæta okkur á öllum sviðum sem ég tel mjög mikilvægt. Passa þarf að gleyma sér ekki þegar vel gengur og vera alltaf á tánum varðandi það sem má bæta.“ Einn fallegasti staður landsins Jökulsárlón er einstakur staður á heims- vísu, og þótt til séu einhver jökullón sem eru svipuð telur Ágúst að nánast sé hægt að full- yrða að ekkert sé jafn aðgengilegt gestum. „Starfsemi okkar fer fram alveg við þjóðveg- inn. Hægt er að leggja bílnum og vera kom- inn út á lón á hjólabát 20 mínútum seinna. Lónið er að mínu mati einn fallegasti staður landsins og oft á tíðum sjá ferðamenn eitt- hvað sem þeir hafa aldrei séð neitt í líkingu við. Svæðið felur í sér svo mikla andstæðu við umhverfi sitt. Þú ferðast frá hálfgerðri vin í eyðimörkinni, sem er Skaftafellsþjóðgarður, í gegnum svarta sanda þar sem jöklar taka á móti þér. Á leiðinni sérðu bæði græn tún, hvíta og bláa jökla, svört fjöll og sanda og svo held ég að ferðamenn upplifi oft þetta „wow“-augnablik þegar þeir koma loksins að brúnni yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi þar sem lónið birtist þeim nánast úr engu.“ Þetta þekkja allir sem reynt hafa; aðkom- an að lóninu er engu lík. „Ég hef oft sett mig í spor ferðamanns sem er að sjá allt þetta í fyrsta skipti og ég held að fyrir þá sé þetta mögnuð upplifun. Lónið tekur líka sífelldum breytingum og náttúran skapar nýja skúlptúra úr ísnum daglega.“ Ágúst bætir því við að Jökulsárlón fari ekki varhluta af loftslagsbreytingum, nokkuð sem hann horfir upp á frá degi til dags. „Jökulsárlón sýnir á mjög skýran hátt áhrif hlýnunar jarðar enda hefur það stækk- að mjög hratt og jökullinn hopað mikið. Þetta er því fyrir marga staður sem þeir vilja upp- lifa áður en það er of seint. Lónið og jökull- inn verður auðvitað þarna áfram næstu 1-2 kynslóðir en ef hlýnunin heldur áfram gæti hann verið svo gott sem horfinn eftir það. Sama hvað gerist verður landslagið og ásýnd jökulsins mjög ólík því sem hún er nú.“ Vel má vera að þetta spili að einhverju leyti inn í aukna aðsókn hin seinni ár en Ágúst segir farþegum hafa fjölgað mikið síð- ustu ár. „Farþegum hefur fjölgað mikið undanfarin ár og meðalfjölgunin er rúm 16% á ári. Mestur var vöxturinn 25,5% milli áranna 2015 og 2016 en 2017 hægði aðeins á fjölg- uninni og var hún ekki nema 6%,“ segir Ágúst og bætir því við að heildarfjöldi far- þega árið 2017 hafi verið rúmlega 165 þúsund. Langflestir útlendir og langflestir á sumrin Hlutfall Íslendinga af heildarfarþegafjölda hefur lækkað töluvert undanfarin ár sam- hliða fjölgun á erlendum gestum, að sögn Ágústs. „Ég held að fjöldi Íslendinga á ári hafi haldist nánast sá sami síðastliðin fimm ár en sem hlutfall af heildarfjöldanum er það sjálf- sagt komið niður í um 2%.“ Gestir koma að Jökulsárlóni allt árið þótt þeir séu langflestir yfir sumarmánuðina. „Um 80% af farþegum okkar fara í siglingar frá byrjun júní og út september. Við hefjum siglingar á lóninu í byrjun maí þótt það hafi gerst að við getum byrjað aðeins fyrr eða í lok apríl þegar aðstæður eru hagstæðar.“ Ágúst bendir í framhaldinu á að engu að síður hafi fjölgað mikið þeim sem koma á jaðartíma. „Maímánuður er til dæmis orðinn svipað stór og júní var fyrir nokkrum árum. Eins hefur orðið algjör sprenging í komu ferða- manna á Jökulsárlón yfir háveturinn. Á þess- um tíma getum við þó ekki siglt þar sem lón- ið er meira eða minna ísilagt. Það sem flestir ferðamenn eru að sækja í yfir háveturinn eru gríðarlega vinsælar ís- hellaferðir en mörg fyrirtæki fara í með ferðamenn í íshella í Breiðamerkurjökli.“ Nauðsynlegar úrbætur á aðstöðunni Þegar árið fram undan ber á góma – hvað helst er á döfinni hjá Jökulsárlóni – koma Ágústi strax í hug nokkur atriði er varða uppbyggingu aðstöðunnar. „Því miður höfum við ekki fengið leyfi fyrir þeim viðbótum sem við viljum gera. Veitinga- skálinn við Jökulsárlón og öll aðstaða er löngu sprungin, gerði það í raun fyrir meira en 10 árum. Áður en jörðin fór á uppboð hef- ur fyrirtækið verið tilbúið með uppbyggingu upp á 1,5 milljarða. Þessi uppbygging felst í þjónustubyggingum, salernisaðstöðu, starfs- mannaaðstöðu, bættu bílastæði og fleira. Við ætlum þó að reyna að bæta það við Jökuls- árlón sem við mögulega getum. Mestu breyt- ingarnar eru í „starfsmannabúðum“ fyrir- tækisins, sem við getum kallað svo. Jökuls- árlón á sveitabæ sem er í um 10 km fjarlægð frá lóninu þar sem um 45 starfsmenn búa saman yfir háannatímann. Þar eru miklar framkvæmdir núna við að bæta aðstöðuna svo um munar.“ jonagnar@mbl.is Nýir skúlptúrar daglega Morgunblaðið/RAX Fjöldi ferðamanna nýtur fegurðar lónsins á degi hverjum. Langflestir eru erlendir ferðamenn; heimamenn telja ekki nema um 2% af gest- unum hjá Ágústi og samstarfsfólki hans. 101. sæti Jökulsárlón Meðalstórt 2. sæti Ágúst Elvarsson Morgunblaðið/RAX „Farþegum hefur fjölgað mikið undanfarin ár og meðal- fjölgunin er rúm 16% á ári,“ segir Ágúst. 34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2018 VIÐSKIPTAMOGGINN FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.