Morgunblaðið - 24.01.2018, Síða 86

Morgunblaðið - 24.01.2018, Síða 86
86 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2018 VIÐSKIPTAMOGGINN FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI K etill Berg Magnússon, fram- kvæmdastjóri Festu, segir Festu miðstöð um samfélagsábyrgð sem hafi þann megintilgang að styðja við fyrirtæki sem vilji innleiða ábyrga starfshætti. Stuðningurinn er í formi námskeiða, funda, tengslanets og hvatningarverkefna. Festa var stofnuð árið 2011 af sex fyrirtækjum sem vildu gera betur í þessum málum. „Á þessum tíma voru málefni samfélags- ábyrgðar mikið í umræðunni, Sameinuðu þjóð- irnar höfðu lagt Global Compact samninginn fram við upphaf aldarinnar og talsverð vitund- arvakning varð hér eftir hrun. Fyrirtækin sem komu að stofnun Festu voru Síminn, Lands- bankinn, Landsvirkjun, Rio Tinto, Össur og Íslandsbanki,“ segir Ketill Berg. Spurður hversu mörg fyrirtæki séu í Festu í dag segir hann þau vera 96 talsins, úr öllum greinum. Samvinna Creditinfo og Festu Samvinna Creditinfo og Festu kom til þar sem Festa nálgaðist fyrirtækið með það að leiðarljósi að velta upp hvort ekki væri hægt að mæla árangur fyrirtækja með samfélags- lega ábyrgð í huga líkt og fjárhagslegu mæli- kvarðarnir voru notaðir til að úrskurða hvort fyrirtækin næðu á listann Framúrskarandi fyrirtæki. „Festa lagði Creditinfo lið með því að að- stoða við að móta ramma til að tilnefna fyrir- tæki, sem eru á listanum Framúrskarandi fyr- irtæki og hafa að auki gengið lengra en önnur við að innleiða samfélagslega ábyrgð. Í ár verður fyrirtæki í fyrsta skipti veitt viður- kenning fyrir þennan árangur sinn.“ Ísland eftir á í þessum málum En hvernig standa íslensk fyrirtæki sig al- mennt í málefnum samfélagslegrar ábyrgðar? „Með stofnun Festu voru tekin fyrstu skref- in í því að vinna að samfélagsábyrgð með markvissum hætti hér á landi. Að setja mark- mið og mæla árangur er mikilvægur þáttur samfélagsábyrgðar. Fyrirtækin í Festu hafa verið að leggja vinnu í að skoða hvar þau hafa áhrif, axla ábyrgð á þeim áhrifum sem rekst- urinn hefur á umhverfið og fólkið sem verður fyrir áhrifum fyrirtækisins.“ Að mati Ketils Berg eru íslensk fyrirtæki stutt á veg komin. „Við getum alltaf gert bet- ur. Of fá fyrirtæki hafa fléttað sjálfbærni inn í viðskiptastefnu sína. Þetta er of oft aukaverk- efni. Víða eru t.d. óþarfa plastumbúðir sem síðan enda í náttúrunni eða úti í hafi og menga strendur og sjó í kringum landið. Tökum ferðaþjónustuna sem dæmi. Þessi stóra at- vinnugrein hefur vaxið mjög hratt, og því mið- ur eru þar víða vaxtaverkir. Margir eru að vanda sig en inni á milli er fólk sem virðist ein- göngu hugsa um skjótan gróða.“ Réttast að mati Ketils er að horfa á báða mælikvarða, þann efnahagslega og þann sam- félagslega. „Rannsóknir styðja að fyrirtæki sem setja sér markmið, eru með ósviknar vörur, sem framleiddar eru á umhverfisvænan hátt, við- hafa gegnsæi, réttlæti og jafnrétti og koma á góðum viðskiptavenjum uppskeri eftir því. Það þarf svo sannarlega ekki að gefa upp hagnaðarvon þó að maður vilji breyta rétt. Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja er góð fyrir viðskiptin.“ Ábyrgð er arðsöm En fyrst það er raunin, af hverju eru þá ekki allir til fyrirmyndar í þessu? „Ég held það sé misskilningur hjá sumum að maður þurfi að fórna arðsemi til að leggja samfélag- inu lið. Tökum IKEA sem dæmi hér; það hef- ur sett sér langtímamarkmið um umhverfis- vernd, vill hjálpa heimilum að verða umhverfisvæn, axla ábyrgð á öllu fram- leiðsluferlinu og leggja áherslu á öryggi vör- unnar, þú veist að hverju þú gengur. Það selur mikið magn og það væri því dýrkeypt að vera stöðugt að fá vörurnar gallaðar í hausinn. IKEA gerir hlutina vel og áreiðanlega og upp- sker eftir því.“ Á morgun, 25. janúar stendur Festa fyrir Janúarráðstefnu sinni í Hörpu undir yfir- skriftinni „Ábyrgð er arðsöm“. Þar mun for- svarsfólk níu íslenskra fyrirtækja og tveggja erlendra stórfyrirtækja, Coca Cola og Novo Nordisk, ræða arðsemi samfélagsábyrgðar og hvernig hún tengist stefnumótun, mannauðs- málum, nýsköpun og fjárfestingum fyrir- tækja. Þetta er í fimmta skipti sem við höldum slíka ráðstefnu og finnum fyrir auknum áhuga og vaxandi þekkingu á málefninu í íslenskum fyrirtækjum.“ Heimsmeistarar í jafnrétti En hverju erum við góð í? „Við erum góð í jafnrétti. Í raun heimsmeistarar í jafnrétti, en við getum alls ekki lagt árar í bát á því sviði. Á mörgum sviðum jafnréttis verðum við að gera betur. Við sjáum með #metoo-byltingunni að kynferðisofbeldi er allt of algengt í samfélag- inu og konum er of víða haldið niðri út af valdabrölti karla á vinnustöðum. Stjórnendur fyrirtækja bera ábyrgð á því að tryggja öruggt vinnuumhverfi án mismununar – og það borgar sig líka fjárhagslega að fá hæfasta einstaklinginn til að vinna verkin. Við erum einnig mjög góð þegar kemur að nýtingu fisk- auðlinda, með fiskveiðistjórnunarkerfinu okk- ar höfum við viðurkennt að fiskurinn er tak- mörkuð auðlind og nýtum hana af ábyrgð. Þetta kerfi er að mínu mati eitt af því merki- legasta sem við höfum lagt fram. Þó að ég vilji halda undanskilinni umræðunni um hvernig skiptingu á aðgengi í þessa auðlind er háttað.“ Mælikvarðar mikilvægir Spurður um þau fyrirtæki sem tilnefnd voru í flokknum um samfélagsábyrgð segir hann fyrirtækin þurfa að hafa sett sér stefnu og markmið og unnið markvisst í að ná árangri í samfélagsábyrgð. „Það er jákvætt ef þau hafa birt upplýsingar, verið gegnsæ og opin með markmið og hafa ramma til að mæla nið- urstöður. Dómnefnd skipuð þremur aðilum velur fyrirtæki af lista Creditinfo um fram- úrskarandi fyrirtæki sem hlýtur viðurkenn- inguna framúrskarandi ábyrgð,“ segir Ketill Berg að lokum. elinros@mbl.is Framúrskarandi á sviði samfélagslegrar ábyrgðar Viðurkenning fyrir nýsköpun Ketill Berg Magnússon dómnefndarmaður Morgunblaðið/Árni Sæberg „Festa lagði Creditinfo lið með því að aðstoða við að móta ramma til að tilnefna fyrirtæki, sem eru á listanum Framúrskarandi fyrirtæki og að auki hafa gengið lengra en önnur við að inn- leiða samfélagslega ábyrgð,“ segir Ketill Berg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.