Morgunblaðið - 05.02.2018, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.02.2018, Blaðsíða 13
úr gamalli nótnabók frá árinu 1907. Þessi taska hefur víða farið og ef hún er ekki á ferðinni, segist vinkona mín hafa hana sem stofu- stáss, en setja þó ofan í skúffu þegar barnabörnin koma í heim- sókn.“ Rétt fyrir jólin í hittifyrra tók Margrét Lísa sér Bókatíðindi 2016 til handargagns. Myndirnar af bókunum smellpössuðu í rammana og úr varð þessi líka fína bóka- taska. Kunningjakona Margrétar Lísu, sem er dóttir rithöfundar, sá sér leik á borði og keypti töskuna handa mömmu sinni. Af öðrum þemum sem ratað hafa á töskurnar má nefna alls konar teiknimyndafígúrur, Prins Valíant hefur til dæmis komið sterkur inn og sömuleiðis Andrés Önd, sem prýðir tösku yngstu dóttur Margrétar Lísu. „Ég hef gert töskur þar sem Ísland er í brennidepli, núna er ég að ljúka við eina með þemanu innanhús- arkitektúr, stundum bý ég til töskur með tískuþema og þar fram eftir götunum,“ segir Mar- grét Lísa. Fékk bakteríuna í hús- mæðraskóla Taskan sem hún sérhannaði handa kunningjakonu sinni og starfsmanni hér á Morgunblaðinu er með nokkrum M-um í Morgun- blaðslógóinu sem og myndum af innlendu sem erlendu fólki í frétt- um blaðsins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fær sinn ferning, og hefur vitaskuld ekki hugmynd um að hann er töskuskraut og meira að segja á árshátíðartösku. Margrét Lísa býr ásamt manni sínum og fjórum dætrum í Kópavogi og hefur verið heima- vinnandi í sex ár eða síðan yngsta dóttirin fæddist. Hún segist vera sveitastelpa í húð og hár og fari til heimahaganna í sauðburð og hey- skap hvenær sem hún fái því við- komið. „Og svo er ég handavinnu- fíkill, fékk bakteríuna í Hús- mæðraskólanum á Hallormsstað í gamla daga,“ upplýsir hún og kveðst jöfnum höndum prjóna og hekla. Töskugerðin er þó það handverk sem heillar hana mest um þessar mundir. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2018 Olnbogabörnin standa fyrir opnum fundi um málefni barna í vanda kl. 20 í kvöld, mánudaginn 5. febrúar, að Stangarhyl 7, Reykjavík. Samtökin Olnbogabörnin voru sett á stofn sem vettvangur fyrir aðstand- endur unglinga sem sýna áhættu- hegðun. Með áhættuhegðun er m.a. átt við misnotkun vímuefna, afbrot og tengdar athafnir. Tilgangurinn er að skapa málefnalega umræðu og beita yfirvöld þrýstingi til að bæta úrræði í meðferðarmálum ungs fólks, efla for- varnir og auka stuðning. Á fundinum verður farið yfir hvað búið er að gera, hvað er framundan og hvernig samtökin geti nýtt sér Face- book-hópa. Allir velkomnir sem hafa áhuga á bæta úrræði fyrir ungmenni. . Vefsíðan www.olnbogabornin.is Morgunblaðið/Eggert Hörmungar Lögreglan þarf stundum að hafa afskipti af unglingum sem sýna áhættuhegðun og leiðast út í vímuefnanotkun og kannski afbrot af ýmsu tagi. Málefni barna sem sýna áhættuhegðun í brennidepli landi. Samvinna Einars Þorsteins með Ólafi Elíassyni myndlistar- manni var gjöful, Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús er klædd formi er styðst við gullinfang, formein- ingu sem Einar Þorsteinn þróaði. Árið 2014 færði Einar Þorsteinn Hönnunarsafninu módelsafn sitt og ýmis gögn um verkefni sín og störf. Ljósmynd/Andrew Murray Kúlur Prestkandídatarnir ættu ekki langt að fara í messu úr þessum íbúðum. Við vinnuna Margrét Lísa gerir töskur með alls konar þemum; t.d. tísku, landafræði og tónlist. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fær sinn ferning og hefur vitaskuld ekki hugmynd um að hann er tösku- skraut og meira að segja á árshátíðar- tösku. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Skraflfélag Íslands, félagsskapur áhugafólks um skrafl, efnir til skrafl- kvölds kl. 19-22 í kvöld, mánudaginn 5. febrúar, í Veðurbar/café, Klappar- stíg 33, Reykjavík. Skrafl, eða Scrabble eins og sumir kalla orðaspilið stundum upp á enska móðinn, kom fram á sjónarsviðið árið 1948. Arkitektinn Alfred Mosher Butts skoðaði forsíður The New York Times um skeið og sá hversu oft ein- staka stafir komu fyrir. Hann ákvarð- aði hversu mörg stig hver stafur gat gefið eftir því hversu algengur hann var á forsíðunni. Spilið sem hann þró- Endilega . . . Morgunblaðið/Ómar Orðaspil Skrafl er leikur að orðum. . . . skraflið á Veðurbar/café aði er ekki aðeins spennandi og skemmtilegt, heldur eykur það mál- vitund fólks og orðaforða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.