Morgunblaðið - 05.02.2018, Side 12
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Þ
að þykir kannski ekki
saga til næsta bæjar
þótt Margrét Lísa Sig-
þórsdóttir hafi fært
sveitunga sínum frá
Vopnafirði snotra tösku að gjöf á
dögunum. Ofurlítið forvitnilegt þó
því taskan er framsóknartaska,
sérhönnuð af henni sjálfri handa
framsóknarkonunni og þingkon-
unni Þórunni Egilsdóttur. „Mér
fannst taska með grænum tíglum
hæfa henni mjög vel,“ segir Mar-
grét Lísa og tekur fram að ekki
hafi samt hvarflað að sér að
skreyta töskuna með Framsóknar-
merkinu. Að þessu sögðu leikur
grunur á hinu gagnstæða. „Öllu
má nú líka ofgera,“ áréttar hún
sposk á svip.
Margrét Lísa vissi alveg hvað
hún söng, enda grænt litur Fram-
sóknarflokksins eins og flestum er
kunnugt. Raunar er taska Þór-
unnar kannski ekki alveg dæmi-
gerð fyrir töskurnar sem Margrét
Lísa hefur dundað sér við að búa
til síðustu tvö árin. Og segir því
ekki meira af henni eða eigand-
anum hér. Aðferðin er að vísu sú
sama, efniviðurinn af sömu gerð;
pappír, plast og girni, og verkfær-
in skæri og skapalón úr plexígleri.
Fyrir helstu þarfaþingin
„Töskurnar mínar eru yf-
irleitt mjög „myndarlegar“ og
skrautlegar. Í stórum dráttum þá
nota ég skapalónið til að klippa út
ræmur, til dæmis úr dagblöðum,
tímaritum eða teiknimyndasögum.
Síðan brýt ég þessar 90 ræmur,
sem fara í hverja tösku, saman
þannig að miðarnir verði allir
3x2,5 cm, plasta hvern fyrir sig og
sauma þá saman með girni.
Kúnstin felst svolítið í því að
myndirnar, sem ég vel á miðana á
töskurnar utanverðar passi ná-
kvæmlega í þessa 3x2,5 cm
ramma,“ útskýrir Margrét Lísa og
fer að hætti fagmannsins nánar
ofan í saumana á verklaginu. Þeg-
ar fléttur ber á góma fara lýsing-
arnar þó að hljóma of flóknar til
að hafa þær eftir.
Stærðin er útpæld eins og allt
annað, taskan þarf að geta með
góðu móti hýst helstu þarfaþing
kvenna: varalit, snjallsíma, banka-
kort og lykla. Margrét Lísa próf-
aði að búa töskurnar til í ýmsum
stærðum, en niðurstaðan varð sú
að hafa þær svipaðar og hefð-
bundnar samkvæmistöskur, 13 cm
á hæð og 25 cm á breidd, og lok-
aðar og með tveimur segul-
smellum.
Hugmyndin að töskunum
kviknaði þegar hún sá konu með
tösku, sem búin var til með sama
hætti úr kaffipokum. „Eftir þó-
nokkra leit rambaði ég á síðu á
netinu þar sem aðferðin var kennd
og fór að prófa mig áfram. Mein-
ingin var að safna svolitlum lager
og stofna Facebook-síðu með
myndum af töskunum, en svo fór
að þær stöldruðu stutt við því vin-
ir og vandamenn tóku þær gjarn-
an með sér heim.“
Víðförul menningartaska
Loks, eftir tveggja ára vinnu,
hefur Margréti Lísu þó tekist að
halda hjá sér nokkrum töskum til
að sitja fyrir á mynd fyrir facebo-
ok, sem hún hyggst senn setja í
loftið. Hún þjáist ekki af hug-
myndaskorti, nema síður sé. „Ég
hef búið til töskur með alls konar
þemum, bæði umbeðnum og öðr-
um sem mér hefur dottið í hug
sjálfri. Vinkona mín ein á sextugs-
aldri, sem sækir mikið á tónleika
og aðra menningarviðburði, bað
mig um að búa til handa sér tösku
Prins Valíant, Andrés
Önd, bækur, nótur, arki-
tektúr, Ísland og landakort
eru m.a. þemu á „myndar-
legum“ og tískulegum tösk-
um úr pappír og plasti sem
Margrét Lísa Sigþórsdóttir
er býsna lunkin að búa til.
Stundum lætur hún þem-
un þó lönd og leið og notar
myndir og textabrot úr öll-
um áttum.
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2018
Hlutverk Hönnunarsafns Íslands er að safna og varðveita þann þátt ís-
lenskrar menningar sem lýtur að hönnun, einkum frá aldamótunum
1900 til samtímans. Safnið á og geymir um 900 íslenska og erlenda
muni, sem margir hafa mikla menningarsögulega þýðingu. Safnkostur-
inn fer sístækkandi og samanstendur að mestu leyti af nytjamunum og/
eða skrautmunum.
Einnig eru á safninu lík-ön þar sem hugmynda-flug hönnuðar hefurfengið lausan tauminn,
eins og líkan, sem Einar Þorsteinn
Ásgeirsson hannaði árið 1974, af
íbúðum fyrir prestkandídata á
Hallgrímskirkju.
Í Hönnunarsafninu er líkanið
skráð með eftirfarandi hætti:
Líkan/Model
Einar Þorsteinn Ásgeirsson (1942-
2015)
Íbúðir prestskandídata á Hall-
grímskirkju / 1974
. . . .
Hugmynd Einars frá 1974 að
byggja kúlulaga íbúðir utan á Hall-
grímskirkju fyrir prestkandídata
er gáskafull. Einar Þorsteinn lýsti
því fyrir vini sínum, Trausta Vals-
syni arkitekt, hvernig kirkjan, í líki
móður, hefði hangandi prests-
efnin utan á sér. Móðurkirkja er
einnig ágætt orð fyrir þessa tákn-
rænu útfærslu á stærstu kirkju
landsins, þar sem kirkjuskipinu
með áföstum kúlunum mætti líkja
við skip með plastbelgi á skips-
hliðum – skipsskrokknum til varn-
ar þegar lagst er að bryggju.
Einar Þorsteinn Ásgeirsson var
einn frumlegasti arkitekt okkar Ís-
lendinga. Snemma fór hann að
kalla sig hönnuð og vann að rann-
sóknum á rúmfræði og burðarþoli.
Kúluhús Einars eru mjög þekkt og
má finna á nokkrum stöðum hér á
Íslensk hönnun | Hönnunarsafn Íslands
1974 Íbúðir prestkandídata
á Hallgrímskirkju eftir
Einar Þorstein Ásgeirsson
Töskur úr tímaritum
og teiknimyndasögum
Mæðgur Margrét Lísa
og Berglind með sína
töskuna hvor.
Skrípó Berglind, sex ára
dóttir hönnuðarins, er
hæstánægð með Andrésar
Andar töskuna sína.
Súr hvalur
og harðfiskur
Opið virka daga 10.00 - 18.15 | laugardaga 11.00 - 15.00
Gnoðarvogi 44 | 104 Reykjavík | sími: 588 8686
Glæný lúða
Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði
fyrir þig til að taka með heim
Ný línuýsa
Klaustur-
bleikja