Morgunblaðið - 05.02.2018, Side 10
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Maður spyr sig auðvitað hver rök-
stuðningurinn sé fyrir hærra gjaldi
hér í Reykjavík en annars staðar,“
segir Harpa Stefánsdóttir hundaeig-
andi.
Harpa flutti nýverið úr Garðabæ
til Reykjavíkur. Tíkin Tanja flutti að
sjálfsögðu með eiganda sínum en
flutningarnir höfðu það í för með sér
að Harpa þarf að greiða umtalsvert
hærra eftirlitsgjald en hún hefur átt
að venjast. Í Garðabæ greiddi Harpa
12.800 krónur á ári í eftirlitsgjald en
í Reykjavík þarf hún að greiða
19.850 krónur. Munurinn er 7.050
krónur, eða 55 prósent.
Morgunblaðið kannaði verðið í
nokkrum sveitarfélögum. Eins og
sjá má í meðfylgjandi grafi er verðið
langhæst í höfuðborginni.
Harpa greindi frá þessu í færslu í
Facebook-hópnum Hundasamfélag-
ið og spunnust þar upp miklar um-
ræður. „Já, það er hiti í mörgum
hundaeigendum,“ segir Harpa.
Yfir helmingur óskráður
Guðfinna Kristinsdóttir, stjórn-
andi hjá Hundasamfélaginu, segist
hafa gert athugasemdir við þetta háa
gjald hjá borginni.
„Þeir gefa sér af því að þeir eru
stærsta sveitarfélagið að þar sé mest
af hundum og þeir fái mest af kvört-
unum. Þar af leiðandi þurfi að borga
meira þar en í öðrum sveitarfélög-
um. Það er hins vegar halli á rekstri
þessa hundaeftirlits á hverju ári svo
það er greinilega ekki að koma nóg
inn til að halda uppi því starfi sem
þeir framfylgja. Ég held persónu-
lega að gjöldin séu svona há því þá
vantar peninga – og fólk skráir ekki
hundana af því að gjöldin eru svo
há,“ segir Guðfinna.
Hún segir að áætlað sé að helm-
ingur hunda á Reykjavíkursvæðinu
sé skráður. Sjálf telji hún fleiri
óskráða.
Tími er kominn á úrbætur, að mati
Guðfinnu. „Það er almenn óánægja
með þetta gjald. Það er kominn tími
á hagræðingu og endurskoðun á
kerfinu. Það er úrelt. Fyrsta mál á
dagskrá ætti að vera að taka upp raf-
ræna skráningu. Það myndi minnka
skjalavinnslu. Mörgum finnst sér-
stakt að gjaldið sé svo hátt hér, ann-
ars staðar á Norðurlöndunum er ým-
ist lágt árgjald eða jafnvel bara
skráningargjald.“
Gjaldskrá tekur mið af kostnaði
En í hvað fara þessir peningar?
„Í hundaleyfisgjöldunum er allur
umsýslukostaður og þessi venjulegi
rekstrarkostnaður, laun, húsnæði,
rekstur bíla og fleira sem hundeig-
endum ber að standa undir auk
kostnaðar við geymslu handsamaðra
hunda, tryggingar vegna tjóns gegn
þriðja aðila, prentun á skiltum og
merkjum, dýralæknaþjónusta og
fleira,“ segir Árný Sigurðardóttir,
framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftir-
lits Reykjavíkur, sem heldur utan
um hundahald í Reykjavík.
Hún segir að gjaldskráin taki mið
af „raunkostnaði“ við rekstur hunda-
eftirlitsins miðað við fjölda skráðra
hunda.
Þeir eru 2.600 talsins en þar af fær
um helmingur hundeigenda 50% af-
slátt af árgjaldi vegna þess að þeir
ásamt hundum sínum hafa farið á
viðurkennt námskeið.
Hiti í hundaeigendum vegna
hárra gjalda í höfuðborginni
55% hærra eftirlitsgjald fyrir hunda í Reykjavík en í Hafnarfirði og Garðabæ
Morgunblaðið/Hari
Hundaganga Þær Gunnur og Sædís Embla fóru út að ganga með hundana
Irridín, Venus og Orion á dögunum í fallegu og sólríku vetrarveðri.
Gjald fyrir
hundahald
Krónur
Skráningar gjald
Árlegt
eftirlitsgjald
Reykjavík 20.800 19.850
Garðabær
Hafnarfjörður
Kópavogur
14.500 12.800
Seltjarnarnes 12.000 14.500
Akureyri 8.700 10.000
Ísafjörður 11.096 8.877
Skráningargjald gildir jafnan sem
árgjald fyrsta árið. Þá er jafnan veittur
helmingsafsláttur af árgjaldi ef hund-
ar og eigendur hafa farið á námskeið.
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2018
Framboðsfrestur
í forvali Vinstri-
hreyfingarinnar
– græns fram-
boðs fyrir
borgarstjórnar-
kosningar í vor
rann út á laugar-
daginn en kjör-
nefnd bárust ell-
efu framboð.
Aðeins er eitt
framboð í efsta sæti framboðslist-
ans, Líf Magneudóttir borgar-
fulltrúi.
Þetta kemur fram í fréttatil-
kynningu frá flokknum. Forvalið
fer fram 24. febrúar.
Frambjóðendur eru: Líf
Magneudóttir borgarfulltrúi, 1.
sæti. Elín Oddný Sigurðardóttir
varaborgarfulltrúi, 2. sæti. Gústav
Adolf Bergmann Sigurbjörnsson
doktorsnemi, 2.-4. sæti. Hermann
Valsson grunnskólakennari, 3.
sæti. Björn Teitsson blaðamaður,
3. sæti. Þorsteinn V. Einarsson
æskulýðsfulltrúi, 3. sæti. Guðbjörg
Ingunn Magnúsdóttir grunnskóla-
kennari, 3.-5. sæti. Hreindís Ylva
Garðarsdóttir Holm leikkona, 4.
sæti. René Biasone, sérfræðingur
hjá Umhverfisstofnun, 4. sæti.
Jakob S. Jónsson leiðsögumaður,
4.-5. sæti og Ragnar Karl Jó-
hannsson, uppeldis- og tómstunda-
fræðingur, 4.-5. sæti.
Líf gefur
kost á sér í
oddvitann
Líf
Magneudóttir
Ellefu vilja vera á
lista VG í borginni
Á 18. lands-
þingi Lands-
sambands
framsóknar-
kvenna (LFK)
sem haldið var í
Reykjavík 3.
febrúar síðast-
liðinn var Linda
Hrönn Þóris-
dóttir kjörin
formaður LFK.
Linda Hrönn er með MA-próf í
uppeldis- og menntunarfræðum
og B.Ed-gráðu í leikskólakenn-
arafræðum.
Hún starfar sem sérfræðingur
hjá Barnaheillum – Save the
Children á Íslandi en hefur um
tuttugu ára reynslu sem kennari
og stjórnandi í leikskólum. Linda
Hrönn hefur gegnt ýmsum trún-
aðarstörfum fyrir Framsóknar-
flokkinn, hefur verið í miðstjórn
frá árinu 2014, er í launþegaráði
og situr í menntamálahópi flokks-
ins. Aðrir í framkvæmdastjórn
eru Bjarnveig Ingvadóttir, Helga
Rún Viktorsdóttir, Hjördís Guðný
Guðmundsdóttir og Ólöf Pálína
Úlfarsdóttir. Til vara eru Jó-
hanna María Sigmundsdóttir og
Sæbjörg Erlingsdóttir.
Í fréttatilkynningu segir að
þingið hafi verið vel sótt og að
mikil málefnavinna hafi farið þar
fram. Fjöldi ályktana var sam-
þykktur og m.a. lýst yfir stuðn-
ingi við nýstofnaða nefnd stjórn-
málaflokkanna um jafnréttismál,
húsnæðisáætlun ríkisstjórnar-
innar var fagnað og þá var lýst
yfir áhyggjum af kennaraskorti í
leik- og grunnskólum.
Linda Hrönn var kjörin formaður
Landssambands framsóknarkvenna
Linda Hrönn
Þórisdóttir
VISTVÆNAR
BARNAVÖRUR
Kíktu á netverslun okkar
bambus.is
Borgartún 3, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is
bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Ég var beðinn um að mæta á fund
verkefnisstjórnar Miðborgar til þess
að segja frá upplifun okkar á svæð-
inu í kringum Hlemm – Mathöll. Við
höfðum áður óskað eftir úrlausnum
og svörum varðandi úrbætur í mál-
efnum útigangsfólks sem heldur sig
nálægt Hlemmi,“ segir Ragnar
Egilsson, framkvæmdastjóri
Hlemms – Mathallar um fund sem
hann var boðaður á hjá verkefnis-
stjórn Miðborgar 23. janúar til þess
að ræða „óæskilega gesti á Hlemmi –
Mathöll,“ eins og segir í fundargerð
verkefnisstjórnarinnar.
Hann segir að ástandið á svæðinu
hafi batnað mikið frá opnun Mat-
hallarinnar. Eflaust hafi lokunin á
Hlemmi meðan á framkvæmdum við
hana stóð hafi haft sitt að segja.
Fagna fjölbreyttu mannlífi
„Það eru allir velkomnir á Hlemm
– Mathöll en það getur valdið vand-
ræðum og truflun fyrir aðra gesti
þegar fólk sem ekki er í nógu góðu
ástandi sækir staðinn,“ segir Ragnar
og bætir við að það sé markmið
Hlemms – Mathallar og borgaryfir-
valda að taka á málum útigangsfólks
á vingjarnlegan og manneskjulegan
hátt.
„Við fögnum fjölbreyttu mannlífi
og bjóðum alla velkomna til okkar,
einnig strætófarþega og þá sem eru í
viðskiptum í kringum okkur. Við
verðum hins vegar að bregðast við
þeim gestum okkar sem af og til hafa
mætt með landabrúsann í Mathöll-
ina. Það er einfaldlega brot á
áfengislögum að koma með slíkt inn í
Mathöllina,“ segir Ragnar, sem tek-
ur það skýrt fram að engin alvarleg
tilfelli hafi komið upp frá því að
staðurinn var opnaður.
„Mathöllin hefur gengið gríðar-
lega vel og jákvæður andi í kringum
staðinn. Við nýttum fyrstu sex mán-
uðina í rekstrinum til þess að fín-
pússa og bæta staðinn,“ segir
Ragnar.
Unnið með útigangsfólk
Stefán Eiríksson, formaður verk-
efnastjórnar Miðborgar, segir að
Ragnar hafi verið boðaður á fund
verkefnisstjórnarinnar þar sem
Hlemmur – Mathöll hafi óskað eftir
að fara yfir málefni útigangsmanna í
nágrenninu. Stefán segir verkefna-
stjórnina rétta vettvanginn til þess
að ræða slík mál. Á fundinum með
Ragnari hafi komið fram að ástandið
væri nú mun betra.
„Það er aðallega vegna þeirrar
vinnu sem verið hefur í gangi á veg-
um Velferðarsviðs Reykjavíkur-
borgar og þjónustumiðstöðvanna
gagnvart útigangsfólki,“ segir Stef-
án og bætir við að áherslan í
vinnunni um málefni útigangsfólks
sé að aðstoða og styðja fólk eftir
þörfum eins og kostur sé.
Mæta með landabrúsa
„Óæskilegir gestir“ Mathallarinnar við Hlemm voru rædd-
ir á fundi Tekið verði á málum á manneskjulegan hátt
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hlemmur Mathöll með veitingasölu og matvörumarkaði er nú í aðal-
hlutverki á Hlemmi, sem gegnir áfram hlutverki strætóstoppistöðvar.
Hlemmur
» Hefur þjónað hlutverki
strætóstöðvar og gerir enn.
» Hefur löngum verið staður
þar sem utangarðsfólk gat hist
og leitað skjóls.
» Nú er þar rekin lifandi mat-
höll. Þar eru 10 veitingastaðir,
barir og kaffihús, ásamt
matarmarkaði.