Morgunblaðið - 05.02.2018, Síða 14

Morgunblaðið - 05.02.2018, Síða 14
Flökt Bannið snertir ekki debetkort. Stöðva rafmyntakaup með kreditkortum ● JPMorgan Chase, Citigroup og Bank of America ákváðu um helgina að hætta að leyfa kaup á rafmyntum með kreditkortum sem gefin eru út af bönkunum þremur. Munu korthafar ekki geta notað kreditkort til að versla við rafmyntamarkaði en geta þó áfram notað debetkort til viðskiptanna. Bloomberg segir þetta m.a. gert til að verja bankana gegn mögulegu tjóni sem gæti hlotist af því ef viðskiptavinir sem nota greiðslukortaheimildir sínar til að kaupa rafmyntir veðja rangt, tapa á viðskiptunum og geta ekki staðið í skilum þegar kortareikningurinn berst. ai@mbl.is Bandarísk hlutabréf tóku skarpa dýfu Vikan endaði ekki vel á hlutabréfa- mörkuðum vestanhafs. Við lokun markaða á föstudagskvöld hafði Dow Jones vísitalan lækkað um 2,5% eða 666 stig og hefur ekki misst fleiri stig á einum degi síðan í fjármálakrepp- unni 2008. Eru 20 mánuðir frá því að Dow Jones lækkaði um jafn mörg prósentustig á einum degi. S&P 500 vísitalan missti 2,1% eða 2.762 stig og Nasdaq-vísitalan 2% eða 7.241 stig að því er FT greinir frá. Að sögn Reuters er helsta ástæða lækkunarinnar á föstudag sú að þá voru birtar nýjar tölur sem sýna að fjölgun starfa í janúar var meiri en markaðsgreinendur á Wall Street höfðu reiknað með, og eins að laun höfðu hækkað meira en búist var við. Voru laun í janúar 2,9% hærri en í sama mánuði í fyrra og virðast vera vísbendingar um að lítið atvinnu- leysi sé farið að ýta launum upp, sem síðan gæti stuðlað að aukinni verð- bólgu. Byrji verðbólga að hækka hressilega er líklegt að það leiði til þess að bandaríski seðlabankinn gangi harðar fram í að hækka stýri- vexti á árinu. Nokkur stór fyrirtæki áttu líka þátt í að draga vísitölurnar niður: Exxon Mobil lækkaði um 5,1%, Chevron um 5,6%, Alphabet um 5,3% og Apple um 4,3% eftir að þau ollu fjárfestum vonbrigðum með rekstrartölum fjórða ársfjórðungs. ai@mbl.is AFP Eldrautt Starfsmaður NYSE hugsi yfir látunum á Wall Street á föstudag.  Óttast vaxandi launaskrið og verðbólgu 14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2018 ROYAL KARAMELLUBÚÐINGUR ... OG FÆST Í ÖLLUM BETRI MATVÖRUVERZLUNUM LANDSINS A�taf góður! 5. febrúar 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 99.87 100.35 100.11 Sterlingspund 141.99 142.69 142.34 Kanadadalur 81.13 81.61 81.37 Dönsk króna 16.746 16.844 16.795 Norsk króna 13.01 13.086 13.048 Sænsk króna 12.69 12.764 12.727 Svissn. franki 107.28 107.88 107.58 Japanskt jen 0.9085 0.9139 0.9112 SDR 145.51 146.37 145.94 Evra 124.65 125.35 125.0 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 150.7282 Hrávöruverð Gull 1345.0 ($/únsa) Ál 2217.5 ($/tonn) LME Hráolía 68.43 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á STUTT BAKSVIÐ Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Þróunin á sviði fjármálatækni (e. FinTech) er ör og virðast ótalmargir sprotar komnir í stellingar til að hrista rækilega upp í fjármálageir- anum. Stjórnvöldum er vandi á höndum enda þarf að skapa um- hverfi sem hvetur til framfara og bættrar þjónustu, en á sama tíma tryggja að þær nýju lausnir sem líta dagsins ljós falli að regluverk- inu og skapi ekki mögulega hættu fyrir viðskiptavini. Fjármálaeftirltitið efnir til ráð- stefnu á föstudag, þar sem rætt verður um tækifæri og áskoranir á sviði fjármálatækni. Svigrúm og samstarf Jón Þór Sturluson, aðstoðarfor- stjóri FME, segir greinileg vaxtar- tækifæri fólgin í fjármálatækni og að víða um heim hafi stjórnvöld reynt gagngert að hlúa að nýsköpun á þessu sviði. „Lönd eins og Ástralía hafa farið svo langt að veita fjár- málatæknifyritækjum sérstakar undanþágur frá gildandi reglum og þannig búið til n.k. „sandkassa“ fyrir tilraunastarfsemi og nýsköpun gegn því að viðkomandi fyrirtæki starfi náið með fjármálaeftirlitinu í öllu þróunarferlinu. Við höfum ekki tekið ákvörðun um sams konar úrræði hér á landi, en værum spennt fyrir þess- ari aðferð ef fyrirtækin hér á landi reynast áhugasöm.“ Sem dæmi um hvað hlutirnir geta gerst hratt í fjármálatækniheimin- um, og hve mikið er í húfi, þá gaf FME nýlega út viðvörun til almenn- ings um viðskipti með bitcoin og aðr- ar sýndarmyntir. Áður hafa systur- stofnanir FME víða um heim gefið út sambærilegar viðvaranir og jafn- vel gripið til sérstakra ráðstafana til að aðskilja hinn almenna fjármála- markað kirfilega frá rafmyntamark- aðinum. Eins og lesendur vita hækk- aði bitcoin mikið í verði á síðasta ári og verð sýndarmynta hefur verið mjög sveiflukennt. „Með viðvörun- inni erum við ekki á nokkurn hátt að mæla gegn bálkakeðjutækninni (e. blockchain) sem sýndarmyntirnar byggja á, enda merkileg tækni sem gæti haft mikið notgaildi. Það sem viðvörunin gerir, aftur á móti, er að minna á að um er að ræða fjárfest- ingar utan gildandi regluverks, sem taldar eru sérstaklega áhættusam- ar,“ segir Jón Þór. Framþróun fylgja hættur Í fyrra gaf FME út bækling þar sem stofnunin lýsir áherslum sínum og sýn á fjármálamarkaðinn fram til 2020 og má segja að með ráðstefnu föstudagsins sé verið að fylgja efni bæklingsins eftir. Jón Þór segir að í bæklingnum setji FME fram tvenns konar sýn á þróunina fram undan: „Annars vegar eru þau miklu tæki- færi sem eru til staðar fyrir framþróun markaðarins, og mögu- leikinn á að skapa meiri fjölbreyti- leika, meiri samkeppni og betri þjónustu fyrir almenning. Hins veg- ar eru þeir möguleikar sem snúa að aukinni nýtingu upplýsingatækni á fjármálasviðinu, og sú áhætta sem því fylgir.“ Jón Þór segir þó ekki stefnt að því að semja séríslenskar reglur til að búa í haginn fyrir fjármálatækni- byltinguna, heldur fylgja frekar þeirri þróun sem á sér stað úti í heimi. „Unnið er gott starf innan evrópska eftirlitskerfisins og von á tillögum að umbótum á regluverk- inu, sem eiga bæði að styðja við þetta nýja svið og taka á hættunum sem fjármálatækni gæti skapað.“ Eitt hefur FME þó gert í millitíð- inni og það er að setja á laggirnar sérstakt þjónustuborð fyrir fjár- málatæknifyrirtæki. „Fyrirtæki og frumkvöðlar geta því leitað beint til okkar og fengið svör um að hve miklu leyti verkefni þeirra eru leyf- isskyld eða mögulega á skjön við regluverkið. Þau geta þá vitað betur, áður en lagst er í mikla vinnu, hvar hætta er á árekstrum við gildandi reglur og leitað leiða til úrbóta.“ Fylgja þróuninni úti í heimi AFP Framfarir Viðskiptavinur notar rafrænt veski til að kaupa í matinn í Kína. Fjármálatæknin er á fleygiferð. Peningabylting » Mörg lönd reyna að hlúa sérstaklega að fjármálatækni. » Hætta er á árekstrum við gildandi regluverk. » FME varaði nýlega við við- skiptum almennings með raf- myntir.  Það mætti reyna að bjóða upp á „sandkassa“ þar sem fjármálatæknifyrirtæki gætu starfað með undanþágum frá gildandi reglum, háð ákveðnum skilyrðum Jón Þór Sturluson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.