Morgunblaðið - 24.01.2018, Side 40

Morgunblaðið - 24.01.2018, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2018 VIÐSKIPTAMOGGINN FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI E ins og flest önnur fyrirtæki fékk fisk- vinnslan og útgerðarfélagið Oddi hf. á Patreksfirði á sig mikinn skell í kreppunni. Á árunum 2004 til 2006 hafði félagið fjárfest töluvert í aflaheimildum og fjármagnað kaupin með lánum sem hækk- uðu verulega við veikingu krónunnar. Skjöldur Pálmason, framkvæmdastjóri Odda, segir að stjórnendur og starfsmenn hafi grip- ið til allra þeirra ráðstafana sem völ var á og tókst á endanum að vinda ofan af vandanum. Á erfiðustu árum kreppunnar, rétt eins og á hverju einasta ári í hálfrar aldar sögu félags- ins, hafi Oddi skilað rekstrarafgangi og stað- an verið sæmileg undanfarin ár. Fyrirtækið var stofnað árið 1967 og starf- aði fyrst og fremst sem fiskvinnsla fram til ársins 1990 þegar Oddi hóf að gera út línu- báta og keypti sínar fyrstu aflaheimildir. Skjöldur segir að línuveiðar hafi orðið fyrir valinu bæði vegna þess að góð línumið eru í nágrenni við Patreksfjörð, og eins vegna þess að fyrirtækið hefur lagt áherslu að þjónusta þá markaði sem vilja línuveiddan fisk. „Við höfum alltaf verið markaðsdrifið frekar en framleiðsludrifið fyrirtæki og því lagt okkur fram við að sinna þeim mörkuðum sem gera sérkröfur og geta borgað hæsta verðið fyrir fiskinn. Stjórnendur fyrirtækisins sáu að það yrði líklega farsælla að reyna að gera sem mest verðmæti úr hverju kílói sem kæmi á land, og gera gæðavöru fyrir syllumarkaði er- lendis, frekar en að leggja áherslu á að veiða og vinna sem mest magn af fiski.“ Sveigjanleg framleiðsla Skjöldur segir Odda líka hafa þá sérstöðu að vera, eitt fárra íslenskra sjávarútvegs- fyrirtækja, jafnvígt á þrjár helstu afurðaleiðir bolfisks: „Fyrst vorum við eingöngu í salt- fiski, og er saltfiskvörumerki okkar þekkt sem gæðamerki. Síðan bættist ferskfisk- vinnsla við fyrir um 20 árum og höfum við haldið frystingunni inni sömuleiðis. Mörg fyrirtæki sérhæfa sig aðeins í einu eða tvennu af þessu, og ekki mjög algengt að geta eftir atvikum hvort heldur saltað fiskinn, fryst hann eða selt ferskan,“ útskýrir Skjöldur. „Við lítum á þetta sem nokkurs konar sveiflu- jafnara og getum við hagað framleiðslunni eftir því sem gjaldmiðlar sveiflast og verð á ólíkum mörkuðum hækka eða lækka. Eftir Brexit drógum við okkur t.d. eins mikið og við gátum út úr Bretlandsmarkaði, þar sem við höfum einkum selt frosinn fisk, en jukum í staðinn viðskiptin með saltaðan fisk og fersk- an á evrusvæðinu og í Bandaríkjunum. Þessi aðlögunarhæfni hefur hjálpað Odda að vera alltaf réttum megin við núllið.“ Hreyfing á starfsfólki Oddi vinnur úr um það bil 5.000 tonnum af fiski á ári, gerir út tvo stóra línubáta og á að auki í viðskiptum við töluverðan fjölda smá- báta, og þá einkum á sumrin. Ársstörfin hjá fyrirtækinu eru um 75 talsins og mikil reynsla hjá fyrirtækinu enda hafa margir starfsmenn unnið þar vel á þriðja áratug. Síðustu misseri má greina að þrengt hefur að starfsemi Odda. Skjöldur nefnir að styrk- ing krónunnar hafi valdið því að starfs- mannavelta hefur aukist enda lækkar hlutur sjómannanna eftir því sem færri krónur fást fyrir fiskinn á erlendum mörkuðum auk þess að tekjur fyrirtækisins í heild sinni hafa dreg- ist mikið saman. „Það hefur líka verið mikil þensla í atvinnulífinu hér fyrir vestan með til- komu fiskeldisins, og hefur það komið róti á fólkið enda mörg góð ný störf í boði.“ Þyngsta byrðin af öllum er samt þau háu gjöld sem félagið þarf að greiða ríkissjóði. Skjöldur bendir á að launatengd gjöld séu mjög íþyngjandi, sem og olíu- og kolefnis- skattar, og að á þessu fiskveiði ári þurfi Oddi að greiða fjórfalt hærri veiðigjöld en árið á undan. „Nú er svo komið að veiðigjöldin eru næststærsti útgjaldaliðurinn á eftir launa- kostnaði og erum við að greiða sem nemur 12- 15% af aflaverðmætinu beint í veiðigjöld. Það er verulegur baggi fyrir okkur að þurfa um hver mánaðamót að greiða veiðigjöld upp á 10-15 milljónir og verði ekkert að gert er hætta á að þetta 50 ára gamla fyrirtæki legg- ist hreinlega af,“ segir hann. „Þar sem við seljum vörur okkar á erlendum mörkuðum getum við ekki látið hækkaðan kostnað fara út í verðlagið, og fátt annað í boði en að hag- ræða enn frekar á öllum sviðum til að halda sjó.“ Lítið gert fyrir svæðið Skjöldur bætir því við að það geri illt verra að hækkuðum sköttum virðist ekki mætt með opinberri uppbyggingu á svæðinu. „Allir þekkja harmsöguna um Teigsskóg og núna síðast Breiðafjarðarferjuna Baldur sem hefur verið frá í tvo mánuði. Uppbygging vegakerf- isins á svæðinu hefur lengi setið á hakanum, og allt er þetta mjög bagalegt fyrir atvinnu- lífið og mannlífið á svæðinu. Umræðan um samdrátt opinberra starfa á svæðinu er svo allt annar kapítuli.“ Oddi er ekki eina sjávarútvegsfyrirtækið sem á erfitt uppdráttar um þessar mundir og bendir Skjöldur á að vandinn sé greinilega heimatilbúinn. „Ljóst er að ástand fiskistofn- anna er ekki ástæðan, enda eru þeir stórir og heilbrigðir. Vandinn stafar ekki heldur af er- lendum mörkuðum enda eru vörurnar okkar eftirsóttar um allan heim og íslenskum fiski allir vegir færir að Rússlandi undanskildu – sem vonandi verður þó aðeins tímabundið. Situr því fátt annað eftir en óeðlileg afskipti stjórnvalda sem skýrt gæti þessa háværu um- ræðu sem er um þessar mundir um miklar þrengingar í sjávarútveginum.“ ai@mbl.is Fá lítið til baka fyrir háa skatta 115. sæti Oddi hf. Stórt 110. sæti Skjöldur Pálmason Skjöldur Pálmason (t.h.) ásamt Sigurði Viggóssyni fyrrv. framkvæmdastjóra og núverandi stjórnarformanni. M eðal efstu félaga á lista Creditinfo í ár eru Félagsbústaðir, leigu- félag í eigu Reykjavíkurborgar. Auðun Freyr Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri Félagsbústaða, segir einkum hægt að skýra sterkan rekstrarreikning fyrirtækisins með hækkandi fasteignaverði. „Þegar fasteignaverð hækkar mikið kemur það inn í rekstur okkar sem matsbreyting og hefur veruleg áhrif á hagnað félagsins. Til að mynda var hagnaðurinn árið 2016 nærri því þrefalt meiri en tekjur félagsins.“ Þó svo að hækkað fasteignamat skapi dá- góðan hagnað í bókhaldinu segir Auðun að þróunin komi sér ekki endilega vel fyrir fé- lagið, enda Félagsbústaðir ekki reknir með hagnað að sjónarmiði heldur til að bjóða tekjulágum, öldruðum og fötluðum upp á hentugt húsnæði á viðráðanlegu verði: „Þegar fasteignaverð hækkar svona skarpt hækka fasteignagjöld og tryggingar um leið, og þurftum við að hækka leiguverð á síðasta ári til að halda rekstrinum sjálfbærum. Við vorum farin að sjá fram á að endar myndu ekki ná saman og urðum því að hækka leig- una um 5% í ágúst á síðasta ári. Önnur eins hækkun er í kortunum á þessu ári ef fram heldur sem horfir,“ útskýrir Auðun en bætir við að á almennum markaði sé að jafnaði 60% dýrara að leigja tveggja herbergja íbúð og 50% dýrara að leigja þriggja herbergja búð. „Ef við værum fasteignafélag sem rekið er í hagnaðarskyni hefði væntanlega verið fýsi- legt að selja eignir og greiða arð til eigenda en það samræmist ekki hlutverki okkar. Þvert á móti þýðir hærra fasteignaverð að dýrara verður fyrir okkur að stækka eigna- safnið.“ Regluleg skuldabréfaútgáfa Félagsbústaðir fögnuðu 20 ára afmæli í fyrra. Félagið annast eignarhald og rekstur á félagslegu leiguhúsnæði í Reykjavík auk þjónustuíbúða aldraðra og sértæks búsetuúr- ræðis fyrir fatlaða. Starfsmenn eru 23 talsins, um 2.500 íbúðaeiningar í eignasafninu sem samtals eru um 188.000 fermetra að stærð og metnar á um það bil 75 milljarða króna. Fyrirhugað er að fjölga íbúðunum um rösk- lega 700 á næstu fimm árum en vegna ný- legra breytinga á lögum um almennar leigu- íbúðir verður sú stækkun fjármögnuð með öðrum hætti en áður. „Í gegnum tíðina hefur félagið stækkað með því að Reykjavíkurborg hefur lagt til eigin fé og á móti verið tekin niðurgreidd lán hjá Íbúðalánasjóði fyrir 90% kaup- eða byggingarkostnaðar. Með nýja kerfinu getum við sótt um að fá 34% stofn- framlag frá ríki og Reykjavíkurborg úr þar til gerðum sjóðum, og sækjum mismuninn inn á skráðan hlutabréfamarkað,“ segir Auðun, en stór hluti þeirra íbúða sem bætast við á næstu árum verður byggður í samvinnu við önnur fasteignafélög sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Í síðustu viku gáfu Félagsbústaðir í fyrsta sinn út skuldabréf og heppnaðist útboðið vel. Skuldabréfin bera 2,77% vexti en vextirnir sem félagið fékk áður hjá Íbúðalánasjóði voru 3,5%. „Við bjóðum fjárfestum upp á góðan langtíma-fjárfestingarkost sem felur um leið í sér stuðning við samfélagslega mikilvæg verkefni,“ segir Auðun. ai@mbl.is 2. sæti Félagsbústaðir Auðun Freyr Ingvarsson Hagnaður þrefalt meiri en tekjur „Þegar fasteignaverð hækkar mikið kemur það inn í rekstur okkar sem matsbreyting og hefur veruleg áhrif á hagnað félagsins,“ segir Auðun. Ljósmynd/Elsa Björg Magnúsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.