Morgunblaðið - 05.02.2018, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2018
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Stokkalausn var sett á ís
Oddviti sjálfstæðismanna gagnrýnir fjárfestingar við grjótgarða við Miklu-
braut á sama tíma og unnið var að kynningarmyndbandi um stokkalausn
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Stokkalausn á Miklubraut var ein af þeim
vegaframkvæmdum sem frestað var þegar
sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sömdu
við ríkið um að leggja fé í
tilraunaverkefni um efl-
ingu strætó. Eyþór Laxdal
Arnalds, nýkjörinn oddviti
framboðslista Sjálfstæðis-
flokksins fyrir komandi
borgarstjórnarkosningar,
gagnrýnir að lagt hafi ver-
ið í mikinn kostnað við
Miklubrautina á sama tíma
og undirbúnar voru tillög-
ur um að taka upp gömlu
hugmyndina um að leggja Miklubraut í
stokk.
„Það er ekki trúverðugt að rúmum 100
dögum fyrir kosningar sé borgarstjórnar-
meirihlutinn að dusta rykið af gamalli hug-
mynd um Miklubraut í stokk, hugmynd sem
sjálfstæðismenn studdu en meirihlutinn tók
af dagskrá árið 2012. Mér finnst ekki trú-
verðugt að þegar verið er að ljúka fram-
kvæmd upp á hálfan milljarð við grjótgarða
sitthvorumegin við Miklubrautina fjárfesti
borgin í kynningarmyndbandi um Miklu-
braut í stokk, einmitt þá tillögu sem borgar-
stjórnarmeirihlutinn afskrifaði,“ segir Ey-
þór.
Kostar 21 milljarð
Í minnisblaði sem lagt var fram við gerð
samnings ríkis og sveitarfélaganna á höfuð-
borgarsvæðinu um eflingu almenningssam-
gangna í apríl 2012 eru listaðar upp þær
fjárfreku vegaframkvæmdir sem frestast.
Þær eru taldar upp hér til hliðar. Ekki náð-
ist í Dag B. Eggertsson borgarstjóra við
vinnslu fréttarinnar, en hann kynnti mögu-
legar breytingar á Miklubraut á fundi með
íbúum Hlíða fyrir helgi. Stokkurinn myndi
ná frá Snorrabraut og austur fyrir Kringlu,
um 1.750 metra leið, með tveimur akreinum
í hvora átt. Borgargata yrði á yfirborði fyrir
bílaumferð, strætó, hjólastíga og gang-
stéttir. Kostnaður er áætlaður 21 milljarður
króna, að því er fram kom á fundinum.
Glatað tækifæri
Eyþór segir að það veki einnig furðu sína
að sami meirihluti hafi ekki nýtt gullið tæki-
færi á síðasta ári, þegar framkvæmdir stóðu
yfir við Hörpureit og Hafnartorg, til að
setja Geirsgötu í stokk og tryggja þannig
greiða umferð frá Vesturbænum, framhjá
Hörpu, bæði fyrir fólks- og flutningabíla.
„Segja má að þetta sé eitt dapurlegasta
dæmið á síðustu árum um glatað tækifæri,“
segir Eyþór Arnalds.
Eyþór Laxdal
Arnalds
Framkvæmdir sem frestað var
vegna samninga um Strætó
» Mislæg gatnamót á Vesturlandsvegi
við Hallsveg, Korpúlfsstaðabraut og
Skarhólabraut
» Mislæg gatnamót á Suðurlandsvegi
við Breiðholtsbraut og Norðlingaholt
» Mislæg gatnamót á Hafnarfjarðarvegi
við Kringlumýrarbraut og breikkun
» Breikkun á Reykjanesbraut sunnan
Breiðholtsbrautar og mislæg gatnamót
við Bústaðaveg
» Stokkalausn á Miklubraut
» Göng undir Öskjuhlíð
» Ofanbyggðavegur
» Vífilsstaðavegur ofan Reykjanes-
brautar
» Breikkun Stekkjarbakka milli Reykja-
nesbrautar og Höfðabakka
» Hallsvegur milli Víkurvegar og Vestur-
landsvegar
» Sundabraut frá Sæbraut og upp á
Kjalarnes
Lúðrasveitartónar hljómuðu í óvenjulegu umhverfi í Laugar-
dalslaug á laugardagskvöld þegar Skólahljómsveit Austur-
bæjar spilaði fyrir gesti sundlaugarinnar.
Lúðrablástur hljómsveitarinnar var hluti af sundlauganótt
sem tilheyrir dagskrá Vetrarhátíðar í Reykjavík sem fram fór
1. til 4. febrúar.
Skólahljómsveit Austurbæjar er ein af fjórum skóla-
hljómsveitum í Reykjavík. Hljómsveitin hefur aðalaðsetur sitt
í Laugarnesskóla í austurbæ Reykjavíkur.
Sundlaugargestir hlýddu á hressandi lúðrahljóm
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þorsteinn Friðrik Halldórsson
tfh@mbl.is
Lögmaður hefur lagt fram kröfu í
Landsrétti um að Arnfríður Ein-
arsdóttir dómari víki sæti í dóms-
máli vegna vanhæfis. Arnfríður er
einn af fjórum dómurum Lands-
réttar sem dómsmálaráðherra lagði
til við Alþingi að yrðu skipaðir en
voru ekki á lista sérstakrar dóm-
nefndar yfir þá umsækjendur sem
hún mat hæfasta.
Björn L. Bergsson, skrifstofu-
stjóri Landsréttar, segir að tekin
verði afstaða til málsmeðferðarinn-
ar í dag en dómsmálið er á dagskrá
Landsréttar á morgun. Það er dóm-
aranna sjálfra að úrskurða um eigið
hæfi. Jóhannes Sigurðsson og Þor-
geir Ingi Njálsson eiga að dæma í
málinu, auk Arnfríðar, en þeir voru
á 15 manna lista dómnefndarinnar.
Vísað til dóma í Evrópu
Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson
lögmaður veitti í gærkvöldi ekki
upplýsingar um rök sín fyrir kröfu
um að Arnfríður víki sæti í málinu.
Í fréttum RÚV sagði að krafan
væri meðal annars rökstudd með
vísan til nýlegs dóms Evrópudóm-
stólsins þar sem skipun dómara í
starfsmannarétt dómstólsins var
talin ólögmæt. Einnig hefði verið
vísað til nýlegs dóms EFTA-dóm-
stólsins sem og dóma Hæstaréttar í
málum tveggja umsækjenda um
embætti dómara við Landsrétt en
þeir fengu dæmdar miskabætur
vegna málsmeðferðar dómsmála-
ráðherra.
Dómari víki sæti vegna skipunar
Deilur um skipan dómara í Landsrétti koma til kasta réttarins á morgun
Landsréttur Rétturinn er til húsa í
Vesturvör 2 í Kópavogi.
Morgunblaðið/Hanna
Skörp veðurskil verða á milli
vesturhluta og austurhluta landsins
í dag. Á vesturhlutanum verður
hvassviðri og éljagangur en austan
til verður heldur hægari vindur og
lítil sem engin úrkoma.
„Þá má nánast draga línu frá
norðri til suðurs yfir miðju landinu.
Þeir sem búa austan við sleppa
ágætlega en þeir sem búa vestan
við fá leiðindaveður,“ sagði Óli Þór
Árnason, veðurfræðingur hjá
Veðurstofu Íslands, við mbl.is í
gærkvöldi.
Búast má við frosti á Hellisheiði
og að Vegagerðin muni loka henni
á einhverjum tímapunkti, að mati
Óla Þórs.
Leiðindaveður á
vesturhluta landsins